No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, fimmtudaginn 25. febrúar var haldinn 128. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknar og greiningar „Ungt fólk – Utan skóla 2009“.
Álfgeir Logi Kristjánsson og Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.
2. Lögð fram til kynningar samantekt vinnuhóps um íbúðir fyrir eldri borgara við Menningarmiðstöðina Gerðuberg, janúar 2010.
Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
3. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
4. Kynnt rekstraruppgjör janúar – desember 2009.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar til desember 2009.
6. Lögð fram til kynningar starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2010. Ennfremur lögð fram til kynningar framvinda starfsáætlunar 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 10. febrúar s.l.:
Velferðarráð samþykkir að halda sem fyrst starfsdag um hvernig Reykjavíkurborg getur samþætt opinbera þjónustu við íbúa og tekið við félagslegri þjónustu frá ríki við fólk með fötlun þannig að þjónustan muni þróast þannig að hún verði þeim sem hennar njóta til betra lífs og þeirra sem veita hana til sóma.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
Velferðarráð samþykkir að vísa því til sviðsstjóra að skipuleggja starfsdag velferðarráðs og stjórnenda Velferðarsviðs í marsmánuði.
Breytingartillagan var samþykkt samhljóða.
Eiríkur Sigurðsson vék af fundi kl. 16.05.
8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 10. febrúar s.l. varðandi upplýsingar um stöðu og fjölda lána sem Reykjavíkurborg hefur veitt fólki á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð.
9. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði óskar eftir svörum við því hvort aðrar reglur gildi um unna vinnu starfsfólks á Velferðarsviði en á öðrum sviðum Reykjavíkurborgar, þá sérstaklega hvað varðar yfirvinnu, unna og óunna. Ljóst er að vinnuálag á starfsfólkVelferðarsviðs hefur aukist í kjölfar aukinna verkefna og á köflum er vinna umfram þann tíma sem greitt er fyrir. Sennilega er álag á Velferðarsviði það mesta sem gerist á sviðum borgarinnar í þessu árferði og mikilvægt að gæta vel að vinnuaðstöðu og starfsánægju fólks á sviðinu. Að auki er greinileg skipting á milli kynja eftir starfsfólki sviða og því tengist þetta kynbundnum starfsskilyrðum.
Fundi slitið kl. 16:20
Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Sif Sigfúsdóttir
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal