No translated content text
Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 17. desember var haldinn 1255. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 13.40 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Hafdís J. Hannesdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga fjármálasviðs dags. 15. desember sl. um hækkun viðmiðunarupphæðar fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2005.
Tillagan var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.
2. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 1. desember sl. varðandi álit Umboðsmanns Alþingis; mál nr. 4064/2004 og 4070/2004. Ennfremur lagt fram minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 16. desember sl.
Samþykkt var að óska eftir umsögn stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar varðandi málið.
3. Lagt fram bréf innri endurskoðunardeildar Reykjavíkurborgar dags. 14. desember sl. ásamt minnisblaði dags. sama dag.
Ágúst Hrafnkelsson og Anna Margrét Jóhannesdóttir frá innri endurskoðunar-deild Reykjavíkurborgar mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Ákveðið var að skoða nánar einstaka þætti skýrslunnar og efna til umræðu um þá síðar.
4. Lögð fram tillaga dags. 12. desember sl. að afgreiðslu styrkja til félagsmála vegna ársins 2005.
Samþykkt með áorðnum breytingum.
Ákveðið að fresta ákvörðun um styrki hjá þeim sem áður höfðu fengið niðurfellingu fasteignagjalda í gegnum borgarráð. Einnig ákveðið að fresta ákvörðun varðandi nýja þjónustusamninga.
5. Lagt fram til kynningar yfirlit þróunarsviðs dags. 15. desember sl. um greiðslur samkvæmt grein 16. a og b í reglum um fjárhagsaðstoð.
6. Lögð fram skýrsla framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 15. desember sl. um stöðu sérstakra húsaleigubóta.
7. Lögð fram að nýju drög að reglum um Ferðaþjónustu fatlaðra.
Drögin voru samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.
- Guðrún Ebba Ólafsdóttir vék af fundi kl. 15.05.
8. Lagt fram bréf Félags eldri borgara dags. 8. desember sl. um tilnefningu í starfshóp vegna akstursþjónustu fyrir aldraða.
Samþykkt var að starfshópinn skipi; Björk Vilhelmsdóttir, formaður félags-málaráðs, Jórunn Frímannsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í félagsmálaráði,
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Harpa Jóhanns-dóttir, forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvarinnar að Vesturgötu 7.
9. Lagt fram til kynningar bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 8. desember sl. um breytingu á lögum um húsnæðismál.
10. Lögð fram trúnaðarbók 8. og 15. desember sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
11. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 9. desember sl.
Fundi slitið kl.15.05
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán J. Stefánsson Hafdís J. Hannesdóttir
Margrét Einarsdóttir
Kolbeinn Már Guðjónsson