No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfisráð
Ár 2007, föstudaginn 27. nóvember kl. 14.00 var haldinn 63. fundur Umhverfisráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu Þorleifur Gunnlaugsson, Dofri Hermannsson, Jakob Hrafnsson, Ásta Þorleifsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Gunnar Hersveinn og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun 2008.
Lögð fram á ný drög að starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs 2008.
Lögð fram á ný drög að nýrri gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit í Reykjavík
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Lögð fram á ný tillaga að breytingu á gjaldskrá um sorphirðu í Reykjavík.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram á ný tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir meindýravarnir í Reykjavík.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi athugasemd við fundargerð síðasta fundar:
Í 1. lið fundargerðar vantar:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að fá skriflegt yfirlit yfir það hvaða áherslubreytingar eiga sér stað í starfsáætlun frá því að nýr meirihluti tók við. Einnig óskum við eftir yfirliti yfir hvernig breytingar á starfsáætlun hafa áhrif á fjárhagsáætlun.”
Heilbrigðismál:
2. Undanþága fyrir heimsóknir hunda.
Lagt fram bréf Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar dags. 13. nóvember 2007 ásamt tillögu að umsögn ráðsins.
Tillaga að umsögn samþykkt.
3. Stækkun kjúklingabús Matfugls á Melavöllum. – Ákvörðun um matsáætlun.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. nóvember 2007.
4. Starfsleyfisskilyrði Fáveitu OR – hreinsistöðvar.
Lögð fram drög að skilyrðum til samþykktar.
Umhverfisráð samþykkti drög að skilyrðum.
- Lúðvík Gústafsson kom á fundinn.
5. Breyting á lágmarkstíðni greininga neysluvatnssýna.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8. október 2007 ásamt fylgiskjölum.
Lögð fram tillaga að umsögn Umhverfisráðs.
Umhverfisráð samþykkti tillögu að umsögn.
- Óskar Í. Sigurðsson kom á fundinn.
6. Samþykkt hundaleyfi.
7. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Umhverfismál:
8. Kjalarnes – Álfsnes, efnislosun á land.
Lagt fram á ný bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. nóvember 2006 umsögn Umhverfissviðs dags. 9. ágúst 2007. Lagt fram bréf Skipulagsstjóra dags. 9. október 2007.
Afgreiðslu frestað.
9. Kolefnisbinding með trjárækt í umdæmi Reykjavíkur.
Lögð fram skýrsla Ástu Kristínar Guðmundsdóttur og Helgu Aspar Jónsdóttur.
- Arnór Snorrason og Björn Traustason hjá Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá komu á fundinn.
10. Miklatún – endurskipulagning útivistarsvæðis.
Lagt fram á ný bréf verkefnisstjórnar dags. 11. október 2007 ásamt drögum að forsögn.
11. Öskjuhlíð- breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 14. nóvember 2007.
Umhverfisráð samþykkti tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim athugasemdum að haft verði samráð við Umhverfissvið varðandi frágang að og inn á útivistarsvæðinu.
12. Efnistaka af hafsbotni í Hvalfirði.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. nóvember 2007.
Vísað til Umhverfissviðs.
13. Miðborgin, opin svæði, torg og göturými, forsögn.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 14. nóvember 2007.
Frestað.
Samgöngumál:
14. Tillaga vinstri grænna varðandi Hofsvallagötu.
Lagt fram á ný bréf Framkvæmdasviðs dags. 11. október 2007.
Umhverfisráð samþykkti að vísa tillögunni til gerðar hjólreiðaáætlunar.
- Stefán Finnsson kom á fundinn.
15. Strætórein á Miklubraut og aðgerðir á gatnamótum.
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs dags. 19. nóvember 2007.
Samþykkt.
- Stefán Finnsson kom á fundinn.
16. Hallsvegur – Vesturlandsvegur. Drög að tillögu að matsáætlun.
Lögð fram til kynningar.
Meirihluti lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihlutinn í Umhverfisráði telur að taka þurfi mið af þeirri hörðu andstöðu sem ítrekað hefur komið upp gegn tengingu Hallsvegar við Vesturlandsveg áður en Sundabraut hefur verið byggð alla leið. Hverfisráð Grafarvogs hefur lagt til að settur verði á fót starfshópur með aðild fulltrúa hverfisráðs og íbúasamtaka Grafarvogs til að ræða þær tillögur sem nú eru uppi og gagnrýni á þær með það í huga að finna lausn sem líklegt er að sátt náist um. Umhverfisráð telur að það sé farsæl leið að lausn í málinu.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast ekki gegn því að skipaður verði samráðshópur um málefni Hallsvegar, enda hafa þeir alltaf lagt áherslu á náið samráð við íbúa í borginni um nærumhverfi þeirra. Hinsvegar er það svo að þeir flokkar sem nú fara með forystu í borginni samþykktu það aðalskipulag sem gerir ráð fyrir þeim vegarkafla sem um ræðir. Í því ferli hefði farið betur á því að hafa meira samráð við íbúa, en þurfa ekki að grípa inní á síðari stigum.
- Stefán Finnsson kom á fundinn.
