Velferðarráð - Fundur nr. 13

Velferðarráð

SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI

Ár 2005, föstudaginn 6. maí, var haldinn 13. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni á kjörtímabilinu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstödd voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Kristján Guðmundsson, Geir Jón Þórisson og Ingimundur Einarsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Regína Ásvaldsdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um kajakróður í Elliðaánum.
Lögreglan telur sig skorta stoð í lögum og reglum til að stöðva kajakróður í Elliðaánum.
Skrifstofu borgarstjórnar falið að skoða hvort þetta kalli á lagfæringu á lögreglusamþykkt.

2. Rætt um fyrirkomulag löggæslunnar í tengslum við stofnun þjónustumiðstöðva og störf ráðherraskipaðrar nefndar um löggæslu í Reykjavík.
Fram kom að hverfisslöggæsla í Breiðholti verður færð í sama form og verið hefur í Grafarvogi og hverfislögreglustöðin verður færð undir sama þak og þjónustumiðstöðin. Þá mun starfsemi lögreglunnar í Reykjavík frá miðjum maí miðast við hverfaskiptingu Reykjavíkurborgar, auk Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.

3. Lögð fram áskorun hverfisráðs Árbæjar og ungmennaráðs Árbæjar um sýnilega löggæslu í Grafarholti frá 17. mars sl., sbr. bréf verkefnisstjóra á Þjónustu- og rekstrarsviði frá 29. f.m.

Fundi slitið kl. 13.00

Sigrún Elsa Smáradóttir

Kristján Guðmundsson Ingimundur Einarsson
Geir Jón Þórison