No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 12. janúar var haldinn 178. fundur s og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Lárus R. Haraldsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Elín Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Umræða um þjónustu á Sléttuvegi 3, 7 og 9. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs, dags. 11. janúar 2012. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Á fundinn komu Guðríður Ólafsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá notendasamráðshópi á Sléttuvegi 3, 7 og 9 ásamt Berglindi Magnúsdóttur, forstöðumanni Heimaþjónustu Reykjavíkur.
Guðríður Ólafsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson viku af fundi kl. 14.30.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar notendaráði Sléttuvegar fyrir komuna í velferðarráð og fyrir að deila með því aðstæðum sínum og nágranna sinna. Velferðarráð vill þakka því og ekki síður starfsfólki sem vinnur á Sléttuvegi og sinnir af alúð þeirri persónulegu þjónustu sem þar er veitt. Velferðarráð óskar eftir stöðumati vegna þróunarverkefnis sem fyrst en eigi síðar en eftir 6 mánuði.
2-3. Lagt fram til kynningar bráðabirgðasamkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Velferðarsviðs dags. 21. desember 2011 um hjúkrun í heimahúsum.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Lögð fram drög að nýjum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Reykjavíkurborgar um hjúkrun í heimahúsum. Ennfremur lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um helstu breytingar samnings og kröfulýsingar.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimahjúkrunar Reykjavíkur, gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð felur sviðsstjóra Velferðarsviðs umboð til að ljúka samningi um hjúkrun í heimahúsum að fengnu áliti borgarlögmanns og fjármálastjóra borgarinnar. Endanlegur samningur verði síðan lagður fyrir velferðarráð og borgarráð.
Berglind Magnúsdóttir vék af fundi kl. 15.05.
4. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg og breytingar á tekjumiðmiðum á matsblaði. Ennfremur lögð fram til kynningar bréf Velferðarráðuneytisins dags. 6. janúar 2012 annars vegar um uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða og hins vegar uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka húsaleigubóta og hækkun á tekjuskerðingamörkum húsaleigubóta.
Samþykkt samhljóða.
5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – október 2011.
6. Kynnt bókhaldstaða Velferðarsviðs janúar – október og janúar – nóvember 2011.
7. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Áss styrktarfélags vegna lengdrar viðveru í Safamýrarskóla vegna framhaldsskólanema í Reykjavík.
8. Betri Reykjavík. Betri hjálp við mig geðfatlaðan
Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 30. desember 2011, um betri hjálp við geðfatlaða ásamt tillögu að bókun velferðarráðs.
Velferðarráð samþykkti tillögu að bókun með áorðnum breytingum:
Velferðarráð samþykkir að fela Velferðarsviði í samvinnu við geðdeild LSH að setja niður formlegt verklag um þann þátt sem Reykjavíkurborg ber ábyrgð á í þjónustu við fólk eftir útskrift af geðdeildum. Velferðarsvið hafi auk þess samráð við hagsmunahópa notenda og aðstandenda, t.d. Hugarafl, Geðhjálp og Klúbbinn Geysi auk fulltrúa notenda á geðsviði LSH við þá vinnu. Til staðar er ákveðið verklag hjá geðdeild LSH varðandi eftirfylgni. Þannig er þeim sem taldir eru þurfa á mikilli eftirfylgd að halda vísað á t.d. samfélagsgeðteymi á vegum LSH og Geðheilsu-eftirfylgd á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustumiðstöðvum Velferðarsviðs þá er samstarf við geðdeild gott og oft sem starfsmenn frá þjónustumiðstöðvum eru boðaðir á útskriftarfundi hjá LSH. Samstarfið er mismunandi þétt eftir þjónustumiðstöðvum og byggist ekki á formlegu verklagi. Mikilvægt er að til staðar sé formlegt verklag þannig að jafnræði sé fyrir notendur óháð búsetu og betur tryggt en nú, að þeim sem þurfa á þjónustu og stuðningi frá þjónustumiðstöðvum að halda í kjölfar innlagna á geðdeild fái viðeigandi stuðning.
Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarmála, tók sæti á fundinum kl. 15.30.
