No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 1. desember var haldinn 176. fundur s og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Bjarni Karlsson, Diljá Ámundadóttir, Margrét Kristín Blöndal, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram skýrslur Velferðarsviðs og ÍTR um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg 2011.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð óskar eftir því að Velferðarsvið, ÍTR og Mannauðsskrifstofa Reykjavíkurborgar leggi fram tillögur um verklag um sumarstörf vegna næsta sumars ekki síðar en 15. febrúar 2012. Gera skal ráð fyrir að þau ungmenni sem ekki hafa vinnureynslu og ungt fólk sem annars hefur ekki önnur tækifæri en að fara á fjárhagsaðstoð fái forskot á sumarstörf. Tekið verði mið af reynslu síðasta sumars í vinnunni.
2. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir um styrki og þjónustusamninga fyrir árið 2012.
3. Staða mála í þjónustu við fatlað fólk.
María Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri, kom á fundinn og kynnti stöðuna.
4. Spöngin; Kynning frá Framkvæmda- og eignasviði.
Hrólfur Jónsson, Ámundi Brynjólfsson og Guðmundur Pálmi Kristinsson frá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar komu á fundinn og kynntu byggingu fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar í Spönginni.
5. Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram til kynningar framvinda starfsáætlunar 2011.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Geir Sveinsson vék af fundi kl. 16.40.
7. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 11. nóvember 2011, um samþykkt borgarráðs um tilraunaverkefni í Breiðholti til þriggja ára.
8. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 24. nóvember 2011, um samþykkt borgarráðs á tillögu um starfsþjálfun og tímabundin störf ungmenna sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu.
9. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs og Fjölskylduhjálpar Íslands, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. mars 2011, ásamt skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnun á samsetningu hópsins sem þáði matarúthlutun á tímabilinu 1. júní 2010 til 31. maí 2011 hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Jafnframt lagt fram bréf frá Fjölskylduhjálp Íslands dags. 7. október 2011 varðandi desemberstyrk til handa starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands.
10. Lögð fram tillaga um jólastyrk til hjálparstofnana.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16.50
Björk Vilhelmsdóttir
Bjarni Karlsson Diljá Ámundadóttir
Margrét Kristín Blöndal Áslaug María Friðriksdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson