No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 13. janúar var haldinn 124. fundur s og hófst hann kl. 12:15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson.
Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga vegna yfirfærslu á verkhluta II í málefnum geðfatlaðra. Greinargerð fylgir. Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti málið.
Tillagan er svohljóðandi:
Lagt er til að í samræmi við viljayfirlýsingu, dags. 28. ágúst 2008, um þjónustu við geðfatlaða, að gengið verði til samninga við félags- og tryggingamálaráðuneytið um yfirfærslu á þjónustu frá ríki til Reykjavíkurborgar í málefnum geðfatlaðra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkir nú að taka yfir þá þjónustu við geðfatlaða sem áður var veitt á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Þannig er búið að yfirfæra alla þjónustu við þennan tiltekna hóp til borgarinnar og er það gleðiefni. Tryggt verður að geðfatlaðir muni eiga kost á búsetu í einstaklingsíbúð sem best hentar hverjum og einum miðað við óskir, aðstæður og þörf fyrir þjónustu. Velferðarráð lítur svo á að þetta sé liður í því að taka yfir þjónustu við fatlaða þannig að nærþjónusta við alla Reykvíkinga verði á einni hendi. Velferðarráð þakkar þeim starfsmönnum Velferðarsviðs sem unnið hafa að málinu, og veit að það er ekki að ástæðulausu að Geðhjálp hafi á 10 ára afmæli sínu nýlega verðlaunað verkefnisstjóra Velferðarsviðs sem ráðinn var til þessa verkefnis.
2. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Í framhaldi af upplýsingum Velferðarsviðs um aðstæður þeirra sem leita eftir þjónustu borgarinnar, óskar velferðarráð eftir því að Velferðarsvið afli upplýsinga frá hjálparsamtökum um fjölda þjónustuþega hjá þeim og félagslega stöðu þeirra. Einnig að Velferðarsvið bjóði hjálparsamtökum upp á faglega ráðgjöf á þessum álagstímum.
3. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar til nóvember 2009, bráðabirgðatölur fyrir desember 2009. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
4. Lagt fram til kynningar samkomulag Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands um aðkomu að rekstri Fjölskyldumiðstöðvar, ráðgjafar- og meðferðarstöð 2008-2010. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
5. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs og Uppeldismeðferðar og ráðgjafar Heiðu ehf. um rekstur skammtímaheimilis fyrir unglinga.
6. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. desember 2009 um samþykkt borgarstjórnar á breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2010.
7. Lögð fram til kynningar tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 5. janúar s.l. um að árið 2010 verði tileinkað velferð barna í Reykjavík.
8. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á 18 ára tímabili 1989 til 2008 fóru rúmlega 200 unglingar sem þurftu að breyta lífi sínu í ferð með Hálendishópnum, ásamt undirbúningi og eftirfylgd. Í nýlegri úttekt á barnaverndarúrræðum sem lögð var fram í velferðarráði 23. júní sl. kemur fram að Hálendishópurinn var eitt þeirra úrræða sem fengu hæstu meðaleinkunn starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur. Þá gaf rannsókn sem gerð var í HÍ á úrræðinu þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og hefur úrræðið þannig verið ómetanlegt. Þrátt fyrir þetta var ekki boðið upp á Hálendishóp á síðasta ári vegna sparnaðar og í fjárhagsáætlun þessa árs er ekki að finna fjármagn fyrir Hálendishópinn og því er spurt:
Er gert ráð fyrir að hætta að bjóða upp á Hálendishópinn fyrir Reykvísk ungmenni? Hvenær var sú ákvörðun tekin og af hverjum?
9. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn;
Óskað er upplýsinga um hversu margir hafa sagt húsnæði sínu lausu hjá Félagsbústöðum á sl. ári samanborið við 3 sl. ár og hvaða ástæður leigjendur hafa gefið upp fyrir uppsögn. Einnig er óskað eftir nýlegum upplýsingum um meðalleigu á mismunandi íbúðastærðum hjá Félagsbústöðum samanborið við meðalverð leiguíbúða á almennum markaði.
Fundi slitið kl. 13.20
Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Jóhanna Hreiðarsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal