No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2009, miðvikudaginn 9. desember var haldinn 122. fundur s og hófst hann kl. 12.20 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 27. nóvember s.l. varðandi tillögu, sem borgarráð samþykkti á fundi þann 26. nóvember sl. að vísa til velferðarráðs, um fjölgun stöðugilda hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Samþykkt samhljóða og vísað til frekari útfærslu sviðsstjóra.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Á fundi velferðarráðs í dag var lagt fram minnisblað varðandi framvindu viðbragðsáætlunar í Barnavernd og til frekari stuðnings börnum í borginni. Þar er farið yfir þær fjölmörgu aðgerðir sem gripið hefur verið til til stuðnings börnum undanfarið ár en jafnframt kemur þar fram að mikilvægt er að gera betur. Sérstakt aðgerðateymi á Velferðarsviði fylgist náið með barnaverndartilkynningum og stöðu mála almennt hjá Barnavernd Reykjavíkur. Nú liggur fyrir að tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur hefur fjölgað um 15,7#PR milli janúar til október samanborið við janúar til október 2008 og tilkynnt hefur verið um 12,1#PR fleiri börn á sama tímabili. Brugðist var við auknu álagi í vor með viðbótarstöðugildi. Nú er ljóst að álagið er ennþá mikið og því þykir rétt að styrkja starfsemina enn frekar. Líklegt er að á næstu árum muni tilkynningum um börn sem þurfa aðstoð barnaverndar, halda áfram að fjölga og að álag muni aukast á þennan hluta velferðarþjónustu samfélagsins.
Sviðsstjóra Velferðarsviðs er falið að útfæra fjölgun stöðugilda í samræmi við mat sérfræðinga í málaflokknum.
Útgjöld vegna viðbótarstöðugildanna rúmast innan fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs með tilfærslum á milli kostnaðarliða.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Lagt er til að einstaklingur/hjón/sambúðarfólk sem fær/fá fulla fjárhagsaðstoð til framfærslu í desember 2009 fái greiddar 6.000 kr. aukalega vegna hvers barns sem á lögheimili hjá viðkomandi.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er afar ánægjulegt að velferðarráð samþykki nú einróma 6000 kr. desemberuppbót vegna hvers barns sem er á framfæri þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg. Þetta er til samræmis við það sem gerist hjá ýmsum öðrum sveitarfélögum. Í síðasta mánuði voru 375 börn á framfæri foreldra sem lifa á fjárhagsaðstoð, 115.567 kr. á mánuði. Í desembermánuði er allra sárast að búa við fátækt þar sem fólk vill eðlilega gleðja sína nánustu á jólahátíðinni. Mest um vert er þó sú staðreynd að Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2004 greitt þeim sem eru með tekjur við viðmiðunarmörk fjárhagsaðstoðar mánaðarlega með hverju barni, nú 11.365 kr., en það er á ábyrgð sveitarfélagsins að tryggja fólki lágmarksframfærslu allt árið um kring. Vonandi er þessi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bara fyrsta skrefið og í framhaldinu komi tillaga í borgarstjórn um hækkun grunnfjárhæðar.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Vinstri græn fagna þeirri ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar að greiddar verði 6.000 króna desemberuppbót vegna barna á heimili þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Bent er þó á mikilvægi þess að hækka fjárhagsaðstoð um 18.000 krónur á mánuði og heimildargreiðslur samsvarandi, eins og tillaga Vinstri grænna frá því í nóvember hljóðar upp á. Því miður var þeirri tillögu hafnað. Þær 6.000 krónur sem samþykktar eru nú eru því skammgóður vermir fyrir fólk sem þarf að treysta á síðasta öryggisnet samfélagsins sem er framfærsluskylda sveitarfélaga í gegnum fjárhagsaðstoð.
3. Lagt fram að nýju bréf borgarráðs, dags. 17. júlí 2009, ásamt drögum að endurskoðuðum reglum um úthlutun styrkja á vegum hverfaráða.
Drögin voru samþykkt samhljóða.
4. Kynnt bókhaldsstaða 30. september 2009.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
5. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Elínbjörg Magnúsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.45.
6. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis um Barnavernd Reykjavíkur ásamt stöðumati vegna viðbragðsáætlunar í barnavernd og til frekari stuðnings börnum í borginni sem samþykkt var á fundi velferðarráðs 10. júní s.l.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Lagt fram til kynningar minnisblað Velferðarsviðs um öryggisíbúðir fyrir aldraða í Fróðengi 1-11.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Nýjar þjónustuíbúðir Eirar við Fróðengi voru vígðar nýlega. Velferðarsvið úthlutar nú í 7 þjónustuíbúðir fyrir eldri Reykvíkinga sem ekki geta búið heima og þurfa aðstoð við útvegun húsnæðis. Leiguverð þessara íbúða er eftirfarandi:
- í 2 íbúðir er leigan 90 – 100 þús. kr. á mánuði auk þjónustugjalds 19.300 kr.
- í 5 íbúðir er leigan 130 -150 þús. kr. á mánuði auk þjónustugjalds 19.300 kr.
Fulltrúum Samfylkingarinnar í velferðarráði finnst ekki boðlegt að bjóða upp á þjónustuíbúðir fyrir tekjulága eldri Reykvíkinga á verði sem er frá 110 – 170 þús. kr. á mánuði með þjónustugjaldi. Hlutverk Reykjavíkurborgar er fyrst og fremst gagnvart þeim hópi. Eldri borgarar sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa útborgað á mánuði um 155 þús. kr.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirgfarandi bókun:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks því að nú sé hægt að bjóða einstaklingum og hjónum á biðlista hjá Reykjavíkurborg öryggisíbúðir við Fróðengi 1-11. Með úthlutuninni er komið til móts við þá hugmyndafræði Reykjavíkurborgar að byggja ekki sérstaklega fyrir einstaklinga á biðlistum eftir þjónustu- og öryggisíbúð hjá Reykjavíkurborg heldur leigja eða kaupa um 20#PR íbúða í þeim þjónustu- og öryggisíbúðahúsum sem byggð eru. Íbúðirnar eru mjög góður valkostur fyrir ákveðinn hóp eldri borgara sem ekki getur keypt sér íbúð en hefur tök á að leigja með þessum hætti og hefur þörf fyrir mikla þjónustu.
Byggingarkostnaður hefur aukist gríðarlega undanfarið og er rétt að geta þess að íbúðirnar við Fróðengi eru enn í byggingu. Til samanburðar við leiguverðið að Fróðengi má geta þess að 48fm íbúð við Lindargötu sem borgin leigir er á um 85.000, sambærileg stærð af íbúð í Fróðengi verður á milli 90 - 100 þúsund.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eitt af þeim skilyrðum sem fólk þarf að uppfylla til að fá þjónustuíbúð eldri borgara á vegum Reykjavíkurborgar er að “umsækjandi hafi að mati félagsráðgjafa/ráðgjafa ekki möguleika á því að kaupa eigið húsnæði/búseturétt í húsnæði sem hentar. ”Rétt er að byggingarkostnaður hefur aukist gríðarlega eins og annað í samfélaginu og því mikilvægt að velferðarsvið borgarinnar hugi sérstaklega að þeim sem lægstar tekjurnar hafa og minnsta möguleika á hinum almenna húsnæðismarkaði eins og reglurnar gera ráð fyrir.
8. Lögð fram til kynningar ályktun Velferðarvaktar félags- og tryggingamálaráðuneytis um ungt fólk í atvinnuleit.
9. Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd unnin að beiðni Velferðarvaktarinnar fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið í október 2009 um fjölgun barnaverndartilkynninga árin 2005-2009.
10. Lögð fram til kynningar rannsókn Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd unnin fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið um viðbrögð félagsþjónustu og barnaverndar við ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Jafnfram lögð fram rannsókn á viðbrögðum skólastjóra tíu grunnskóla.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 14.05
11. Lögð fram skýrsla atvinnumálahóps borgarráðs frá 15. nóvember s.l. um leiðbeinandi viðmið um forgangsröðun í atvinnumálum, ásamt bréfi borgarhagfræðings, dags. 17. nóvember s.l.
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi og Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.
12. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Borgarstjórn samþykkti einróma 3. nóvember sl. tillögu Samfylkingarinnar um að unnin verði úttekt á þróun, stöðu og afleiðingum ójöfnuðar í samfélaginu ásamt hugmyndum að viðbrögðum og aðgerðum til að bregðast við. Tillögunni var vísað til meðferðar á Velferðarsviði. Málið hefur ekki verið kynnt velferðarráði eins og ætíð er gert þegar borgarstjórn samþykkir mál og vísar til fagsviðsins. Því er spurt hvar úttekt á ójöfnuði er stödd í velferðarkerfi Reykjavíkurborgar?
Fundi slitið kl. 14.50
Eiríkur Sigurðsson
Elínbjörg Magnúsdóttir Hallur Magnússon
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Drífa Snædal