No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 24. mars var haldinn 130. fundur s og hófst hann kl. 12:20 að Furugerði 1. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal.
Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni um þjónustu við fatlaða.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Lögð fram tillaga að styrkingu á skammtímaheimili fyrir unglinga.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
4. Kynnt bókhaldsstaða fyrir janúar 2010.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur í janúar 2010 og bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2010.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Ásgarðs handverkstæðis.
7. Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing félags- og tryggingamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík um samstarf vegna ungs fólks í atvinnuleit.
8. Lögð fram til kynningar skýrsla félagsmálaráðherra um velferðarvaktina, janúar 2010.
9. Málefni Ekron - starfsendurhæfingar rædd.
Fundi slitið kl. 13.40
Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Sif Sigfúsdóttir
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal