Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 9:09 var haldinn 327. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á ferðavenjukönnun 2024.
Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup og Ásdís Karen Waltersdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 09:11 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum.
- Kl. 09:12 tekur Unnur Þöll Benediktsdóttir sæti á fundinum USK24090336Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá í þessari könnun hversu mörg börn ganga í skólann. Það er auðvitað best að þau gangi ef aldur leyfir og ef öryggi þeirra er tryggt á leið í og úr skóla. Mjög stór hluti fer þó með einkabíl (eru keyrð) en fæst fara með strætó. Fleiri hjóla en fara með strætó sem er auðvitað mikil tíðindi en segir okkur heilmikið um hversu brýnt er að bæta almenningssamgöngur. Almenningssamgöngur og hjól eru aðeins brot af heildinni. Þeir sem fara með strætó fer fækkandi. Fólk velur bílinn í yfirgnæfandi meirihluta sem farþegar og bílstjórar. Þessi könnun er afgerandi. Ljóst er að einkabíllinn hefur vinninginn eins og aðrar kannanir hafa sýnt. Þess vegna skiptir öllu máli að umferðarflæði sé gott. Snjalljósavæðingu þarf til til að svo megi verða og næg bílastæði þurfa að vera á viðráðanlegu verði, helst neðanjarðar sé þess kostur. Það er auðvitað áhugavert að sjá að jafnvel þótt hjólastígar hafi verið betrumbættir hefur þeim sem, nota hjólið sem samgöngutæki ekki fjölgað að sama skapi. Ljóst má telja að fólkið hefur valið einkabíllinn sem fyrsta kost. Ferðavenjukönnun sem þessi hefur verið gerð af Gallup árlega í 16 ár og oft eru litlar breytingar milli ára. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að nóg sé að láta gera slíka könnun annað hvert ár.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á níu mánaða árshlutauppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs janúar - september 2024.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundi undir þessum lið. USK24080322 -
Fram fer kynning á jólunum í borginni.
Björg Jónsdóttir, deildarstjóri og Salóme Rósa Þorkelsdóttir, verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24110127Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Eftir því er tekið að “jólaborgin” er að stærstu leyti í miðbænum og miðsvæðis. Flokkur fólksins hefur áhyggjur að aðgengi að þessum svæðum t.d. aðgengi fyrir þá sem ekki búa í nágrenni við miðbæinn og geta gengið til að skoða dýrðina svo ekki sé minnst á fatlað fólk Fólk í efri byggðum barnafólk sem á ekki annan kost en að nota bílinn á erfitt með að fá stæði í kringum þessi torg og götur sem skreyta á eða sem setja á upp jólamarkaði - viðburði. Þetta er bagalegt ekki síst vegna barnanna utan miðborgar sem mörg hver munu aldrei njóta “jólaborgarinnar”. Af hverju er ekki splæst á jólamarkað í Breiðholti, Árbæ, Grafarhotli og Úlfarsárdal og Grafarvogi sem dæmi? Af hverju miðast ávallt allt sem skemmtilegt er við miðbæinn sem aldrei hefur verið eins erfitt að nálgast og nú? Þetta eru vangaveltur sem fulltrúi Flokks fólksins telur sig knúinn til að varpa fram hér enda um augljóst misrétti að ræða eftir því hvar fólk býr í borginni.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2024. USK22120094
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 7. nóvember 2024, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu. USK23060301
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 12. nóvember 2024 og 19. nóvember 2024. USK24070166
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 11. nóvember 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. október 2024 ásamt kæru nr. 122/2024, dags. 18. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun umsóknar kæranda um endurnýjun á áður gerðir samþykkt er varðar eign kæranda að Njarðargötu 43. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 21. nóvember 2024. USK24100216
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 153/2024, dags. ódagsett, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur um að hækkun girðingar við Karlagötu 1 verði fjarlægð en dagsektir verði lagðar á ef ekki verði brugðist við. USK24110160
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 158/2024, dags. 13. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun
byggingarfulltrúa Reykjavíkur dagsett 15. október 2024 vegna álagningu dagsekta vegna LED-auglýsingaskiltis staðsett á lóð 101 við Miklubraut. USK24110169Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 159/2024, dags. 15. nóvember 2024, þar sem kærandi fer fram á að lokaúttekt frá 15.03.2023 sem var gerð á Brautarholti 18 til 20 verði afturkölluð þar sem ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum um fjölbýli. USK24110194
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. fundargerð borgarstjórnar 20. september 2022, 6. liður, um að stemma við hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólastígum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 14. nóvember 2024.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Lagt er til að bjóða samgöngustofu og fulltrúum lögreglu á fund ráðsins til að ræða meðal annars hvernig hægt er að bregðast við hraðakstri léttra bifhjóla á stígum með fræðslu eða öðrum leiðum.
