No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 11. apríl, var haldinn 211. fundur s og hófst hann kl. 13.12 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Af hálfu starfsmanna; Stella K.Víðisdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Birna Sigurðardóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt skýrslan „Hagir eldri borgara“, útgefin af Capacent.
Sigríður Ólafsdóttir frá Capacent sat fundinn undir þessum lið og kynnti skýrsluna.
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 13.18.
Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl.13.55.
2. Lagðar fram tillögur um úthlutun Hvatningarverðlauna velferðarráðs fyrir árið 2012.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Þorleifur Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl.14.05.
Samþykkt samhljóða. Vísað til kynningar í borgarráði og borgarstjórn.
3. Lögð fram til kynningar stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017 sem samþykkt var í velferðarráði í 20. desember 2012.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 14.20.
4. Lagt fram til kynningar minnisblað um þjónustu og öryggisíbúðir fyrir aldraða.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að meta þarf þörf fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík í næstu framtíð og bjóða út lóðir sem samsvarar þeirri þörf. Á biðlista eftir húsnæði eru nú um 300 manns þrátt fyrir að biðlistar hafi styst undanfarin ár enda var mjög mikil áhersla lögð á byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða á síðasta kjörtímabili. 30#PR biðlistans eru í mikilli þörf. Vel getur verið að aukin heimahjúkrun og þjónusta inn á heimili dragi úr þörf fyrir sérstakar íbúðir og eldri borgarar kjósi frekar að fá þjónustuna heim og er það mjög jákvæð þróun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bókað um nauðsyn þess að stefnu velferðarráðs um málefni eldri borgara fylgi aðgerðaráætlun. Áætla verður þörf fyrir uppbyggingu í takt við fjölgun eldri borgara á næstu árum ásamt heimahjúkrun og heimaþjónustu. Algjörlega er orðið tímabundið að sú aðgerðaráætlun fari að líta dagsins ljós.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Að mati fulltrúa Vinstri grænna þarf að byggja fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraða og í raun ætti það að vera í forgangi hvað varðar aðgerðir borginnar vegna húsnæðismála eldri borgara. Þjónustuíbúðir borgarinnar eru leiguíbúðir og færar má rök fyrir fjölgun leiguíbúða fyrir aldraða vegna versnandi fjárhags.
Fækkun á biðlistum er rannsóknarefni en samt sem áður er nú beðið eftir 283 íbúðum og þar bíður fólk sem vegna heilsufars, aldurs, félagslegra aðstæðna eða annarra ástæðna hefur skilgreindan rétt á þjónustuíbúð.
Þar sem um er að ræða leiguhúsnæði borgarinnar þarf að hafa það í huga að húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur hafa nánast ekkert hækkað síðan í júlí 2008 á meðan húsaleiguhækkun nálgast 40#PR.
5. Lagt fram minnisblað varðandi niðurfellingu bráðabirgðaákvæðis um 4 ára atvinnuleysisbótarétt.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
6. Kynnt minnisblað Velferðarsviðs um starfsemi heimilis fyrir heimilislausar konur.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs og framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða gerðu grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að minnisblað um starfsemi heimilis fyrir heimilislausar konur verði vísað í starfshóp um stefnu vegna málefna utangarðsfólks.
Samþykkt samhljóða.
7. Kynnt minnisblað vegna aukins rekstrarkostnaður við heimili fyrir börn.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
8. Lögð fram til kynningar umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um útlendinga.
Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl. 15.30.
Fundi slitið kl. 15.36
Diljá Ámundadóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)
Marta Guðjónsdóttir (sign) Sverrir Bollason (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)