Önnur mál:
17. Tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar.
Lögð fram á ný tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar í Umhverfisráði:
Að farið verði í endurskoðun á útfærslu á elsta 30 km svæði borgarinnar, Þingholtunum. Með tilliti til þess að miklar breytingar hafa orðið á útfærslu við 30 km svæði í borginni á síðastliðnum árum er óskað eftir að gerð verði úttekt á hvar megi breyta og bæta á svæðinu sunnan og vestan í Skólavörðuholtinu þannig að útfærsla við 30 km svo sem með þrengingum og aukningu gróðurs í tengslum við það og hraðahindranir á þessu svæði verði eins og best gerist á nýjustu 30 km svæðunum. Einnig verði hugað að því hvort “víð” gatnamót svo sem á mótum Freyjugötu og Óðinsgötu sem og Laufásvegs og Bragagötu og e.t.v. Laufásvegs og Skálholtsstígs gefi möguleika á að þar verði gatnamót þrengd og komið fyrir bekkjum og gróðri til ánægju og yndisauka fyrir íbúa og aðra vegfarendur sem eiga leið um hverfið.
Samþykkt.
18. Skipan í starfshóp um Hljómskálagarð:
Umhverfisráð samþykkti eftirfarandi fulltrúa í starfshóp um Hljómskálagarð: Heimir Janusarson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Bolli Thoroddsen.
19. Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja.
Meirihluti Umhverfisráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
Umverfisráð leggur til að gerð verði hagræn rannsókn á heildarkostnaði samfélagsins af notkun nagladekkja í Reykjavík.
Greinargerð:
Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja í borginni er umtalsverður. Augljósastur er kostnaðurinn við að bæta slit á götum borgarinnar. Annar kostnaður t.d. vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja hefur hins vegar ekki verið rannsakaður. Umhverfisráði þykir brýnt að það verði gert, einkum til að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu almenningi aðgengilegar en ekki síður til að hægt verði að ákveða gjald á notkun nagladekkja í anda mengunarbótareglunnar ef þörf verður talin á.”
20. Torgavæðing í Þingholtum.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í framhaldi af tillögu Samfylkingarinnar um 30 km hverfi í Þingholtunum leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi til:
Torg í Þingholtunum eru mörg og skemmtileg. Þau voru áður unaðsreitur í miðborginni, en hafa í of ríkum mæli drabbast niður. Lagt er til að umhverfissviði verði falið að fara yfir torgin í Þingholtunum (t.d. Baldurstorg og Óðinstorg) og gera tillögur um nýja útfærslu torganna.
Samþykkt.
21. Fyrirspurnir frá fulltrúum Sjálfsstæðisflokks:
a) Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur nú mótmælt því harðlega að staðið verði við fyrirliggjandi skipulag á Hólmsheiði, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu atvinnuhúsalóða. Skógræktin hefur kallað áformin „skemmdarverk á borgarskógum Reykvíkinga#GL, en talið er að milli hálf
og ein milljón trjáa séu í hættu vegna fyrirhugaðs skipulags.
Spurt er: Hefur nýr meirihluti í Reykjavík í hyggju að breyta þessu skipulagi í ljósi nýframkominna mótmæla?
b) Mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut.
Í ljósi frétta um að nýr meirihluti sé horfinn frá þeirri lausn á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem kölluð hefur verið umhverfislausnin, og gerði meðal annars ráð fyrir mislægum gatnamótum á Miklubraut/Kringlumýrarbraut og Miklubraut/Lönguhlíð, vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfisráði fá svör við eftirfarandi spurningum.
1. Umrædd gatnamót eru í hópi hættulegustu gatnamóta landsins og hafa verið það um árabil. Sú lausn sem stefnt hefur verið að á gatnamótunum, umhverfislausnin, hefði fækkað slysum um yfir 90#PR samkvæmt mati sérfræðinga. Til hvaða aðgerða hyggst nýr meirihluti grípa til að auka umferðaröryggi á gatanamótunum?
2. Umhverfislausnin á Miklubraut og Kringlumýrarbraut hefði beint yfir 50#PR umferðar á Miklubraut í stokk, frá Rauðarárstíg í vestri og austur fyrir Kringlumýrarbraut. Slík lausn hefði dregið úr hávaðamengun og svifryksmengun sem aðallega bitnar á íbúum Hlíðahverfis, auk þess að sameina Hlíðarnar á ný. Til hvaða aðgerða hyggst nýr meirihluta grípa til að draga úr þessari mengun?
3. Verulega hefði verið bætt úr aðgengi gangandi og hjólandi með mislægum gatnamótum. Slíkir vegfarendur hefðu komist leiðar sinnar framhjá gatnamótunum án þess að þurfa að bíða á ljósum, og öryggi þeirra verið tryggt. Hvernig hyggst nýr meirihluti bæta aðgengi og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda gatnamótunum?
4. Umhverfislausnin á Miklubraut og Kringlumýrarbraut gerði ráð fyrir stokki undir Lönguhlíð og Kringlumýrarbraut. Sú lausn hefði leyst umferðateppuna sem skapast við þessi gatnamót. Hvernig hyggst nýr meirihluti auka umferðaflæðið á Miklubraut í gegnum gatnamótin við Kringlumýrarbraut og Lönguhlíð, og hvernig verða umferðatafir á Kringlumýrarbraut leystar?
5. Í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafði Framsóknarflokkurinn þá stefnu að umrædd gatnamót ættu að vera mislæg. Hefur fulltrúi Framsóknarflokksins í Umhverfisráði skipt um skoðun í málinu?
6. Í síðustu borgarstjórnarkosningum höfðu Frjálslyndir og óháðir þá stefnu að umrædd gatnamót ættu að vera mislæg. Hefur fulltrúi F-lista í umhverfisráði skipt um skoðun í málinu?
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 17.12
Þorleifur Gunnlaugsson
Dofri Hermannsson Jakob Hrafnsson
Ásta Þorleifsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir