No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, föstudaginn 12. nóvember kl. 10.00 var haldinn 65. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristína Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Gísli Marteinn Baldursson, Pawel Bartoszek og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Gunnar Hersveinn, Eygerður Margrétardóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Þórólfur Jónsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Viðhorfskönnun.
Gunnar Hersveinn kynnti niðurstöður úr Capacent þjónustukönnun, sértækar spurningar Umhverfis- og samgöngusviðs.
2. Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna:
1. Hvað stunduðu margir 8. bekkingar Vinnuskólann síðastliðið sumar?
2. Hvað voru margir leiðbeinendur í vinnu hjá Vinnuskólanum síðastliðið sumar vegna 8. bekkinga í Vinnuskólanum?
3. Ef lögð yrði niður vinna 8. bekkinga í Vinnuskólanum, hve mörgum börnum sem ekki fengju vinnu vegna þess byðist fjölbreytt námskeið á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs og yrðu þau námskeið þeim að kostnaðarlausu?
4. Ef Íþrótta og tómstundasvið tæki við þessum börnum, myndi fjármagn fylgja með og þá, hvað yrði upphæðin há fyrri árið 2011?
5. Hvað yrði sparnaðurinn mikill hjá Umhverfis- og samgöngusvið, ef af þessu yrði?
6. Ef af þessari breytingu verður, yrði það þá tryggt að þeir eldri borgarrar sem ekki geta synt garðhirðu vegna heilsu sinnar verði tryggð samsvarandi garðaþjónusta og veitt hefur verið undanfarin ár?
Lagt fram skriflegt svar.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði telur forvarnargildi þess að bjóða 8. bekkingum starf í Vinnuskólanum, slíkt að Reykjavíkurborg verði að kosta til. Í stað þess að það sé festa í deginum þessar 3 vikur, þar sem börnin þurfi að vakna og sinna skyldum sínum þá kemur tómarúm sem „fjölbreytt námskeið á vegum ÍTR“ fylla ekki upp í. Spyrja má, hvaða sparnaður hlýst af þessari breytingu ef verið er að færa fjármagn frá sviðinu til ÍTR, eigi námskeið að vera ókeypis og hvort skylda eigi börnin á námskeið. Það er hinsvegar ljóst að með þessu er verið að bjóða þessum árgangi upp á að missa tekjur en reikna má með að börn í vinnuskólanum séu frekar úr hópi barna tekjulægri foreldra. Það er ennfremur ljóst að vinna barnanna hefur haft mikið samfélagslegt gyldi því að ef af umræddri breytingu verður munu þeir eldriborgarrar sem ekki geta sinnt garðhirðu vegna heilsu sinnar og efnahags ekki, tryggð samsvarandi garðaþjónusta og veitt hefur verið undanfarin ár? „
3. Úrgangsmál – framtíðarstefna.
Fulltrúar meirihluta Umhverfis- og samgönguráðs lögðu fram svohljóðandi tillögu um framtíðarmál í úrgangsmálum:
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á sorphirðu frá heimilum í Reykjavík:
1. Sorp verði framvegis sótt á 10 daga fresti í stað 7 daga. Þetta er í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar komi til framkvæmda 1. janúar 2011.
2. Sorpílát verði að hámarki sótt 15 metra inn á lóð. Íbúar geti keypt viðbótarþjónustu þar sem ílát eru sótt lengra. Hægt verði að sækja um undanþágu frá gjaldtöku fyrir viðbótarþjónustu samkvæmt nánari reglum. Breytingarnar komi til framkvæmda 1. apríl 2011.
3. Söfnun á flokkuðu sorpi verði við öll heimili í Reykjavík. Við hvert heimili verði ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp. Skilgreint verði hvaða úrgangsflokka megi setja í hvora tunnu. Breytingarnar verði innleiddar í áföngum árið 2011.
4. Árið 2013 verði hafin söfnun og vinnsla á lífrænum eldhúsúrgangi. Söfnunin verði með íláti sem hengt verði inn í núverandi ílát fyrir blandað sorp.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í lið 3. Segir: „Skilgreint verði hvaða úrgangsflokka megi setja í hvora tunnu“.
Verður þetta ekki að liggja fyrir til að hægt sé að ákvarða fyrirkomulag og áætla kostnað íbúa?
Í greinargerð með tillögunni segir: „Sú leið sem hér er lögð til er metin umhverfislega og fjárhagslega hagkvæmari fyrir Reykjavíkurborg“.
Hvar er þetta umhverfislega og fjárhaglsega mat að finna?
Hefur farið fram lífsferilsgreining (LCA) á mismunandi flokkunar og söfnunarleiðum?
Í greinargerð með tillögunni segir: „...hún gefur einkaaðilum á markaði svigrúm til þátttöku“.
Hvernig sér meirihlutinn fyrir sér framtíð SORPU bs?
Getur Sorpa sem byggðarsamlag gert tilboð í móttöku endurvinnsluefna að óbreyttu?
Sorpa er byggðarsamlag sem sinnir lögboðnum skyldum, vill meirihlutinn breyta því og sé svo, á hvaða hátt?
Verði þau endurvinnsluefni sem sveitarfélögin hafa falið í umsjá Sorpu ekki lengur á höndum fyrirtækisins , hvaða áhrif hefur það á rekstragrundvöll Sorpu?
Í greinargerð með tillögunni segir: „....auðvelt er að fylgjast með því að úrgangur sé rétt flokkaður“.
Er þá meiningin að setja úrganginn í glæra plastpoka?
Sé svo, mun fjöldi plastpoka í umferð ekki margfaldast með þessari aðferð?
Eru glærir plastpokar ekki dýrustu plastpokarnir á markaðnum.
Sé ætlunin að fara í maíspoka, eru þeir ekki ógagnsæir þannig að „jafn erfitt“ verður að fylgjast með réttri flokkun í þá poka eins og meirihlutinn ætlar að sé að fylgjast með lituðum pokum.
Hvernig verður eftirliti háttað?
Hvað tekur langan tíma að rýna hvern poka?
Hver verður kostnaðurinn
Í greinargerð með tillögunni segir: „... í takt við þá flokkun sem íbúar hafa kynnst“.
Er hér verið að vísa til þeirra sem skipta nú þegar við einkaaðila?
Hefur þessi aðferð samsvörun hjá meirihluta íbúa sem hafa enga „flokkunartunnu“ í dag?
Í greinargerð með tillögunni segir: ....“flokkaður með vélbúnaði í stað þess að setja fólk í þau verk“
Er það mat meirihlutans að hægt sé að flokka án þess að nota vélbúnað, gryfju, færibönd og húsnæði?
Í greinargerð með tillögunni segir: „..Stofnkostnaður kerfisins er hins vegar hár, á bilinu 600 – 700 milljónir....“
Í samanburði við hvað er þetta hár stofnkostnaður?
Er rétt að meta þetta háan kostnað þegar tekið er tillit til þess að SORPA er nú þegar með þrjár sorppressur í Gufunesi sem pressa úrgang til urðunar og til endurvinnslu og hver þeirra kostar upp sett um 100 milljónir króna og hver rein í Álfsnesi kostar um 100 milljónir, frá upphafi hafa verið gerðar 12 reinar?
Áttar meirihlutinn sig á því að þessi kostnaður (bygging litgreiningarbúnaðar) er nánast allur innlendur og hægt er að smíða nánast alla hluti hér heima?
Í greinargerð með tillögunni segir: „...erfitt að fylgjast með flokkun úrgangs“
Hefur þetta verið til teljandi vandræða þar sem litgreiningarkerfi hafa verið sett upp s.s Osló, Tromsö, Bromölla, Eskilstuna, London, Nanter?
Er ekki rétt að treysta fólki en ekki taka það fyrir gefið að íbúar ætli að svindla?
Má ekki reikna með að alltaf verði einhverjir á móti , hvaða kerfi sem verður sett upp og til þess að ná til þeirra þarf að beita áróðri?
Í greinargerð með tillögunni segir : “þessi leið býður ekki upp á hagræna hvata“
Um hvað hagræna hvata væri að ræð miðað við hagsmuni íbúa?
Í greinargerð með tillögunni segir: „..takmarkar aðgang markaðarins að móttöku á endurvinnsluefnum....“.
Hvernig á að skilja þessa setningu, hvernig hefur aðgangurinn verið takmarkaður?“
Frestað.
Hjálmar Sveinsson kom á fundinn kl. 11.10.
Pawel Bartoszek vék af fundi kl. 11.50
4. Starfs- og fjárhagsáætlun 2011
Lögð fram á ný starfs- og fjárhagsáætlun fyrir 2011 og bréf Borgarstjórans í Reykjavík frá 10. nóv. 2010. Jafnframt var lagt fram nýtt yfirlit frá 11. þ.m. um fjárhagsramma sviðsins.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Má ætla að með fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrri árið 2011 hafi í för með sér fækkun á fastráðnu starfsfólki sviðsins og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?
2. Má ætla að með fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrri árið 2011 hafi í för með sér fækkun á lausráðnu starfsfólki og sumarstarfsmönnum og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?“
Fundi slitið kl. 11.55
Karl Sigurðsson
Kristína Soffía Jónsdóttir Páll Hjaltason
Gísli Marteinn Baldursson Þorleifur Gunnlaugsson
Hjálmar Sveinsson