Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr.324

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 30. október, kl. 9:12 var haldinn 324. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Strætó, nýjungum framundan og áskorunum.
    Valgerður Gréta Benediktsdóttir og Daði Áslaugarson frá Strætó taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100159

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Strætó stendur frammi fyrir fjölda áskorana. Starfsemi hefur gengið brösuglega. Um er að ræða byggðasamlag 5 sveitarfélaga. Þetta fyrirkomulag hentar illa fyrir starfsemi eins og Strætó. Reykjavík sem lang stærsti eigandi hefur ekki ákvörðunarvald í samræmi við stærð. Strætó hefur lengi riðið á barmi gjaldþrots og þarf sífellt að suða um meira fjármagn hjá eigendum sínum. Ástæður eru fjölmargar og má t.d. nefna dýr mistök vegna útboðs aðkeypts akstur og fleiri dómsmála. Mikil umræða og gagnrýni var á Klapp og gekk það kerfi verulega illa.  Nú býður Klapp upp á snertilaus greiðslukort í gegnum síma eftir mikla fyrirhöfn og kostnað. Ennþá berast fréttir af vandamálum með kerfið. Fara hefði mátt mun einfaldari leiðir og það mikið fyrr sbr. sambærileg kerfi í mörgum öðrum borgum.  Flokkur fólksins óskaði á sínum tíma eftir að gerð verði óháð úttekt á rekstri og þjónustu strætó. Tillagan var felld. Kvartanir  yfir þjónustu Strætó telja mörg hundruð, sumar alvarlegar. Ekki er tekið  nægilega vel á kvörtunum. Strætó hefur þjónustustefnu sem kannski er bara orð á blaði?  Þegar svo mikið hefur gengið á hjá einu fyrirtæki eru sterkar líkur á að vandinn liggi hjá stjórnendum fyrirtækisins.  Einhvers staðar er pottur brotinn og því mikilvægt að fá óháða úttekt á fyrirtækinu.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á tillögu umhverfis- og skipulagsviðs um lífsgæðakjarna.
    Hilmar Hildarson Magnúsarson sérfræðingur, Oddrún Helga Oddsdóttir lögfræðingur, Margrét Lára  Baldursdóttir sérfræðingur og Valný Aðalsteinsdóttir  verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100123

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til árið 2021 að skipuleggja byggð fyrir eldra fólk víðs vegar í Reykjavík einskonar lífsgæðakjarna.  Fjölmargir vilja einmitt að íbúðasvæði í borginni verði skipulögð þar sem sérstök áhersla er lögð á þjónustu við eldra fólk og þeirra þarfir. Hugmyndin um lífsgæðakjarna er að byggja upp svæði fyrir eldra fólk þar sem þarfir þeirra og áhugamál eru í forgangi og allt um liggjandi. Á slíku svæði er ekki  þörf á skólum og leikskólum. Fyrir liggja samningar um uppbyggingu lífsgæðakjarna, húsnæðisuppbyggingar fyrir eldri borgara með fjölbreyttu framboði af þjónustu í nærumhverfinu, meðal annars  á Leirtjörn Vestur. Á  Borgarspítalareit vill fulltrúi Flokks fólksins sjá fyrst og fremst kjarna fyrir eldri borgara enda nú þegar komin þar slík byggð sem reynst hefur vel. Þessi staðsetning hentar mjög vel fyrir íbúðabyggð fyrir eldra fólk sbr. það sem fyrir er á Sléttuvegi og nágrenni. Ef framkvæma á hugmynd sem þessa þarf að  upplýsa og tala sem fyrst  við við þá sem búa  á svæðinu.  Hönnuðir þurfa að aðlaga sig að þörfum og óskum borgarbúa, þeirra sem þarna er ætlað að búa og hafa notendavæna hönnun að leiðarljósi.  Mest um vert er að það sé stutt í alla nærþjónustu og afþreyingarmöguleika.

  3. Lögð fram í trúnaðarbók drög að gjaldskrám fyrir umhverfis- og skipulagssvið árið 2025, drög að uppfærðri greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun 2025 og drög að uppfærðu rekstraryfirliti aðal- og eignasjóðs fyrir árið 2025.
    Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráðs staðfesti að fjárhagsáætlunin sé í samræmi við áherslur í málaflokknum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi V Brynjólfsson, skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050008

  4. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 17. október 2024 og 24 október 2024. USK22120094

    Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vegna neikvæðrar afgreiðslu á fyrirspurn vegna Bergþórugötu 29 er undirritaður á þeirri skoðun að það er almennt jákvætt ef íbúðum er fjölgað með því að skipta stærri eignum í minni. Hér var sótt um að breyta einni íbúð yrði í tvær þannig að innra skipulagið yrði það sama og á hæðinni fyrir neðan. Þótt vissulega megi hafa til hliðsjónar ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur um fjölbreytt íbúðarform eiga þau ákvæði endilega ávallt að vega þyngra en þau skýru markmið um fjölgun íbúða sem borgin hefur sett sér.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsókn Orra Árnasonar, dags. 26. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Ægisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að nýta húsið fyrir gististarfsemi í stað fjölbýlishúss af tegundinni hótel eða stærra gistiheimili, í flokki IV, fallið er frá því breyta kjallara í bílageymslu, en þar er nú gert ráð fyrir hótelherbergjum og stoðrýmum, fallið er frá að byggja inndregna hæð ofan á húsið, en heimilt verður að útbúa þakverönd sem fella skal inn í uppstólað þakið, í stað svalagangs á bakhlið framhúss er heimilt að byggja dýpri viðbyggingu, svo framarlega sem austurhluti jarðhæðar og kjallara bakbyggingar verði rifinn. Lyftu- og stigahús skal ná upp á áður nefnda þakverönd og fallið er frá að byggja svalir á götuhlið byggingarinnar, m.a. til að varðveita upprunalegt yfirbragð hennar. Auk þess eru lóðirnar að Nýlendugötu 9 og Ægisgötu 7 sameinaðar í eina lóð, samkvæmt deiliskipulags-, og skuggavarpsuppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 9. september 2024 og 21. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2024, og samgöngumat Verkís, dags. 26. ágúst 2024.

    Frestað USK24090343

  6. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. febrúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024, br. 16. október 2024. Einnig eru lagðir fram skýringar- og skuggavarpsuppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024, samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnutorgs og skýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2024, um kolefnisspors niðurrifs. Erindið var grenndarkynnt frá 23. júlí 2024 til og með 19. september 2024. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. október 2024.

    Frestað USK24060431

  7. Lögð fram umsókn Alternance slf., dags. 22. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera upp gamla húsið með því að færa það í átt að upprunalegu formi. Heimilt verði að fjarlæga viðbyggingu sem gengur inn í gamla húsið og endurgera kvisti í stíl við það upprunalega. Auk þess verði heimilt að gera bakbyggingu og tengigang milli húsanna og kjallara undir nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Alternance slf. dags. 2. febrúar 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir Alternance slf. dags. 30. september 2023 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. október 2024.

    Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2024.
    Vísað til borgarráðs

    Dóra Björt Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið og Pawel Bartoszek tekur við formennsku. USK23060301
     

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði, áfangi 2. Skipulagssvæðið er um 50 ha að stærð og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og væntanlegs athafnasvæðis (áfangi 1) til austurs. Skipulagstillagan gerir ráð stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum, alls 6 talsins, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu og skulu mannvirki, byggingar og önnur manngerð inngrip á lóðum búa yfir arkitektúr sem skapar sterka tengingu við aðliggjandi náttúru. Jafnframt er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla A2F Arkitekta, dags. 5. september 2024. Auk þess er lögð fram drög að fornleifaskráningu Borgarsögusafns Reykjavíkur, ódags., jarðfræðiskýrsla frá COWI um sprunguathugun á svæðinu, dags. maí 2024, og skýrsla Vatnaskila um mat á mögulegri mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum, dags. maí 2024 ásamt skýrslu um meðhöndlun ofanvatns af athafnasvæði, ódags.
    Kynning á drögum.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN210147

  9. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 15. október 2024 og 22 október 2024. USK24070166

    Fylgigögn

  10. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að stækkun á gjaldsvæðum bílastæða Reykjavíkurborgar.
    Gjaldsvæði 2: Skólavörðuholt, bílaplan við hús Tækniskólans og Hallgrímskirkju

    Frestað USK24040128

  11. Umsögn um drög að frumvarpi til laga um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja (gjaldtaka ökutækja, eldsneytis, kolefnisgjald o.fl.) USK24100190

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikil umræða hefur verið um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja. Flestir borgarbúar aka um á venjulegum léttum fjölskyldubílum sem vega um 1,5 til 2 tonn. Jeppar eru ekki algengir, en þeir vega oft yfir þrjú tonn. Svo má benda á að hvetja ætti til notkunar á léttum farartækjum með því að skattleggja þau minna en þungu bílana. Þetta frumvarp um að sami skattur sé á öllum farartækjum allt að 3,5 tonnum er er ekki gott. Eflaust mætti flokka  meira. Sjálfsagt er að taka mark á tillögum frá FÍB. Í umsögn Samgöngustjóra hefðu  átt að vera tillögur um undirflokkun. Fyrst að engin tillaga fylgir umsögn, mætti kannski benda á að hægt væri að hafa 2 undirflokka yfir lýstu hámarki eins og bílar undir 2000 kg og svo bílar frá 2000-3500 kg. Stór ökutæki ætti að sjálfsögðu að takmarka á þéttustu svæðum borgarinnar. Einnig má benda á það að bílar eru ekki eini svifryksvaldurinn.  Til fleiri þátta þarf að horfa eins og þess umferðaröngþveitis sem hefur verið í veldisvexti undanfarin ár. Einnig hafa verið gerð mistök hvað varðar það að malbikið sé haft of þunnt. Þegar bæði undirlag og malbik eru of þunnt  skríður malbikið hreinlega undan þunga bíla með ýmsum afleiðingum.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindisbréf um stýrihóp um gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. MSS24100084

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stýrihópur var myndaður 2024  til að móta sýn um þróun Reykjavíkur fyrir gangandi vegfarendur. Óljóst er hvenær hópurinn á að skila af sér. Mikill skaði er nú þegar orðinn vegna sofandaháttar núverandi meirihluta varðandi öryggismál gangandi og hjólandi farþega í borginni.  Í borginni er skortur á viðunandi aðstöðu eins og tilvist göngu- og hjólabrúa eða jafnvel  göng undir fjölfarnar umferðaræðar, sem ógna beinlínis öryggi og velferð gangandi vegfarenda. Nýlega varð banaslys við Sæbraut þegar ekið var á gangandi vegfarenda. þrátt fyrir að lengi hafi verið ákall bæði frá íbúum og minnihlutans í borgarstjórn um að bæta öryggi á þessum stað. Bílum fjölgar mánaðarlega  um tugi.  Mjög mikilvægt er að auka aðgengi og öryggi fólks um borgina og ekki hvað síst fyrir fatlað fólk. Flokkur fólksins hefur lagt til að lýsing við skóla verði bætt en víða er lýsingu ábótavant. Gangstéttir eru víða hættulegar og heppni að ekki hafi orðið fleiri slys á gangandi og hjólandi vegfarendum sem fara um þær. Endurbætur eru allt of oft látnar reka á reiðanum.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins um fækkun áramótabrenna 2024.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks.

    Karl Eðvaldsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11:56 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi. USK24100198

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki stendur til að leggja brennur af, heldur fækka þeim. Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa. Að sama skapi er staðan sú að kostnaður við brennur er töluverður en einungis kostnaður við förgun er um 20 mkr og svo er það kostnaður við aðra þætti eins og efnivið og mönnun. Í erfiðu fjárhagslegu umhverfi er eðlilegt að horfa í hverja krónu, sér í lagi þegar athugasemdir frá viðbragðsaðilum liggja fyrir. Vegna staðla sem fyrir liggja þarf nú að kaupa efni í brennuna frekar en að nýta eitthvað sem fellur til við framkvæmdir. Það hefur sömuleiðis verið erfitt að manna þessar brennur og umbúnaðurinn er mikill. Hér er verið að fara ákveðna millileið, að mæta gagnrýnum sjónarmiðum og þeirri sterku hefð sem er fyrir brennum um áramót.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Áramóta- og þrettándabrennur, ásamt tilheyrandi mannsöfnuði, blysförum, harmónikku- og gítarspili, þjóðlegum fjöldasöng, og álfum og öðrum þjóðsagnavættum á áramótum og á þrettándanum, hafa hér á landi, verið órjúfanlegur þáttur hátíðarhaldanna á þessum árstíma, allt frá upphafi þéttbýlismyndunar. Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð. Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda. Sú ákvörðun að leggja af áramótabrennur verður ekki réttlætt með manneklu hjá Reykjavíkurborg, sem aldrei hefur haft fleiri starfsmenn en einmitt nú. Auk þess var það ákvörðun borgaryfirvalda að safna í bálkestina, en til margra áratuga var það samvinnuverkefni íþróttafélaga og íbúanna sjálfra, þó opinberir aðilar sæju um eftirlit. Vel mætti taka aftur upp þá verkaskiptingu. Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að fækka eigi áramótabrennum. Söfnun í brennur hefur oft gengið brösuglega. Hér er um að ræða stórt umhverfismál og mikill kostnaður er í kringum hverja brennu fyrir sig svo ekki sé minnst á þann sóðaskap og rask sem þessum brennum óhjákvæmilega fylgir. Það hefur borið við ef hvassviðri er á gamlárskvöld að allskonar rusl úr brennu haugum borgarinnar hefur fokið út um víðan völl og hverfin í kring.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. september 2024 ásamt kæru nr. 94/2024, dags. 2. september 2024, þar sem umsögn skipulagsfulltrúa frá 20. ágúst sl. vegna framkvæmda við Hverafold 50 þar sem gamall skjólveggur var rifinn niður og endurbyggður. USK24090036

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. september 2024 ásamt kæru nr. 102/2024, dags. 23. september 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á byggingarleyfi fyrir fjóra gististaði í flokki II í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Eiríksgötu. USK24090296

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 114/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. USK24100073

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 115/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. USK24100074

    Fylgigögn

  18. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 114/2024, dags. 6. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. USK24100075

    Fylgigögn

  19. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. október 2024 ásamt kæru nr. 117/2024, dags. 7. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að falla frá áformum um álagningu dagsekta vegna girðingu á lóðarmörkum Laugarásvegar 63. USK24100086
     

    Fylgigögn

  20. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. ágúst 2024 ásamt kæru nr. 85/2024, dags. 10. ágúst 2024, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík 9. júlí 2024 á byggingarleyfi fyrir framkvæmdum á Sólvallagötu 14 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 25. september 2024. USK24080091

    Fylgigögn

  21. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. september 2024 ásamt kæru nr. 92/2024, dags. 30. ágúst 2024, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustígs 16. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2024. USK24090011

    Fylgigögn

  22. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. september 2024 ásamt kæru nr. 93/2024, dags. 30. ágúst 2024, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustígs 16. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2024. USK24090013

    Fylgigögn

  23. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. september 2024 ásamt kæru nr. 101/2024, dags. 19. september 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að synja umsókn um að samþykkja íbúð 0001 að Grenimel 25. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2024. USK24090260

    Fylgigögn

  24. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. apríl 2024 ásamt kæru nr. 42/2024, dags. 5. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. febrúar sl. og varðar umsókn kæranda þar sem sótt var um leyfi til að gera úrbætur á húsinu Eiríksgötu 19 ásamt því að gera tvær íbúðir í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og sauðlindamála, dags. 20. júní 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á fjöleignarhúsi á lóð nr. 19 við Eiríksgötu. USK24040069

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lýsir furðu sinni á þeim óvenju mikla fjölda kæra sem hér koma fram en þær eru nú 11 og hafa sjaldan verið svo margar.. Ítrekað hafa komið upp mál þar sem skipulagsyfirvöld eru sökuð um að segja ekki satt - jafnvel “falsa gögn” eða breyta þeim eftir því sem skjólstæðingar umhverfis- og skipulagssviðs hafa sagt á opinberum vettvangi. Allt of oft fást ekki svör, gögnum og upplýsingum er haldið leyndum og hefur verið fullyrt að ekki sé alltaf unnið  af heiðarleika og gagnsæi. Þetta er miður og telur Flokkur fólksins að endurreisa þurfi embætti umboðsmanns borgarbúa eins og það var á árunum 2013-2020. Það voru mistök að leggja af embættið. Verkefni umboðsmannsins voru flutt yfir til innri endurskoðunar og búinn til eins konar „ráðgjafi íbúa“ hjá því embætti. Þetta fyrirkomulag hefur virkað illa og nú hefur fólk sem telur á sér brotið af skipulagsyfirvöldum ekki annað fært en að fara með málið fyrir dómstóla sem er bæði dýrt og tímafrekt. Nefna má mál Loftkastalans en eigendur hans telja borgina hafa brotið illilega á sér og hefur málið velkst um í borgarkerfinu í  mörg ár. Það er áhyggjuefni að sjá svo mikið af kærum berast og skoða þarf ástæður þess að þeim hafi mögulega fjölgað.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afgreiðslu byggingarleyfis á Jöfursbás 1 sbr. 25. liður borgarráðs dags. 5. september 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa, dags. 19. september 2024. MSS24090023

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um ástæður þess að búið er að samþykkja uppbyggingu á Jöfursbás 1 án þess að leiðrétting hafi farið fram á gatnagerð þar sem landslagsbreytingar sem gerðar voru uppfylla ekki skilyrði samkvæmt skipulagslögum og reglugerðum. Fátt er um svör annað en sagt að gjörningurinn samræmist lögum… “Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyld mannvirki á lóðinni Jöfursbás 1 var samþykkt 27. ágúst sl. (USK24040310) þar sem umsókn samræmist ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 og er í samræmi við gildandi deiliskipulag.”   Þetta samræmist ekki lögum. Í deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir landslagsbreytingu. Brotið hefur verið á eignarrétti sem er friðhelgur og hefur Reykjavíkurborg ekki heimild til að skerða eignir annarra og breyta hæð á lóðarmörkum nema með samþykki lóðarhafa. Reykjavíkurborg ber að afturkalla þessa samþykkt þar til búið er að afmá landslagsbreytingar og hönnun gatna verði í samræmi við deiliskipulag. Það er ekki búið að leiðrétta gatnagerð því landslagsbreytingar sem gerðar voru uppfylla ekki skilyrði samkvæmt skipulagslögum og reglugerðum.  Hvað sem þessu líður ætla skipulagsyfirvöld að stækka vandann enn meira. Byggja á   fjögur 4-6 hæða fjölbýlishús á bílakjallara með 35 stæðum sem tengist aðliggjandi bílakjallara (Jöfursbás 3). Málið er allt hið vandræðalegasta og er hvergi nærri lokið.

    26.    Lögð fram tillaga Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar um heildstæða þjónustugreiningu á þjónustuferlum Bílastæðasjóðs. Einnig er lagt fram erindisbréf um starfshóp um verklagsreglur um álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík.

    samþykkt USK24100157

    Fylgigögn

  26. Lögð fram tillaga Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar um heildstæða þjónustugreiningu á þjónustuferlum Bílastæðasjóðs. Einnig er lagt fram erindisbréf um starfshóp um verklagsreglur um álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík.

  27. Tillaga íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um lóða og framkvæmdaskilmála og umgengni á byggingarlóðum sem vísað var til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, deildar afnota og eftirlits MSS24100058

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillögu íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að grípa þurfi til viðeigandi ráðstafana svo að almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar vegna uppbyggingar í borgarhlutanum verði virtir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margoft bókað um sóðaskap á og í kringum lóðir sem hefur verið fyrir löngu úthlutað en ekki enn byggt á og er aðeins notað sem geymslustaður fyrir sorp með tilheyrandi sóðaskap og slysahættu. Árið 2023 lagði fulltrúi Flokks fólksins til að gerð verði úttekt á þróun Úlfarsárdals. Þetta var lagt til vegna fjölmargra kvartana sem borist hafa og ná yfir breytt svið m.a. um  hversu illa gengur að ljúka uppbyggingu hverfisins. Upplýsingar hafa borist um að lóðarhafar láti lóðir standa auðar árum saman og eru þær fullar af t.d. byggingarúrgangi. Talað hefur verið um að lóðir hafa farið á ,,vergang í bönkum” eins og það er orðað frá einum íbúa.  Hverfið telst varla nýtt lengur og talið er að yfir 30 lóðir séu óbyggðar eða ólokið. Gert var ráð fyrir 15.000 íbúum í hverfinu og fullri sjálfbærni. Langt er í land að svo megi verða. Enn er ekki komin matvöruverslun í hverfið og til stóð að hverfið ætti að vera blanda af íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem heldur ekki bólar á.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um  úrbætur á gatnamótum Úlfarsbrautar og Urðarbrunns, sbr. 30 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 16. október 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24100169

  29. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ástæður þess að gatnalýsingu hefur verið ábótavant í Vesturbænum að undanförnu, sbr. 31 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 16. október 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK24100171

  30. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fyrirkomulag gatnalýsingar í Reykjavík, sbr. 32 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 16. október 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins USK24100170

  31. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um húsnæði leikskólans Laugasól, sbr. 33 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 16. október 2024. Greinargerð fylgdi fyrirspurn.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24100167

    Fylgigögn

  32. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Flétturima. Á köflum við götuna eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar.

    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24100238

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Nesveg. Gangstéttir eru eyddar, sprungnar og ójafnar á köflum við götuna.
    Frestað. USK24100351

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðhald og umhirðu við bifreiðastæði Breiðholtskirkju. Lagfæra þarf hellur, kanta og hirða um gróður sem þar er.

    Frestað. USK24100352

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um eignina Bjarnaborg, Hverfisgötu 83 og hver sé staðan á henni í ljósi þess að eignin virðist  liggja undir skemmdum. Hefur eignin fengið nýja eigendur? Hver er áætlun um eignina til skemmri og lengri tíma? Hér er um merka byggingu sögulega séð að ræða og það kemur borgarbúum við hvernig höndlað er með slíka byggingu. Greinargerð fylgir fyrirspurn.

    -    Kl. 12:08 víkur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir af fundi USK24100350

Fundi slitið kl. 12:28

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október 2024