Velferðarráð - Fundur nr. 1163

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 20. júní var haldinn 1163. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:15 í borgarráðsherberginu. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdótitr, Hreinn Hreinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sigríur Jónsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir kaup Félagsbústaða hf. á félagslegum íbúðum frá júní 1997-júní 2001. Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða og Gylfi Thorlacius hrl. mættu á fundinn og sátu undir lið 1-8.

2. Lögð fram tillaga um úthlutun viðbótarlána dags. 20. júní 2001. Guðrún Árnadóttir gerði grein fyrir málinu.

3. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, dags. 20. júní 2001. Guðrún Árnadóttir gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 17. maí 2001 um breytingu á tekju- og eignamörkum vegna viðbótarlána.

5. Lagt fram yfirlit yfir fasteignaverð í fjölbýli í Reykjavík. Meðaltal mars-apríl 2001.

6. Lögð fram tillaga starfshóps um húsnæðismál dags. 19. júní 2001 um nýjar starfsreglur. Guðrún Árnadóttir gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

7. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra dags. 19. júní 2001 um að íbúðum með innlausnarskyldu að Lindargötu verði breytt í félagslegar leiguíbúðir og þær seldar Félagsbústöðum. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

8. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra dags. 19. júní 2001 um breytingu á gjaldskrá vegna húsnæðismála. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu dags. 20. júní 2001 varðandi fjárstyrk í verkefnið “Samvera og súpa”. Félagsmálstjóri gerði grein fyrir málinu. Málinu er vísað til umsagnar ráðgjafarsviðs.

10. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. júní 2001 um stöðu lektors í félagsráðgjöf.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ráðgjafasviðs dags. 19. júní 2001 varðandi samning Félagsþjónustunnar við Jóhann Loftsson vegna fjölskylduráðgjafar/- viðtala ásamt fylgiskjölum. Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf fjármáladeildar dags. 12. júní 2001 um úthlutun fjárhagsramma ársins 2002. Forstöðumaður fjármála- og rekstrar gerði grein fyrir málinu. Félagsmálaráð samþykkir að fela félagsmálastjóra að vinna tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2002. Áætlunin miði að því að heildarútgjöld vegna félagsmála að frátöldum liðunum styrkir og ófyrirséð nemi ekki hærri fjárhæð en tveimur milljörðum átta hundruð sjötíu og fjórum milljónum. Um vinnu að áætlunum og meðferð þeirra fari samkvæmt verklagsreglum.

13. Lögð fram að nýju umsókn Mæðrastyrksnefndar dags. 5. júní 2001 um fjárstyrk. Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr 1.000.000.-

14. Lögð fram til kynningar breyting á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerði grein fyrir málinu.

15. Lagt fram yfirlit yfir umbun Félagsþjónustunnar fyrir rekstur og þjónustu ársins 2000. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.

16. Lögð fram drög að umsögn starfshóps um frumvarp til barnaverndarlaga. Málið verður lagt fram að nýju á fyrsta fundi félagsmálaráðs að loknu sumarleyfi.

17. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 13. júní 2001.

18. Lagt fram yfirlit verkefnisstjóra þróunarsviðs yfir afleiðingar hækkandi leiguverðs fyrir notendur Félagsþjónustunnar.

19. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. júní 2001 um hverfabundið samstarf borgarstofnana í vesturbæ. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: 1. Með hvaða hætti hyggst Félagsþjónustan skipuleggja félagsþjónustu í Vesturgarði? Hvert verður nákvæmt verksvið félagsþjónustuþáttarins í Vesturgarði? 2. Mun Félagsþjónustan bera ábyrgð á starfsemi félagsþjónustunnar í Vesturgarði? 3. Hvað kallar starfsemi félagsþjónustu í Vesturgarði á mörg stöðugildi? 4. Verður fækkað annar staðar hjá Félagsþjónustunni samsvarandi fjölda stöðugilda? 5. Hver er heildarkostnaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík v/stofnunar Vesturgarðs og hver verður árlegur rekstrarkostnaður v/félagsþjónustuþáttarins?

20. Önnur mál. Félagsmálaráð óskar eftir að Umboðsmaður barna verði boðaður til fundar ráðsins að sumarleyfi loknu þar sem hann gerir grein fyrir þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Sagt var frá því að í dag mun heimasíða Félagsþjónustunnar opnuð almenningi.

Fundi slitið kl. 13:50

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ólafur F. Magnússon