Velferðarráð - Fudnur nr. 1249

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 13. október var haldinn 1249. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.12.22 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Hafdís J. Hannesdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 30 september 2004 um áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráð.
Nýr áheyrnarfulltrúi, Kolbeinn Már Guðjónsson var boðinn velkominn.

2. Lögð fram greinargerð fjármálastjóra fjármálasviðs dags. 11. október 2004 vegna bundinna liða miðað við bókhaldsstöðu 30. ágúst 2004 ásamt útkomuspá.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri þróunarsviðs gerðu grein fyrir málinu.

3. Lögð fram tillaga dags. 11. október 2004 að reglum um styrkjaúthlutun félagsmálaráðs.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.
Reglurnar eru samþykktar með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

4. Lögð fram fyrstu drög að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2005 ásamt tillögum að gjaldskrárbreytingum ásamt yfirliti yfir áætlaðan tekjuauka vegna breytinga á gjaldskrám. Drög að starfsáætlun voru lögð fram á fundinum. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að ræða drögin á næsta fundi, sem verður fimmtudaginn 21. okt. nk. kl. 14.00-16.00.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir tillögu að nýrri gjaldskrá í heimaþjónustu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir tillögu að gjaldskrá fyrir fæði, veitingar og akstur í félagsstarfi.
Tillagan er samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs lagði fram tillögu um vísitöluhækkun á þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum.
Tillagan er samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs lagði fram minnisblað vegna tillögu að gjaldskrá í félagsstarfi og gerði grein fyrir tillögunni.
Málinu er frestað.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs lagði fram drög að fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

Margrét Einarsdóttir vék af fundi kl. 14:15

5. Lagt fram minnisblað varðandi tillögu verkefnisstjóra á þjónustusviði dags. 11. október 2004 varðandi ný nöfn á tvennskonar starfsemi.
Tillagan er samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

6. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra dags. 11. október 2004 um breytingar á rekstri unglingasmiðjanna.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
Tillagan er samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

7. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra dags. 11. október 2004 um breytingar á starfsemi Fjölskylduþjónustunnar Lausnar.
Tillagan er samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

8. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 6. september 2004 um skipun samráðshóps um aðstæður heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.

9. Lögð fram að nýju samantekt framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 17. september sl. um fjölda þeirra sem hafa fengið lækkun á grunnupphæð til framfærslu vegna höfnunar á atvinnu.
Málinu er frestað.

10. Lagt fram fréttabréf Félagsþjónustunnar í Reykjavík – annálsblað 2003.

11. Lagt fram svar dags. 12. október 2004 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði 22. september 2004 um fyrirhugaðar breytingar á Félagsþjónustunni.

12. Lögð fram trúnaðarbók frá 23. september og 6. október sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

13. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 30. september sl.

14. Lögð fram að nýju skýrslan “Mat á starfsemi Vesturgarðs vorið 2004”, ágúst 2004. Ennfremur lagt fram svar dags. 12. október 2004 við fyrirspurn fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins á fundi félagsmálaráðs 22. september 2004.

Hafdís J. Hannesdóttir vék af fundi kl. 14:30.

15. Önnur mál.
Lögð fram minnisblöð framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf. í þeim einstaklingsmálum þar sem útburður hefur farið fram að undanförnu

Fundi slitið kl. 14.45
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hafdís J. Hannesdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kolbeinn Már Guðjónsson