Samþykkt
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að stemma við hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólastígum samþykkt svo breytt. MSS22090144Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt umferðarlögum er bannað aða aka rafmagnshlaupahjólum (rafskútum), sem komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund, eftir stígum borgarinnar. Mikil brögð eru að því að brotið sé gegn þessu banni og bifhjólum ekið þar langt yfir umræddum hámarkshraða. Slíkt háttalag skapar mikla hættu enda hafa nú þegar orðið alvarleg slys á stígunum þar af völdum hraðaksturs. Brýnt er að borgaryfirvöld bregðist þegar í stað við þessari hættu og grípi til viðeigandi aðgerða samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins. Umsögn samgöngustjóra ber hins vegar með sér að hann telji ekki ástæðu til slíkra aðgerða. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki sé í boði að aðhafast ekkert í þessu alvarlega máli. Brýnt er að skýrar merkingar um 25 kílómetra hámarkshraða vélknúinna farartækja verði settar upp við stígana þannig að sú staðreynd verði bifhjólamönnum ljós. Slíkar merkingar hafa verið settar upp við stíga í Garðabæ og gefið góða raun. Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg ráðist í fræðsluátak um þessi mál í grunnskólum sínum. Þá er æskilegt að borgin óski eftir því að umferðareftirlit lögreglu verði hert á göngu- og hjólastígum til að stemma stigu við slíkum hraðakstri. Fyrirliggjandi tillaga Sjálfstæðisflokksins var flutt í borgarstjórn 20. september 2022 eða fyrir rúmum tveimur árum og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Slíkur dráttur á afgreiðslu tillögu er óviðunandi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tekið er undir að stemma þarf stigu við hættulegum hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar, sem og á gangstéttum. Bæta má merkingar um hámarkshraða léttra bifhjóla. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að setja fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Ef ekki er vöntun á rými á skilyrðislaust að breikka stígana. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota lítil vélknúin farartæki. Rafhlaupahjól eða öllu heldur rafskreppur eins og betra er að kalla þessi farartæki hafa verið bannaðar í sumum borgum t.d. París. Þar sem rafskreppur eru leyfðar verður að vera meira regluverk í kringum þær og skoða af alvöru að setja aldurstakmark á þær t.d. að fólki yngra en 18 ára verði óheimilt að fara um á skreppum, nái þær meira en 25 kílómetra hraða.
- Kl. 10:15 víkur Brynjar Þór Jónsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurnýjun á endurvinnslustöðvum sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022. USK22110065
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er varla boðlegt að svara fyrirspurn tveimur árum eftir að hún er borin fram. Samræmist það góðum stjórnsýsluháttum? Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram 3 spurningar sem varða endurnýjun á endurvinnslustöðvum. Spurt var hver mun borga endurnýjun endurvinnslustöðva? Samkvæmt fylgiskjölum er hér um stórmál að ræða og veruleg gjaldskrárhækkun væntanleg vegna þess. Í svari kemur fram að vísa á áformum um nýja endurvinnslustöð við Lambhagaveg og leiðir til fjármögnunar til staðfestingar hjá eigendavettvangi Sorpu. Svar við spurningu 2 um hvort það stefni í neyðarástand ef ekki verður hægt að urða í Álfsnesi eins og komið hefur fram í fundargerð kemur fram að neyðarástandi hefur verið forðað þegar flokkun hófst við upprunastað og hefur urðun því minnkað. Loks var spurt, er rétt að ekki sé gert ráð fyrir stofnfjárframlögum frá eigendum á árunum 2023-2027? Í svari segir að það sé rétt sem fulltrúi Flokks fólksins las í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2023-2027, ekki var gert ráð fyrir stofnfjárframlögum frá eigendum á árunum 2023-2027. Í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 er heldur ekki gert ráð fyrir stofnfjárframalögum frá eigendum. Svo virðist því sem að notkunargjöld eigi að standa undir rekstri og uppbyggingu Sorpu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á gangstétt við leikskólann Hagaborg við Fornhaga, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24110154
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhaldsátak við gangstéttir, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. nóvember 2024.
Samþykkt að vísa tillögu frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24110149
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá enda málið þegar komið í farveg. Í erindisbréfi stýrihóps um gönguvæna borg kemur fram að verkefni hópsins er meðal annars ,,Mótun áætlunar um úrbætur á innviðum eins og gangstéttum, gönguþverunum og ljósastýringu“. Áður hefur komið fram að yfir stendur vinna við ástandsmat á gangstéttum sem vinna stýrihópsins mun byggja á. Í drögum að fjárfestingaáætlun er gert ráð fyrir auknum fjármunum í innviði fyrir gangandi og svo hraðalækkandi aðgerðir og þeir munu nýtast í þessu samhengi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Brýnt er að ráðist verði nú þegar í viðhaldsátak við gangstéttir og gönguleiðir í Reykjavík, óháð stefnumótunarvinnu um þetta efni, sem ekki er enn hafin og reynslan hefur sýnt að getur tekið langan tíma. Slíkt viðhald hefur verið vanrækt með þeim afleiðingum að víða í borginni eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Hefur það óþægindi og hættur í för með sér, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á götulýsingu við Hagatorg, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK24110153
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á lýsingu við Rimaskóla, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. nóvember 2024.
Frestað USK24110152
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhaldsátak við hlaðnar gangbrautir og hraðahindranir, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. nóvember 2024.
Samþykkt að vísa tillögu frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK24110151
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá enda málið þegar komið í farveg. Í erindisbréfi stýrihóps um gönguvæna borg kemur fram að verkefni hópsins er meðal annars ,,Mótun áætlunar um úrbætur á innviðum eins og gangstéttum, gönguþverunum og ljósastýringu“. Í 5 ára fjárfestingaáætlun sem hefur verið kynnt er gert ráð fyrir auknum fjármunum í innviði fyrir gangandi og svo hraðalækkandi aðgerðir, samtals upp á 500 milljónir króna, og þeir fjármunir munu nýtast í þessu samhengi. Á fjárfestingaáætlun hefur auk þess verið liður er snýr að endurgerð hraðahindrana í samhengi við ákveðið átak í þeim efnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Brýnt er að ráðist verði nú þegar í viðhaldsátak við hlaðnar gangbrautir og hraðahindranir í Reykjavík, óháð stefnumótunarvinnu um þetta efni, sem ekki er enn hafin og reynslan hefur sýnt að getur tekið langan tíma. Slíkt viðhald hefur verið vanrækt þannig að mjög víða um borgina hafa hleðslusteinar losnað frá og brotnað upp úr gangstéttum og hraðahindrunum. Þetta hefur þær afleiðingar að á fjölmörgum gangbrautum hafa myndast holur og ójöfnur. Það hefur óþægindi og hættur í för með sér, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Óskynsamlegt er að láta slíkt viðhald reka á reiðanum þar sem lausir hleðslusteinar eru fljótir að smita út frá sér og valda þannig enn meiri skemmdum og óþægindum fyrir vegfarendur.
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bryggju yfir leirur í Grafarvogi, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða USK24110155
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bryggju yfir leirur í Grafarvogi, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK24110148
- Kl. 10:30 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
- Kl. 10:35 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í viðhald og endurnýjun gangstétta og trappa við íþróttahús Hagaskóla. Margar gangstéttarhellur við húsið eru brotnar og skemmdar. Úrbætur, sem gerðar voru á svæðinu sumarið 2023, voru langt í frá fullnægjandi.
Frestað. USK24110329
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að komið verði í veg fyrir vatnsleka yfir göngu- og hjólastíg, rétt ofan við Þvottalaugarnar í Laugardal. Vegna frostatíðar hefur þykkur klaki legið yfir stígnum á kafla að undanförnu, sem skapar augljósa slysahættu.
Frestað. USK24110330
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að úrbætur verði gerðar á götulýsingu við austanverða Suðurlandsbraut, á kaflanum milli Skeiðarvogs og Langholtsvegar.
Frestað. USK24110331
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að úrbætur verði gerðar á götulýsingu við Eiðsgranda. Sex ljósastaurar eru óvirkir, aðallega á kaflanum milli Grandavegar og Seilugranda.
Frestað. USK24110332
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í gangstéttarviðgerðir í Hálsaseli og nágrenni. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK24110328
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað kostar að gera eitt stykki ferðavenjukönnun sem Gallup hefur framkvæmt fyrir Reykjavíkurborg á hverju ári í 16 ár? Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24110333
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:40
Dóra Björt Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon
Pawel Bartoszek Unnur Þöll Benediktsdóttir
Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2024