Velferðarráð - 1250. fundur

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, fimmtudaginn 21. október var haldinn 1250. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.14.15 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur St. Ragnarsson, sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fjármáladeildar dags. 15. október um breytingar á fjárhags-ramma 2005.
Formaður félagsmálaráðs, félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerðu grein fyrir málinu.

2. Lögð fram að nýju tillaga að gjaldskrá í heimaþjónustu dags. 11. október sl. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúaSjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði gagnrýna harðlega hækkanir R-listans á gjaldskrám í heimaþjónustu og félagsstarfi. Enn á ný er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er það eru fyrst og fremst aldraðir og öryrkjar sem verða fyrir barðinu á þessum hækkunum.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Heimaþjónusta hefur verið veitt á mjög vægu og verulega niðurgreiddu verði og verður svo áfram. Við þessa breytingu er áætlað að endurgreiðsluhlutfall í heimaþjónustu hækki úr 12,3#PR í 15,3#PR. Gert er ráð fyrir að stór hópur notenda verði undanþeginn gjaldi. Hækkunin er ekki mikil fyrir flesta hópa en yfir 70#PR notenda fá hækkun sem nemur aðeins kr. 600-900 á mánuði. Þær breytingar sem hér eru gerðar eru eingöngu miðaðar við það að gjaldið þeki um þriðjung af kostnaði við virka vinnustund. Það er fráleitt að halda því fram, eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera í bókun sinni, að með þessari breytingu sé verið að vega að notendum. Þvert á móti er þess vandlega gættt að þeir hópar sem eru verst settir hvað tekjur varðar, greiði lágt eða ekkert gjald. Breytingar á gjaldskrá fyrir fæði, veitingar og félagsstarf eru miðaðar við verðlagsbreytingar eða eru til einföldunar, t.d. með einni samræmdri gjaldskrá og við það miðaðar að gjaldið dugi fyrir hráefniskostnaði. Niðurgreiðsluhlutfallið verður því svipað og áður.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndaflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi F-listans óskar bókað að hann leggst gegn hækkunum á gjöldum vegna heimaþjónustu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þessi orðmarga bókun R-listans breytir í engu þeirri staðreynd að hér er um auknar álögur á öryrkja og aldraða að ræða.

3. Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá í félagsstarfi dasg. 20. október sl.
Formaður félagsmálaráðs og framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerðu grein fyrir málinu.
Tillagan samþykkt samhljóða.

- Alfreð Þorsteinsson vék af fundi kl. 14.45.

4. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2005.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir drögum að starfsáætlun.
Starfsáætlun er vísað til borgarráðs.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun. Lagt er til að félagsmálaráð samþykki beiðni til borgarráðs um viðbótar-fjármagn árið 2005 vegna fjölgunar barna í tímabundnu fóstri samkvæmt ákvörðun barnaverndarnefndar, samtals kr. 19.986.952.-
Fjárhagsáætlun er vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 15.52.

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Margrét Einarsdóttir Kolbeinn Már Guðjónsson