Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2025, miðvikudaginn 22. október kl. 9:03 var haldinn 358. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Tekin er inn með afbrigðum og leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. október 2025, liður 7 vegna tillögu um götunafnið Kristínargata.
Rétt bókun er: samþykkt.
Vísað til borgarráðs. USK25020274
-
Tekin er inn með afbrigðum og leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. október 2025, liður 8 vegna tillögu um götunafnið Hlíðarfótur.
Rétt bókun er: samþykkt.
Vísað til borgarráðs. USK25020273
-
Lagt fram uppfært fundardagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2025 þar sem fundur fellur niður 29. október í stað 22. október vegna vetrarfrís í grunnskólum og leikskólum. USK23030154
Fylgigögn
-
Fram fer kynning frá Vegagerðinni vegna umsagna um skilti við vegi.
Bergþóra Kristinsdóttir, Einar Pálsson og Kristófer Ágúst Kristófersson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25050098
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
Fulltrúi Framsóknar þakkar fyrir kynningu frá fulltrúum Vegagerðarinnar vegna umsagna þeirra á skiltareglugerð sem er í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Ljóst er að umsögn Vegagerðarinnar er neikvæð í garð ljósaskilta við og í kringum veghald Vegagerðar. Fulltrúi framsóknar vill leggja áherslu á að við áframhaldandi vinnu við skiltareglugerð verður gætt meðalhófs í að banna ljósaskilti heilt yfir og í stað þess leitast til að komast við móts við atvinnurekendur með minna íþyngjandi aðgerðir eins og að dempa eða slökkva á skiltum að kvöldi til. Þetta á sérstaklega við í tilfellum þeirra skilta sem fyrir eru og hafa staðið lengi. Hingað til hafa reglur borgarinnar og leiðbeiningar verið óskýr sem hefur skapað mikil óþægindi og kostnað fyrir rekstraraðila.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Borgarfulltrúi Viðreisnar þakkar fyrir Vegagerðinni fyrir góða kynningu og umræðu. Borgarfulltrúi Viðreisnar vill benda á að afar mikilvægt er að jafnræði ríki um staðsetningu skilta og tækifæri til skilta uppsetningar innan sveitarfélaga og að það sé samræmt. Neikvæð umsögn hefur borist frá Vegagerðinni um gamalt skilti í Breiðholti sem Íþróttafélagið ÍR hefur auglýsingatekjur af. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur ekki samþykkt áframhaldandi notkun skiltisins en á sama tíma eru fréttir af því að Kópavogsbær hafi hundsað leiðbeiningar Vegagerðar og heimilað sambærilegt skilti. Mikil mismunun felst í þessari málsmeðferð þar sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær túlka leiðbeiningar Vegagerðar á mismunandi hátt. Mikil mismunun felst í slíku og vill Viðreisn benda á að samræmt verklag verður að vera á milli sveitarfélaga hvað þetta varðar. Viðreisn bendir einnig á að það gengur ekki að í gildi sé mismunandi túlkun sveitarfélaga á leiðbeiningum Vegagerðar sem byggir á 90. gr. umferðarlaga nr. 77 / 2019 í slíku felst mikil mismunun.
-
Fram fer í trúnaði kynning á á tillögum úr samráðsgátt vegna uppfærðra reglna um bílstæðakorta fyrir íbúa innan gjaldsvæða bílastæðasjóðs.
Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060150
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2025, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki uppsögn á samningum bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir eftirtalda einkaaðila, gjaldsvæði 4 (P4). Þetta eru eftirtaldir aðilar: Landspítalinn, stæði við Eiríksgötu 5 og í Fossvogi, HR við Menntaveg og Húsfélagið Borgartúni 8-16 og Katrínartúni 2.
- Kl. 10:17 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Rakel Elíasdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090342
-
Fram fer kynning á Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, Aðgerðaáætlun 2025–2030.
Frestað. USK25090023
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2025. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 14. október 2025. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 16. 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á yfirstandandi framkvæmdum við Brákarborg, Kleppsvegi 150-152.
Guðni Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090255
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir fróðlega kynningu um byggingaframkvæmdir við leikskólann Brákarborg við Kleppsveg. Ljóst er að endurbygging leikskólans er eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar. Ótal gallar voru á hönnun og endurbyggingu hússins, sem kosta munu skattgreiðendur ómælt fé. Eðlilegt er að kjörnir fulltrúar fylgist grannt með umræddum framkvæmdum, sem og kostnaðinum. Heildarkostnaður við Brákarborgarverkefnið var að minnsta kosti kominn í 2.399 milljónir króna í júlí 2024 á núgildandi verðlagi. Lagfæringar á burðarvirki voru boðnar út í október 2024 og var tilboði tekið að upphæð 223 milljónir. Áætluð verklok lagfæringa voru 1. febrúar 2025 en þeim er þó ekki enn lokið. Samkvæmt endurskoðaðri fjárfestingaráætlun, sem borgarráð samþykkti nú í október, hefur kostnaður við verkið hækkað verulega og er nú áætlaður 350 milljónir króna. Sennilega verður endanlegur kostnaður við lagfæringarnar þó enn hærri.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. júlí 2025 ásamt kæru nr. 107/2025, dags. 18. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun um synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi að Skólavörðustíg 37. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 20. ágúst 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2025. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 18. júní 2025, um að staðfesta neikvæða umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar um breytingu á deiliskipulagi vegna Skólavörðustígs 37, er vísað frá. Lagt er fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka ósk kæranda um breytingu á deiliskipulagi vegna Skólavörðustígs 37 til efnislegrar afgreiðslu. USK25080194
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um bætt strætóskýli við Háskóla Íslands, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. mars 2025. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags 16. október 2025.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn frávísun málsins. USK25030364Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Efni tillögunnar er þegar í vinnslu byggt á áður samþykktri tillögu, eins og kemur fram í umsögn. Því er tillögunni vísað frá.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margoft lagt til að skjólgóð og upphituð biðskýli verði sett upp á fjölförnum biðstöðvum í Reykjavík. Of hægt hefur gengið að koma umræddum tillögum Sjálfstæðisflokksins til framkvæmdar og er eindregið hvatt til þess að bætt verði úr því. Tillögurnar hafa m.a. kveðið á um að slíkum skýlum yrði komið fyrir við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og flesta framhaldsskóla. Tillögurnar hafa bæði verið fluttar á vettvangi borgarstjórnar og umhverfis- og skipulagsráðs. Hinn 26. júní 2024 samþykkti umhverfis- og skipulagsráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að upphituðu biðskýli yrði komið fyrir við skiptistöð Strætó bs. við Skúlagötu. Það skýli hefur þó enn ekki verið sett upp. Upphituð biðskýli hafa lengi verið í notkun erlendis og sannað er að þau bæta heildarupplifun farþega og stuðla þannig að fjölgun þeirra. Með aukinni útbreiðslu hafa slík biðskýli orðið ódýrari í innkaupum og hagkvæmari í rekstri en áður. Orkukostnaður er þó mun lægri í Reykjavík en í ýmsum erlendum borgum þar sem slík skýli er þó að finna.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matvöruverslun á Bauhaus-reit sem var lögð fram í borgarstjórn dags. 17. desember 2024.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn frávísun málsins. MSS24110023Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Sama tillaga hefur þegar verið afgreidd í ráðinu. Tillögunni er vísað frá.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna skuli án umræðna vísa frá tillögu um að gerð verði breyting á aðalskipulagi, sem heimili rekstur matvöruverslunar á reit M9c (Bauhaus-reit). Umrædd tillaga var lögð fram í borgarstjórn, sem vísaði henni til umhverfis- og skipulagsráðs og ætlaðist þar til að þar yrði hún skoðuð og afgreidd efnislega en ekki vísað frá umyrðalaust. Grafarholt og Úlfarsárdalur eru ört vaxandi hverfishlutar og þar búa nú um 9.000 manns. Íbúar hverfisins hafa lengi óskað eftir því að sköpuð verði skilyrði fyrir rekstri stórverslunar með lágu vöruverði og miklu vöruúrvali. Bauhaus-reiturinn er ein stærsta atvinnulóð borgarinnar. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að byggja 3-4 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði á lóðinni til viðbótar, en þó ekki matvöruverslun. Eigendur Bauhaus hafa hug á því að nýta lóðina undir matvöruverslun en hafa hingað til ekki fengið heimild borgarinnar til þess vegna stífra skilyrða í aðalskipulagi. Sjálfsagt er að Grafhyltingar og Úlfdælingar njóti nútímaverslunarhátta og þurfi ekki að leita langt yfir skammt eftir nauðsynjum. Er því rétt að þeir hafi aðgang að stórverslun með miklu úrvali og lágu vöruverði eins og íbúar annarra hverfa borgarinnar. Tilkoma slíkrar verslunar á reitnum myndi fela í sér mikla þjónustubót fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Bauhaus-reit, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 8. október 2025.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun málsins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. USK25100131
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á yfirstandandi framkvæmdum við Brákarborg, Kleppsvegi 150 - 152, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 8. október 2025.
Kynning fór fram sbr. 11. liður. Vettvangsferð um svæði Brákarborgar var farin 21. október 2025.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25100134Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Tillagan hefur þegar verið samþykkt. Kynningin er á fundinum. Því er tillögunni vísað frá.
-
Lagðar fram glærur af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt, sbr. samþykkt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrar myndir af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2025. USK25060369
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á framkvæmdum við Brákarborg, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2025.
Fyrirspurn svarað með kynningu sem fór fram sbr. 9. liður. USK25100234
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við Brákarborg, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25100235
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sektarálagningar bílastæðasjóðs, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, deild bílastæðasjóðs. USK25100236
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um ruslatunnur í borgarlandi, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. október 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25100233- Kl. 10:57 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á ljósastaurum við Hverfisgötu. Að minnsta kosti 35 götulampar eru óvirkir við götuna, einkum á eystri hluta hennar. Þá eru þrír götulampar óvirkir á Snorrabraut, á kaflanum milli Hverfisgötu og Laugavegar. USK25100349
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðgerðir á ljósastaurum við Austurstræti. Að minnsta kosti 23 götulampar eru óvirkir við götuna. USK25100350
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:16
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 22. október 2025