No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn 180. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til kynningar könnun á viðhorfum notenda til heimahjúkrunar frá janúar 2012.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og kynnti niðurstöður könnunarinnar.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir nýja rannsókn á viðhorfum þeirra sem njóta heimahjúkrunar í Reykjavík. Í rannsókninni kemur fram mikil ánægja með þjónustuna. 92#PR ánægðir svarenda töldu að heimahjúkrun væri í samræmi við þörf og sama hlutfall segir þjónustuna vera á þeim tíma sem þeir vilja. Þó aðeins örfáir séu óánægðir er það hlutverk okkar sem berum ábyrgð á þjónustunni að reyna mæta þeim enn frekar. Heimahjúkrun stuðlar að því að fólk geti lengur búið heima. 82#PR þáttakenda telja að heimahjúkrun hjálpi mjög mikið og frekar mikið að búa lengur á eigin heimili. Heimahjúkrun og heimaþjónusta þarf áfram að vera forgangsþjónusta þar sem þjónustan borgar sig bæði fyrir borg og borgarbúa
2. Lagðar fram til kynningar leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög um þjónustu stuðningsfjölskyldna, um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Velferðarsviði er falið að fara yfir regluverk Reykjavíkurborgar með tilliti til leiðbeininganna og koma með tillögur að breytingum til velferðarráðs ef á þarf að halda.
3. Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
Umræður fóru fram um efni þingsályktunartillögunnar.
Bjarni Karlsson tók sæti á fundinum kl.13.30.
4. Lögð fram tillaga um breytingu á þjónustuúrræði fyrir karlmenn með margþættan vanda og langvarandi vímuefnavanda.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að boðið verði uppá samskonar þjónustu fyrir konur og verið er að samþykkja hér fyrir karla og notast verði við húsnæði í eigu borgarinnar sem staðsett er við hlið þess sem umrætt úrræði á að hýsa.
Frestað.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn :
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um svokallað Straumhvarfaverkefni, hvað miklir fjármunir eru eftir á biðreikningi sem ætlaðir voru til stofnkostnaðar
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar því að þjónusta við karlmenn með margþættan geðrænan vanda og langvarandi vímuefnavanda sé nú færð í betra horf með breyttri þjónustu á heimili þeirra. Með breytingunni sem velferðarráð samþykkti í dag er verið að koma mun betur til móts við þarfir þeirra sem eiga við þessi vandamál að stríða. Velferðarráð bindur vonir við að þessi breyting bæti líðan og auki lífsgæði þeirra
5. Minnisblað um Atvinnutorg lagt fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur að Atvinnutorg mun opna 17. febrúar nk. sem er orðið langþráð markmið. Aðaláhersla allra fulltrúa í velferðarráði hefur verið að vinna gegn fjölgun fólks á fjárhagsaðstoð með aukinni virkni. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu er ljóst að viðbragðstími kerfisins er hættulega hægur. Enn fjölgar fólki á fjárhagsaðstoð gríðarlega og ljóst að ekki verður hægt að vinna á vandanum ef kerfið hefur svo hægan viðbragðstíma. Hið hættulega er að vandinn sem glíman stendur við er á meðan að skjóta rótum í borginni. Nauðsynlegt er hefja leit að sveigjanlegri lausnum en notaðar eru nú.
6. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, um námsleyfi sviðsstjóra velferðarsviðs.
Fundi slitið kl. 15.03
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Karlsson Áslaug María Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson