No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 22. september, var haldinn 169. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Bjarni Karlsson, Haukur Jóhannsson, Bjarnveig Magnúsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Geir Sveinsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Heimahjúkrun í Reykjavík. Lögð fram eftirfarandi tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs.
Lagt er til að velferðarráð samþykki að farið verði í formlegar viðræður við velferðarráðuneytið um endurnýjun á þjónustusamningi frá 30. desember 2008 milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um stjórnun og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík.
Þorleifur Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 13.47.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Mikil ánægja hefur verið með þjónustusamning þann um stjórnun og rekstur heimahjúkrunar sem gerður var milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar í lok árs 2008. Vonum framar gekk að færa þjónustuna til Reykjavíkurborgar og samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur gengið vel. Samþætt þjónusta bíður upp á hagkvæmni og um leið betri þjónustu fyrir þá sem hennar njóta. Markmið samningsins um að fleiri íbúar 80 ára og eldri búi heima hafa náðst. Velferðarráð leggur áherslu á að viðræður við velferðarráðuneytið leiði til þess að samningurinn verði endurnýjaður.
2. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs/Barnaverndar Reykjavíkur f.h. Reykjavíkurborgar og Vopná - slf. um rekstur fjölskylduheimilis.
3. Boðað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg frá og með 26. september n.k.
Lóa Birna Birgisdóttir, starfsmannastjóri Velferðarsviðs, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði lýsir yfir stuðningi við kröfur félagsráðgjafa sem og baráttu annarra láglaunahópa sem starfa fyrir Reykjavíkurborg. Því er beint til borgarráðs að það hlutist til um það að samið verði þegar í stað við félagsráðgjafa þar sem við því má búast að verkfall þeirra hafi alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á nauðsynlegri velferðarþjónustu að halda. Jafnframt eru notendur velferðarþjónustu hvattir til að styðja félagsráðgjafa með öllum ráðum, ef til verkfalls kemur.
4. Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla vegna yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til Reykjavíkurborgar, dags. í september 2011, ásamt samantekt frá starfsdegi Velferðarsviðs um næstu skref í þróun þjónustu við fatlað fólk sem haldinn var þann 19. september s.l.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarsviði er falin áframhaldandi vinnsla málsins.
5. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks; Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. febrúar s.l.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarsviði er falin áframhaldandi vinnsla málsins.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir því að metið verði hvort hagkvæmast og eðlilegast sé að Strætó bs. taki að sér almenningssamgöngur fyrir fatlað fólk og því ástæðulaust að bjóða þennan rekstur út. Jafnframt er það áréttað að hætt verði miklum merkingum á bíla ferðaþjónustu fatlaðra.
6. Lagðar fram lykiltölur janúar til júlí 2011.
7. Kynntar breytingar framundan á heimsendum mat frá Lindargötueldhúsi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl. 15.57
Björk Vilhelmsdóttir
Bjarni Karlsson Haukur Jóhannsson
Bjarnveig Magnúsdóttir Áslaug María Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson