Velferðarráð - Fundur nr. 16

Velferðarráð

SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI

Ár 2005, föstudaginn 30. september, var haldinn 16. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni á kjörtímabilinu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstödd voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Gísli Marteinn Baldursson, og Ingimundur Einarsson. Jafnframt sátu fundinn Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 6. s.m., þar sem tilkynnt er að Ragnar Jónasson hafi tekið sæti varamanns í samstarfsnefnd um löggæslumálefni í stað Margrétar Einarsdóttur.

2. Ingimundur Einarsson kynnti tilboð frá Alþjóðahúsinu um þýðingu lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar yfir á sex tungumál.
Frestað.

3. Lögð fram ályktun hverfisráðs Miðborgar frá 23. f.m. um framgang tillagna starfshóps um úrbætur í veitingamálum, sbr. bréf framkvæmdastjóra ráðsins frá 8. þ.m.

- Kl. 13.10 vék Gunnar Eydal af fundi.

Bókun samstarfsnefndar:

Samstarfsnefnd um löggæslumálefni tekur undir ályktun hverfisráðs miðborgar og leggur sérstaka áherslu á að lokið verði sem fyrst þeirri endurskoðun laga- og reglugerðaumhverfis veitingarekstrar sem mun vera hafin hjá þeim ráðuneytum, sem að þessum málum koma.

4. Ingimundur Einarsson kynnti umferðarfræðsluverkefnið “Rétt með strætó”, sem beint er að grunnskólabörnum og sem unnið hefur verið í samstarfi lögreglustjórans í Reykjavík og Strætó bs. Jafnframt tilkynnti hann að Strætó bs. hefði ekki séð sér fært að taka áfram þátt í verkefninu.
Samstarfsnefnd um löggæslumáléfni áréttar mikilvægi þessa forvarnarstarfs og hvetur stjórn Strætó bs. til að endurskoða afstöðu sína í þessu máli.

Fundi slitið kl. 13.30.

Sigrún Elsa Smáradóttir

Gísli Marteinn Baldursson Ingimundur Einarsson