Velferðarráð - Fundur nr. 10

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 13. apríl var haldinn 10. fundur s og hófst hann kl. 12.26 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gísli Helgason. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Guðmundur St. Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs og formaður Velferðarráðs gerðu grein fyrir málinu.

2. Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir Velferðarráð sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 5. apríl 2005.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 11. apríl 2005 um breytingu á gjaldskrá stuðningsfjölskyldna.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram tillaga að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á áfengis-lögum nr. 75/1998.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur fjallað um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem liggur fyrir 131. löggjafarþingi 2004-2005. Frumvarpið hefur það að markmiði að lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár.
Velferðarráð Reykjavíkurborgar lýsir sig andsnúið lækkun áfengiskaupaaldurs. Lækkun áfengiskaupaaldurs myndi auka aðgengi unglinga að áfengum drykkjum og vínveitingahúsum og þar með stuðla að aukinni drykkju þeirra. Það er meginmarkmið Velferðarráðs og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að seinka eins og mögulegt er drykkju unglinga, þannig að þau nái að þroskast án vímuefna.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá.

Gísli Helgason vék af fundi kl. 13:58.

5. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 31. mars 2005.

6. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 6. apríl 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði 16. mars 2005 um æfingagjöld barna í íþróttun.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar Velferðarráðs.

Fundi slitið kl. 14:15.

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir