Velferðarráð - Fundur nr. 1245

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 23. júní var haldinn 1245. fundur félagsmálaráðs og hófst
hann kl. 12:05 í fundarherbergi á 2. hæð í Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir,
Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét
Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K.
Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís L. Þórhallsdóttir og
Ólöf Finnsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Kynning á öryggisstefnu og skipulagshandbók Félagsþjónustunnar.
Helga Jóna Benediktsdóttir lögfræðingur mætti á fundinn og gerði nánari grein
fyrir málinu.

2. Lögð fram og rædd tillaga stjórnkerfisnefndar um stofnun þjónustumiðstöðva.
Lagt fram bréf fulltrúa sjálfstæðismanna dags. 18. júní sl. ásamt bréfi
formanns félagsmálaráðs dags. 19. júní sl.
Margrét Sverrisdóttir vék af fundi kl. 13:20
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með tillögu stjórnkerfisnefndar um stofnun
þjónustumiðstöðva í Reykjavík árið 2005. Stofnun þjónustumiðstöðva
samþættir þjónustu Reykjavíkurborgar við einstaklinga og fjölskyldur í
borginni þeim og borginni til heilla. Það er í samræmi við stefnu
félagsmálaráðs og vinnu Félagsþjónustunnar á undanförnum árum þar sem
öll einstaklingsbundin þjónusta hefur verið flutt út í hverfi borgarinnar, sem
næst notendum og lögð hefur verið rík áhersla á samþættingu þjónustuþátta
bæði innan borgarkerfisins og við stofnanir ríkisins.
Þótt margir starfsmenn Félagsþjónustunnar færist á næsta ári yfir til
þjónustumiðstöðva þá verður tryggt náið samráð við þá og stéttarfélög
þeirra. Nýr starfsvettvangur mun verða enn fjölbreyttari þar sem starfsfólk
borgarinnar fær að vinna á þverfaglegan hátt með íbúum borgarinnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans gegn 2 atkvæðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Sjálsfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði gagnrýna harðlega að ósk
þeirra um aukafund í ráðinu til að fjalla um málið áður en það var tekið á
dagskrá borgarráðs skuli hafa verið hafnað. Félagsmálaráð hefur hvorki
fjallað efnislega um tillögu stjórnkerfisnefndar frá 26. maí sl. né tillögu
borgarstjóra frá 22. júní sl. Um tillögur stýrihóps um þjónustumiðstöðvar
bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisfloksins 25. febrúar sl. að ótímabært væri að
taka afstöðu til þeirra fyrr en fyrir lægi nánari útfærsla m.a. m.t.t.
kostnaðar, starfsmannamála og framtíðarstöðu þjónustustofnana
borgarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að tillögurnar snerta nær eingöngu
starfsemi Félagsþjónustunnar því vegna mikillar andstöðu Önnu
Kristinsdóttur formanns ÍTR var hætt við að búta niður þjónustukerfi ÍTR
á sama hátt og þjónustukerfi Félagsþjónustunnar. Tillögurnar fela það í sér
að u.þ.b. 460 borgarstarfsmenn verða ekki lengur starfsmenn
Félagsþjónustunnar heldur heyra undir svokallaðar þjónustumiðstöðvar og
skapar þetta mikið óöryggi meðal starfsmanna og þeim sýnd óvirðing með
litlu samráði. Fyrst núna þegar ákvarðanir hafa verið teknar er rætt við
starfsmenn og þeim tilkynntur orðinn hlutur. Félagsþjónustan hefur unnið
markvisst að því að bæta þjónustuna en engin rök hafa verið færð fyrir því
að með þessum tillögum sé verið að gera þjónustuna skilvirkari eða færa
hana nær borgarbúum eins og gefið hefur verið til kynna. Auk þess fylgir
þessu mikill kostnaðarauki og öll hagræðingaráform er afar óljós.

3. Lagt fram til kynningar minnisblað um foreldra- og uppeldisnámskeiðið ”Að
alast upp aftur, annast okkur sjálf, annast börnin okkar.”

4 Lögð fram trúnaðarbók 1. júní 2004 og 10. júní 2004 ásamt heildaryfirliti um
ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

5. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundum 10. júní 2004.

6 Sagt var frá því að félagsmiðstöðinni að Lönguhlíð hefur tæmst arfur. Gjöfinni
hefur verið ráðstafað til samræmis við óskir arfleiðanda. Félagsmálaráð þakkar
höfðinglega gjöf.

7. Sagt var frá umbun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2003 sem veitt var 16. júní
sl.

Fundi slitið kl. 13:40
Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir