Velferðarráð - Fundur nr. 1248

Velferðarráð

Leiðrétt
FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 22. september var haldinn 1248. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.12:30 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. Áheyrnar-fulltrúi:Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar bréf fjármáladeildar Ráðhússins dags. 8. september sl. um niðurstöðu útgjalda vegna bundinna liða í 6 mánaða uppgjöri 2004.

2. Lagt fram bréf Dags Eggertssonar dags. 6. september sl. til borgarráðs vegna meðferðar og umfjöllunar um styrki á vettvangi fagnefnda.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.

- Alfreð Þorsteinsson mætti á fundinn kl. 12:53.

Samþykkt samhljóða að formaður félagsmálaráðs og fjármálastjóri Félagsþjónustunnar leggi fram tillögur um markmið og vinnulag við úthlutun styrkja og samstarfssamninga.

3. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík, dags. 17. september sl.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram minnisblað lögfræðings Félagsþjónustunnar dags. 17. september sl. vegna beiðni félagsmálaráðs um könnun á afgreiðslu annarra sveitarfélaga á viðbótarlánum með tilliti til tekjumarka.
Samþykkt að fresta umræðu um málið þar til tillögur félagsmálaráðuneytis varðandi 90#PR húsnæðislán liggja fyrir.

5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 17. september sl. vegna verklags í tengslum við fyrirhugaða útburði á leigjendum Félagsbústaða hf.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra fjármálasviðs að gera tillögu til viðbótar á verklagi vegna útburðar, með tilliti til þess að upplýsingar um yfirvofandi útburð berist formlega frá Félagsbústöðum hf. til Félagsþjónustunnar.

6. Lögð fram samantekt framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 17. september sl. um fjölda þeirra sem hafa fengið lækkun á grunnupphæð til framfærslu vegna höfnunar á atvinnu.
Umræðu er frestað til næsta fundar.

7. Lögð fram skýrslan “Mat á starfsemi Vesturgarðs vorið 2004”, ágúst 2004.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn varðandi kynningu á skýrslunni:

Samkvæmt skýrslunni segjast rúmlega 70#PR íbúa Vesturbæjar lítið þekkja til Vesturgarðs og innan við 10#PR íbúa segjast hafa nýtt sér þjónustuna undan-farna 12 mánuði.
1. Hvaða skýringar gefa skýrsluhöfundar á þessum niðurstöðum?
2. Eru íbúar Vesturbæjar að leita annað? Og ef svo þá hvert?
3. Telja fulltrúar Reyjavíkurlistans að ætla megi að fleiri muni leita til svokallaðra þjónustumiðstöðva sem fyrirhugað er að setja upp í hverfum borgarinnar? Og ef svo á hverju byggja þeir þá skoðun?
4. Samkvæmt niðurstöðunum hefur fagfólk þeirra stofnana sem að Vesturgarði standa minni tiltrú á starfsemi Vesturgarðs en notendur og tölu-verður hluti fagfólksins telur að Vesturgarður sinni þjónustu síns málaflokks verr en fyrr var gert. Telja fulltrúar Reykjavíkurlistans að svipaðar skoðanir séu meðal fagfólks varðandi tilkomu svokallaðra þjónustumiðstöðva? .

Umræðum um skýrsluna er frestað til næsta fundar.

8. Lögð fram trúnaðarbók frá 8. og 15. september sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir í hjúkrunarrými í júní, júlí og ágúst 2004.

10. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 16. september sl.

11. Önnur mál.
a. Lögð fram til kynningar orðsending frá skrifstofu borgarstjórnar,
dags. 7. september sl. varðandi framlagningu og birtingu fundargerða nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.

b. ,,Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu til ályktunar:
Félagsmálaráð beinir því til Félagsþjónustunnar í Reykjavík að vera á verði vegna hugsanlegrar aukinnar áhættu, m.a. vegna fíkniefnanotkunar, sem börn og unglingar eru í vegna yfirstandandi kennaraverkfalls.“
Ályktunin er samþykkt samhljóða.

c. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á Félagsþjónustunni.
Í ljósi þess að Félagsþjónustan er sú eina af stofnunum borgarinnar sem á að einhverju marki að færast yfir á svokallaðar þjónustumiðstöðvar og að um 80#PR þeirra starfa sem flytjast eiga yfir á þær koma frá Félagsþjónustunni er mikilvægt að félagsmálaráði sé haldið vel upplýstu um allan undirbúning.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir ítarlegum upplýsingum um undirbúningsvinnuna og að þær verði lagðar fram á næsta fundi ráðsins.
Fyrirspurn: Hvar verður ný þjónustumiðstöð staðsett í Breiðholti?

Fundi slitið kl. 13:55.

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Alfreð Þorsteinsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Margrét Sverrisdóttir