No translated content text
Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 8. desember var haldinn 1254. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12.20 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Hafdís J. Hannesdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðis-dóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram skýrsla samstarfshóps; “Fjölskyldan í fyrirrúmi” dags. 22. nóvember sl. um vinnu með fjölskyldum barna með ADHD.
Olga Jónsdóttir, félagsráðgjafi kynnti skýrsluna og lagði fram verklagsreglur varðandi vinnu með börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra.
2. Lagður fram samningur Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands dags. 6. desember 2004 um rekstur næturheimilis fyrir heimilislausar konur. Ennfremur lagður fram húsaleigu-samningur dags. 7. desember 2004 milli Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar og Félagsþjónustunnar í Reykjavík um húsnæðið að Eskihlíð 2-4.
Samningarnir voru staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum.
3. Lagt fram til kynningar bréf fjármáladeildar dags. 19. nóvember sl. vegna breytinga á fjárhagsramma Félagsþjónustunnar vegna ársins 2005.
4. Lögð fram greining á bundnum liðum eftir fyrstu 10 mánuði ársins 2004.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
5. Lagður fram til kynningar samningur Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra dags. 5. nóvember 2004 um þjónustu við íbúa í sjálfstæðri búsetu að Einarsnesi 62 a.
6. Lagður fram til kynningar samningur Félagsþjónsutunnar í Reykjavík og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra dags. 5. nóvember 2004 um þjónustu við íbúa í sjálfstæðri búsetu að Skúlagötu 46.
7. Lögð fram trúnaðarbók frá 24. nóvember og 1. desember sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 25. nóvember sl.
9 Önnur mál.
Viðbótarlán: Í samræmi við breytingu á lögum um húsnæðismál verður afgreiðslu viðbótarlána hætt og afgreiðsla 90#PR húsnæðislána mun fara fram hjá Íbúðalánasjóði.
Aðventukaffi Félagsþjónustunnar verður haldið í félags-og þjónustumiðstöðinni að Hraunbæ 105 kl. 16.00, miðvikudaginn 15. desember nk.
Greiðsla desemberuppbótar fer fram á næstu dögum og er kr. 20.349.- til einstaklinga og kr. 32.556.- til hjóna/sambúðarfólks. Uppbótin er greidd þeim sem hafa fengi fulla fjárhagsaðstoð sl. 6 mánuði sbr. 26. gr. reglna um fjárhagsaðstoð.
Útskrift félagsliða verður haldin á Grand Hótel föstudaginn 17. desember nk. nk. kl. 15.30.
Fundi slitið kl. 13.50
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hafdís J. Hannesdóttir
Margrét Einarsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Kolbeinn Már Guðjónsson