Velferðarráð - Fundur nr. 133

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, þriðjudaginn 28. apríl var haldinn 133. fundur s og hófst hann kl. 12.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal.Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynntar teikningar og staða verkefnis um byggingu Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi.
Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs- Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram samantekt vegna samstarfssamnings Velferðarsviðs og SÁÁ um þjónustu sem SÁÁ veitir einstaklingum á göngudeild SÁÁ, fræðslu og kynningarstarf fyrir stofnanir Reykjavikurborgar og hópa fagfólks og forvarnastarf. Ennfremur lagður fram samstarfssamningur Velferðarsviðs og SÁÁ dags. 27. desember 2007.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

4. Kynnt bókhaldsstaða janúar – febrúar 2010.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

5. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs og Hjálpræðishersins um aðstöðu til faglegrar uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík.

6. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 9. apríl 2010 um aðstoð og þjónustu vegna komu íbúa frá Haíti, sbr. samþykkt flóttamannanefndar í kjölfar jarðskjálfta á Haíti í ársbyrjun 2010 og sbr. samþykkt velferðarráðs 10. febrúar 2010.

7. Lögð fram til kynningar umsögn Velferðarsviðs um tillögu til þingsályktunar um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun.

8. Lögð var fram eftirfarandi tillaga til breytinga á 20. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg:

Velferðarráð óskar eftir því að borgarráð endurmeti beiðni ráðsins frá 23. júní 2009 um breytingu á 20. gr. reglna um fjárhagsaðstoð þess efnis að fólk sem haft hefur tekjur við eða undir grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar síðastliðna þrjá mánuði eða lengur, eigi kost á húsbúnaðarstyrk í samræmi við fyrri tillögu ráðsins.
Samkvæmt mati fjármálaskrifstofu, dags. þann 14. júlí 2009, var áætlaður kostnaðarauki vegna þessarar breytingar 6 milljónir kr. á ársgrundvelli.
Í ljósi rekstraruppgjörs sem nú er lagt fram í velferðarráði sem sýnir að fjárhagsaðstoð er undir áætlunum, ítrekar velferðarráð vilja sinn til þess að bæta inn ákvæði varðandi húsbúnaðarstyrk samkvæmt 20. gr. enda mæti það brýnni þörf þeirra sem verst eru settir í samfélaginu.
Um verði að ræða nýjan lið í 20. gr. þar sem fjallað er um styrki vegna húsbúnaðar sem hljóði svo:
d) þegar um er að ræða einstaklinga/hjón/sambúðarfólk sem eiga í félagslegum erfiðleikum og þurfa aðstoð vegna kaupa á nauðsynlegum heimilistækjum. Skilyrði er að tekjur þeirra hafi verið við eða undir grunnfjárhæð til framfærslu samkvæmt reglum þessum síðastliðna þrjá mánuði.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13.50

Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal