No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 27. janúar var haldinn 125. fundur s og hófst hann kl. 12.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga sviðsstjóra vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga um flutning á framlagi til Alþjóðahúss ásamt greinargerð:
Velferðarráð samþykkir að kostnaðarstaðurinn „Framlag til Alþjóðahúss“ (09512) ásamt fjárheimildum verði flutt til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lögð fram til kynningar samantekt um flutning fjármuna milli kostnaðarstaða vegna stöðugilda í Barnavernd Reykjavíkur.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Í umfjöllun um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2010 lögðu fulltrúar VG fram þá breytingatillögu að 27. 000.000- yrði varið til fjölgunar á starfsfólki hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fjármangið kæmi sem hluti af hækkuðu útsvari. Fulltrúi VG fagnar fjölgun stöðugilda hjá Barnavernd Reykjavíkur. Jafnframt harmar fulltrúi VG að fjármagnið verði fengið með niðurskurði annarra liða Velferðasviðs. Mikil aukning á álagi sviðsins réttlætir að fjarmagn verði sótt af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.
4. Lögð fram tillaga að úthlutun almennra styrkja til velferðarmála árið 2010.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
5. Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutun styrkja hverfisráða fyrir árið 2009.
6. Lögð fram til kynningar bókhaldsstaða pr. 30. nóvember 2009.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
7. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
8. Lagt fram til kynningar bréf dags. 8. janúar 2010 varðandi undirbúning þriggja ára áætlunar Reykjavíkurborgar 2011-2013 ásamt tímaáætlun.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
9. Lagt fram minnisblað varðandi samning Velferðarsviðs Reykjavíkur við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
10. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi sviðsstjóra Velferðarsviðs og fræðslustjóra með tillögum aðgerðateymis Velferðarsviðs og starfshópsins Barnanna í borginni um úrræði fyrir börn og unglinga.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Óskað er eftir að starfsfólk Velferðarsviðs útfæri hugmyndir um hvort eigi að veita og þá hvernig sérstaka fjárhagsaðstoð til barna sem búa við atvinnuleysi beggja foreldra. Í nýrri skýrslu Velferðarvaktarinnar kemur fram að á landsvísu eru 416 börn sem búa við þessar aðstæður.
Tillögunni er frestað til næsta fundar.
11. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjölda áfrýjunarmála árið 2009.
12. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi Hálendishópinn.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar um Hálendishópinn er staðfest að embættismenn ÍTR hafi ákveðið í sparnaðarskyni og í samráði við Velferðarsvið að bjóða ekki upp á Hálendishópinn nú í ár og í fyrra. Úrræðið hefur hentað mjög vel þeim hópi unglinga í borginni sem eru hvað verst settir og flokkast þá væntanlega undir grunnþjónustu gagnvart viðkvæmustu hópum samfélagsins. Velferðarvakt allra þeirra sem koma að velferðarþjónustu í samfélaginu hefur óskað sérstaklega eftir því að ekki verði dregið úr slíkri grunnþjónustu. Fulltrúar Samfylkingarinnar mótmæla því að þessi ákvörðun hafi verið tekin í samráði embættismanna ÍTR og Velferðarsviðs án nokkurs samráðs við þá sem nýta sér og þekkja þjónustuna. Þá er það mjög ámælisvert að við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar voru kjörnir fulltrúar ekkert upplýstir um þennan niðurskurð á þjónustu þó það sé skylt áður en ákvörðun er tekin um fjármagn til einstakra sviða. Niðurskurður á Hálendishópnum hefur aldrei verið kynntur í velferðarráði, ÍTR né borgarráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í svari sviðsstjóra við fyrirspurn Samfylkingarinnar kemur fram að Hálendishópurinn er á forræði ÍTR þar sem ákvörðun var tekin um að gera ekki ráð fyrir úrræðinu í fjárhagsáætlun þeirra fyrir árin 2009 og 2010. ÍTR hefur lagt fast fjármagn í verkefnið, en Velferðarsvið greitt fjármagn með hverju barni. Velferðarsvið kappkostar áfram að veita þjónustu við hæfi hverju sinni og er áfram gert ráð fyrir sama fjármagni á Velferðarsviði í þjónustu við þennan hóp, sem nýtist í önnur úrræði. Hálendishópurinn var eitt margra annarra úrræða sem stóð til boða fyrir hóp unglinga í vanda, en 7-10 unglingar nýttu sér úrræðið á ári hverju. Ekki var tekin ákvörðun um að hætta alfarið með Hálendishópinn og standa vonir til þess að áfram verði hægt að bjóða unglingum í vanda upp á ferðir sem þessar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eins og fram kemur í fyrirspurn hefur Hálendishópurinn fengið sérstök meðmæli starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur og í rannsókn á vegum Háskóla Íslands kom í ljós að í langflestum tilfellum hafði úrræðið jákvæð áhrif á líf þátttakenda. Ekki hafa verið lögð fram, svo vitað sé, fagleg rök fyrir því að hætta starfseminni eða að annað sambærilegt úrræði komi í stað þessa. Þess vegna er málið sett á dagskrá með þessum hætti.
13. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi leiguhúsnæði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
5#PR leigjenda Félagsbústaða sögðu upp húsnæði sínu á síðasta ári, langflestir til að fara á almennan markað. Á síðastliðnum árum hafa þetta einungis verið einstaka leigjendur. Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar kemur þó fram að meðalleiga hjá Félagsbústöðum er lægri en á almennum markaði, en munurinn er lítill þegar hugsað er um aðstæður fólksins sem fær úthlutað húsnæði hjá Félagsbústöðum á vegum Reykjavíkurborgar. Full ástæða er til að skoða þessa þróun frekar.
14. Lögð fram til kynningar greinargerð Velferðarvaktar félags- og tryggingamálaráðuneytisins um grunnþjónustu og aðferðir við hagræðingu í efnahagsþrengingum.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl. 14.30
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir
Salvör Gissurardóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Hermann Valsson