9. Lögð fram úttektarskýrsla Vottunar hf. dags. október 2011 vegna úttektar á Vin - búsetuúrræði með félagslegum stuðningi sem rekið er af SÁÁ. Ennfremur lögð fram úttekt Velferðarsviðs á Vin frá árinu 2010, samningur Velferðarsviðs og SÁÁ um rekstur búsetuúrræðisins dags. 9. desember 2008 ásamt minnisblaði Velferðarsviðs dags. 4. október 2010 varðandi samninginn og samkomulag félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Velferðarsviðs dags. 25. febrúar 2009 vegna búsetu og þjónustu við 20 einstaklinga sem glíma við margháttaðan félagslegan vanda.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð felur Velferðarsviði að gera þarfagreiningu þar sem kannað er framboð og eftirspurn í áfangaheimilum og stuðningsheimilum fyrir alkóhólista og fíkla sem jafnframt búa við félagslegan vanda. Slík þarfagreining verði nýtt til að ákvarða framtíð búsetuúrræðisins Vin sem SÁÁ rekur. Þá verði skoðað hvort markhópurinn sem býr á Vin sé sá sami og gert var ráð fyrir í upphafi. Ef þörf er á áframhaldandi þjónustu þarf að hefja viðræður við SÁÁ og ríkisvaldið um framtíðarrekstur þar sem m.a. verður tekið mið af breyttu þjónustustigi.
Fram að þeim tíma verði gert bráðabirgðasamkomulag við SÁÁ um rekstur á Vin á grundvelli síðasta samnings þar sem ríki og Reykjavíkurborg greiða fyrir úrræðið.
10. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs um styrk til Takmarksins, greinargerð fylgir. Ennfremur lagt fram bréf frá Takmarkinu-líknarfélagi, dags. 8. október 2011, varðandi styrk til greiðslu á uppsafnaðri húsaleiguskuld við Reykjavíkurborg vegna áfangaheimilis Takmarksins að Barónsstíg 13
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu málsins er frestað.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð telur orðið afar brýnt að velferðarráðuneytið setji reglur um hvaða skilyrði og aðstæður þurfa að vera fyrir hendi þegar félög eða einstaklingar hyggjast hefja rekstur á áfangaheimilum og stuðningsheimilum fyrir fólk sem er félagslega illa statt og á við fíknisjúkdóma að stríða. Velferðarsviði er falið að þrýsta á velferðarráðuneytið um að setja slíkar reglur.
11. Ferðaþjónusta fatlaðra. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Þann 29. desember sl. var tekin sú einhliða ákvörðun af hálfu Strætó bs. að morgni dags að fella niður ferðaþjónustu fatlaðra þann dag vegna ófærðar. Sama dag gengu allar strætóleiðir, snjóruðningur var á gangi á götum borgarinnar og flestir komust leiðar sinnar með einkabílum, sérstaklega þegar komið var fram undir hádegi. Um 400 farþegar áttu fyrirframpantaðar ferðir þennan dag. Ekki náðist að hafa samband við alla notendur, heldur var treyst á útvarpsauglýsingar. Ekki var reynt að forgangsraða ferðum, fara þangað sem fært var og / eða veita þjónustu t.d. síðdegis þegar umferð var orðin greið, heldur var vísað í ákvörðun um þjónustufall sem tekin hafði verið um morguninn. Velferðaráð telur að Strætó bs. hafi gengið allt of langt með þessari ákvörðun sinni, þar sem ekki er hægt að ákveða það fyrir þá íbúa borgarinnar sem búa við fötlun, að ekki sé hægt að þjónusta þá allan daginn. Það hefði þurft að kanna málið þegar liðið var á morguninn, forgangsraða ferðum og veita þeim þjónustu sem hægt var. Velferðarráð vill þó taka fram að Strætó bs. hefur sinnt ferðaþjónustu fatlaðra vel og af alúð en sér sig því miður knúið til þess að mótmæla þessari ákvörðun til að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur á þennan afgerandi hátt.
12. Umræða um fæðisgjald í dagþjónustuúrræðum að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð afturkallar hér með formlega þá gjaldskrá sem taka átti gildi 1. febrúar nk. um fæðsisgjald í dagþjónustu fyrir fatlaða. Þá felur ráðið Velferðarsviði að endurskoða gjaldskrána í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra, enda var samráðið ekki nægjanlegt og ekki nægjanlega kynnt í aðdraganda ákvörðunar og útfærslu. Þegar samráðsferli lýkur verði velferðarráð upplýst um niðurstöður þess og tillaga lögð fram um framhald málsins.
Elín Sigurðardóttir vék af fundi kl. 17.05.
13. Kynning á drögum að nýjum reglum og matskerfi í stuðningsþjónustu.
Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og kynnti drögin.
Lárus R. Haraldsson vék af fundi kl. 17.12.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun.
Velferðarráð þakkar fyrir þessa vinnu og leggur til að farið verði í næsta skref sem er samráð við hagsmunasamtök notenda og að því loknu verði gert formlegt kostnaðarmat.
14. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um það hvort að málsmeðferðartillögu Vinstri grænna frá 27. október 2012 um umsögn Félags eldri borgara og Öryrkjabandalagsins vegna gjaldskrárhækkana á fæðisgjaldi á þjónustustöðum Velferðarsviðs hafi verið fylgt eftir og þá hvernig.
Fundi slitið kl. 17.40
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Diljá Ámundadóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Geir Sveinsson