No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 22. mars kl. 14.00 var haldinn 77. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Einar Kristjánsson, Gunnar Hersveinn, Þórólfur Jónsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a. Lögð fram 153. fundargerð Strætó bs.
b. Lögð fram 283. fundargerð Sorpu bs.
2. Ársreikningur Strætó bs.
Kynning á rekstrarniðurstöðum Strætó bs. árið 2010.
Einar Ö. Benediktsson, Reynir Jónsson og Hörður Gíslason komu á fundinn.
3. Sorpa bs. – Tillaga um seturétt fulltrúa Sorpu bs.
Lagt fram á ný bréf Sorpu bs. dags. 20. desember 2010 þar sem með fylgdi fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs., sem samþykkt var í stjórn þess 22. nóvember 2010 og umsögn fjármálastjóra borgarinnar og Umhverfis-og samgönguráðs.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að framkvæmdastjóri Sorpu bs. eða fulltrúi hans öðlist seturétt á fundum umhverfis- og samgönguráðs og hafi þar málfrelsi og tillögurétt, þegar fjallað er um mál sem beinlínis hafa áhrif á úrgangsmál eða þróun þeirra.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillögunni var frestað að ósk fulltrúa Vinstri grænna.
Umhverfis- og samgönguráð tekur undir umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.
Oddný Sturludóttir kom á fundinn.
4. Sorpmál.
Kynnt staða mála.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að fresta gildistöku 15 m skrefagjalds frá 1. apríl til 1. maí n.k.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að áður en borgin fer að innheimta gjald út af svokallaðri 15 metra reglu, séu einstaka vafaatriði túlkuð borgurunum í hag, og hvarvetna sýni borgin sanngirni og sveigjanleika í þágu viðskiptavinarins. Það er fagnaðarefni að gjaldtökunni skuli nú vera frestað um einn mánuð, því enn eru ýmis mikilvæg álitaefni óútkljáð.
5. Snjómokstur gatna og gönguleiða í Reykjavík.
Kynning.
Sighvatur B. Arnarson kom á fundinn.
6. Hafnarstræti sem göngugata.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs með greinargerð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
7. Úrbætur í umferðaröryggismálum 2011.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs.
Tillagan var samþykkt samhljóða
8. Gjaldskylda við World Class – Laugar.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 16. mars 2011 með tillögu um gjaldskyldu 30 bílastæða við World Class – Laugar í Laugardal. Jafnframt lagt fram á ný erindi hagsmunaaðila í Laugardal, mars 2010.
Tillagan var samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að gjaldskylda sé til kl. 18.
Claudia Overesch vék af fundi kl. 18.07
9. Lokun endurvinnslustöðvar á Kjalarnesi.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 10. mars 2011.
10. Fyrirspurn.
Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í skólamálum, munu leiða til sameiningar skóla og lengri gönguleiða skólabarna. Kannanir sýna að það mun leiða til þess að fleiri börn verða keyrð til skóla en áður, sem gengur gegn markmiðum borgarinnar í samgöngumálum og dregur úr öryggi fyrir þá sem áfram koma gangandi. Mikið og gott starf hefur verið unnið í að auka öryggi á gönguleiðum skólabarna, en með sameiningu skóla er ljóst að fjöldi barna mun ganga nýjar leiðir sem ekki hafa verið gönguleiðir skólabarna hingað til. Því spyrja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins:
1. Var þessi þáttur málsins skoðaður áður en tillögur að sameiningu skóla voru lagðar fram?
2. Til hvaða aðgerða á að grípa til að tryggja öryggi skólabarna á þeim nýju leiðum sem verða til, ef af breytingunum verður?
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svörin. Greinilegt er af þeim að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki gert neinar ráðstafanir vegna lengri gönguleiða skólabarna í kjölfar hugsanlegrar sameiningar og samreksturs skóla í Reykjavík. Þau börn sem eru svo óheppin að lenda í þessum aðgerðum meirihlutans, munu því ekki njóta sömu þjónustu og önnur grunnskólabörn, en mikið og gott starf hefur verið unnið á undanförnum árum í að gera gönguleiðir skólabarna öruggar. Nýju gönguleiðirnar eru algerlega ókannaðar að þessu leyti.
11. Frumvarp til nýrra umferðarlaga.
Lögð fram til kynningar umsögn um frumvarpið.
12. Heiðmörk – deiliskipulag.
Lögð fram á ný umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 14. febrúar 2011.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17.40
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Páll Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir