Velferðarráð - Fundur nr. 1246

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 8. september var haldinn 1247. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.12:25 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Hafdís J. Hannesdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Kristján Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteins-dóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð vegna Karlasmiðju – endurhæfingu fyrir atvinnulausa
karlmenn, maí 2004.
Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
,,Félagsmálaráð bindur miklar vonir við að endurhæfing fyrir atvinnulausa karlmenn í Karlasmiðjunni muni skila góðum árangri, enda byggir starfið á þeirri góðu reynslu sem fengist hefur með Kvennasmiðjunni. Jafnframt beinir félagsmálaráð því til borgar-stofnana, borgarfyrirtækja og almennra fyrirtækja í borginni að líta til þessa endurhæfða starfskrafts þegar ráða þarf í störf.“

2. Kynning á ársskýrslu Félagsþjónustunnar fyrir árið 2003.
Framkvæmdastjóri þróunarsviðs gerði grein fyrir málinu.

3. Lagðar fram til kynningar helstu niðurstöður úr BA ritgerðinni “Leiðin til velgengni”, úttekt á fjármálanámskeiðum fyrir notendur Félagsþjónustunnar.
Verkefnisstjóri á þróunarsviði gerði grein fyrir málinu.

4. Lagðir fram að nýju eftirfarandi þjónustusamningar, ásamt yfirliti dags. 6. september 2004.:
a) Blindrafélagið
b) Félag einstæðra foreldra
c) Félag eldri borgara
d) Geðhjálp
e) Samtök um kvennaathvarf
f) Samhjálp vegna reksturs félagsmiðstöðvar og kaffistofu auk niður-greiðslu á húsaleigu.
g) Stígamót
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.

5. Lagðar fram til kynningar sameiginlegar niðurstöður og tillögur úr skýrslu nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána, félagsmálaráðuneytið maí 2004.
Stefán Jóhann Stefánsson gerði grein fyrir málinu.

6. Lagt fram til kynningar samkomulag Félagsþjónustunnar og Fræðslumiðstöðvar dags. 21. júlí 2004 um samvinnu og þjónustu við fjölskyldur nemenda með geðrænan og félagslegan vanda sem stunda nám í Brúarskóla.
Ennfremur lagt fram til kynningar “Ráðgjafarskóli”, sérúrræði fyrir nemendur með geðrænan og félagslegan vanda, maí 2003.

7. Lögð fram greining á fjölda atvinnulausra á fjárhagsaðstoð tímabilið janúar til ágúst áranna 2003 og 2004, dags. 8. september 2004.
Framkvæmdastjóri þróunarsviðs gerði grein fyrir málinu.

8. Lögð fram trúnaðarbók 23. og 30. júní, 14. júlí, 5., 18. og 25. ágúst og 5. september ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundum 24. júní, 8. og 22. júlí, 19. ágúst og 2. september sl.

10. Önnur mál.
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf., dags. 8. sept. 2004, varðandi verklag vegna útburða á leigjendum Félagsbústaða hf.
Að gefnu tilefni vill félagsmálaráð taka eftirfarandi fram:
,,Félagsmálayfirvöld í Reykjavík hafa mætt þörfum fólks sem á í húsnæðiserfiðleikum vegna slæmrar félagslegrar og fjárhagslegrar stöðu. Borgin gætir þess í aðstoð sinni að taka tillit til vanda hvers einstaklings um leið og gætt er jafnræðis. Einstaklingsmál eru rædd á lokuðum fundum áfrýjunarnefndar félagsmálaráðs. Trúnaður ríkir um þau gögn sem þangað berast og treystir félagsmálaráð fullkomlega fulltrúum sínum og starfsmönnum til að koma ekki upplýsingum á framfæri við aðra aðila en málið varðar. Félagsmálaráð lýsir furðu sinni á að einstaklingsmál fari í fjölmiðlaumfjöllun þar sem kjörnir fulltrúar og embættismenn eru bundnir trúnaði og geta ekki greint frá þeirri vinnu sem viðhöfð er af hálfu Félagsþjónustunnar og Félagsbústaða í einstaka málum. Félagsmálráð setur almennar reglur um meðferð mála og gerir undantekningar þegar á þarf að halda vegna sérstakra aðstæðna, en tekur ekki þátt í fyrirgreiðslupólitík heldur gætir jafnræðis borgaranna.“

Fundi slitið kl. 14.20
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hafdís J. Hannesdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson