Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.30 var haldinn 64. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn, Gunnar Hersveinn, Ólafur Bjarnason, Eygerður Margrétardóttir, Árný Sigurðardóttir, Kolbrún Jónatansdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir. Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 148. fundargerð Strætó bs.
b. 278. fundargerð Sorpu bs.
c. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 23. september og 27. október 2010.

2. Bílastæði við rússneska sendiráðið.
Lögð fram drög Umhverfis- og samgöngusviðs að svari dags. 22. október 2010 með fylgigögnum.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti drög sviðsins að svari og felur sviðinu að hefja undirbúning að endurskoðun reglna um bílastæði sendiráða.

3. Umhverfisvísar – sjálfbærnivísar.
Kynning á umhverfisvísum 2009 og hugmyndir að endurskoðun þeirra.
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir kom á fundinn.

4. Bandaríska sendiráðið, bílastæði ofl
Lagt fram bréf frá Bandaríska sendiráðinu, dags. 4. nóvember 2010.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er athyglisvert að lesa svarbréf bandaríska sendiráðsins til sviðstýru Umhverfis- og samgöngusviðs frá 4. nóvember sl. vegna hindrana við sendiráðið. Í bréfinu er tíunduð hætta sem sendiráðinu stafi af hryðjuverkum með tilvísun til atburða allt aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar og kröfur frá bandarískum yfirvöldum um öryggisráðstafanir við sendiráð Bandaríkjanna. Í bréfinu kemur ennfremur fram að sendiráðið hefur engin áform um að minnka öryggisviðbúnaðinn en telur það líklegra að það muni óska eftir frekari lokun á svæðinu. Á það er minnt að á fundi samgöngunefndar Reykjavíkur, 14. september 2004, var samþykkt tillaga gatnamálastjóra frá 10. september 2004 varðandi erindi bandaríska sendiráðsins frá 2. febrúar 2004 um að koma fyrir blómakerum á merktum bílastæðum sendiráðsins. Í samþykktinni fólst jafnframt sú ákvörðun að umferð um gagnstétt við húsið yrði hindruð auk þess sem hraðahindrunum yrði komið fyrir á götunni. Samþykktin gilti í eitt ár eða til 14. september 2005 og átti að koma þá til endurskoðunar en sú endurskoðun hefur ekki farið fram. Tilkynning frá Umhverfis- og samgöngusviði um að sendiráðinu verði gert að fjarlægja hindranir fyrir framan húsið og á götunni jafngildir slíkri endurskoðun. Á það er sérstaklega bent að það er ekki skylda borgarinnar að gæta öryggis sendiráða.Telji sendiráð Bandaríkjanna öryggi sínu ógnað með þessum ráðahag væri öryggi íbúa við götuna ekki síður í húfi og því best fyrir alla að sendiráðið kæmi sér fyrir á rúmgóðri lóð þar sem rými fyrir öryggisráðstafanir rúmuðust innan lóðamarka án hættu fyrir íbúana. Eftir sem áður bíður tillaga fulltrúa VG afgreiðslu í ráðinu og hefur beðið síðan 28. september.

5. Úrgangsmál – framtíðarstefna.
Kynning á hugmyndum Sorpu.
Björn H. Halldórsson og Oddný Sturludóttir komu á fundinn.

6. Viðhorfskönnun.
Kynntar niðurstöður úr Capacent þjónustukönnun
Frestað.

7. Starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs.
Lögð fram á ný starfsáætlun – áherslur 2011 og helstu breytingar ásamt tillögum að fjárhagsáætlun.
Frestað.

8. Lögð fram á ný svohljðandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna:
1. Hvað stunduðu margir 8. bekkingar Vinnuskólann síðastliðið sumar?
2. Hvað voru margir leiðbeinendur í vinnu hjá Vinnuskólanum síðastliðið sumar vegna 8. bekkinga í Vinnuskólanum?
3. Ef lögð yrði niður vinna 8. bekkinga í Vinnuskólanum, hve mörgum börnum sem ekki fengju vinnu vegna þess byðist fjölbreytt námskeið á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs og yrðu þau námskeið þeim að kostnaðarlausu?
4. Ef Íþrótta og tómstundasvið tæki við þessum börnum, myndi fjármagn fylgja með og þá, hvað yrði upphæðin há fyrri árið 2011?
5. Hvað yrði sparnaðurinn mikill hjá Umhverfis- og samgöngusvið, ef af þessu yrði?
6. Ef af þessari breytingu verður, yrði það þá tryggt að þeir eldriborgarrar sem ekki geta synt garðhirðu vegna heilsu sinnar verði tryggð samsvarandi garðaþjónusta og veitt hefur verið undanfarin ár?
Lagt fram skriflegt svar.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 17.20

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson