Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 326

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 9:08 var haldinn 326. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon,  og áheyrnarfulltrúarnir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Björn Axelsson.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. febrúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024, br. 16. október 2024. Einnig eru lagðir fram skýringar- og skuggavarpsuppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024, samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnuáss og skýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2024, um kolefnisspors niðurrifs. Erindið var grenndarkynnt frá 23. júlí 2024 til og með 19. september 2024. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. október 2024. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2024.
    Vísað til borgarráðs.

    Leiðrétt bókun:
    Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. USK24060431

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að staðið verði að uppbyggingu við Dyngjuveg 18, með þeim hætti að það valdi íbúum í nágrenninu sem minnstu ónæði. Þá er nauðsynlegt að bæta við fleiri bílastæðum á í tengslum við breytingarnar en nú er áformað. Nú þegar eru of fá bílastæði á svæðinu miðað við þá starfsemi sem þar er og ríkir vandræðaástand af þeim sökum. Ekki er á það ástand bætandi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eitt og annað í þessu máli Sunnuásar fer fyrir brjóstið á fólki og má nefna hvort ekki hefði átt að leggja fyrst fram frumdrög að teikningum svo nágrannar geti betur tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar? Eins og staðan er í dag, þá eru engin stæði ekki einu sinni sleppistæði við innganginn að leikskólanum við Laugarásveg. Þess vegna myndast alltaf umferðarteppur þegar foreldrar reyna að leggja annað hvort á Laugarásvegi sjálfum eða hálf uppi á gangstéttinni við Laugarásveg. Mörgum spurningum er ósvarað. Er t.d. áætlað að rífa aðeins Laugarásveg 77 eða á einnig að rífa Dyngjuveg 18 áður en uppbygging hefst? Mun uppbyggingin ekki auka bílastæðaþörf á svæðinu enn frekar? Þetta ætti að kanna nánar áður en endanlegt fyrirkomulag bílastæða er ákveðið. Eða stendur til að breyta Sunnutorgi í bílastæði fyrir leikskólann ef fyrirætlanir um endurbyggingu Sunnutorgs renna út í sandinn? Áhyggjur eru af því að leikskólinn verði „sprunginn“ um leið og endurbótum lýkur? Það virðist ekki vera nein leið til að uppfylla bílastæðaþörfina (31 stæði) án þess að fjarlægja tímabundnu færanlegu einingarnar þegar framkvæmdum lýkur. Ekki gengur að bílastæðaþörfin sé uppfyllt með því að nota bílastæði íbúa í götunum til frambúðar, þótt það sé þolanlegt á meðan endurbótum stendur.  

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til upplýsinga og kynningar, grænt bókhald vegna reksturs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023.

    -    Kl. 9:13 aftengist Dóra Björt Guðjónsdóttir rafrænt og tekur sæti á fundinum og tekur jafnframt við formennsku.

    Hrönn Hrafnsdóttir og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir deildarstjórar og Stefán Þór Kristinsson frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100378

    Fylgigögn

  3. Lagt fram til upplýsingar og kynningar, minnisblað Eflu, dags. 15. október 2024 um loftlagsbókhald Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Einnig er lagt fram yfirlit yfir gróðurhúsalofttegunda fyrir árin 2019 til 2023.

    Hrönn Hrafnsdóttir og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir deildarstjórar og Stefán Þór Kristinsson frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100377
     

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024 og 7. nóvember 2024. USK22120094
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsókn Orra Árnasonar, dags. 26. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Ægisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að nýta húsið fyrir gististarfsemi í stað fjölbýlishúss af tegundinni hótel eða stærra gistiheimili, í flokki IV, fallið er frá því breyta kjallara í bílageymslu, en þar er nú gert ráð fyrir hótelherbergjum og stoðrýmum, fallið er frá að byggja inndregna hæð ofan á húsið, en heimilt verður að útbúa þakverönd sem fella skal inn í uppstólað þakið, í stað svalagangs á bakhlið framhúss er heimilt að byggja dýpri viðbyggingu, svo framarlega sem austurhluti jarðhæðar og kjallara bakbyggingar verði rifinn. Lyftu- og stigahús skal ná upp á áður nefnda þakverönd og fallið er frá að byggja svalir á götuhlið byggingarinnar, m.a. til að varðveita upprunalegt yfirbragð hennar. Auk þess eru lóðirnar að Nýlendugötu 9 og Ægisgötu 7 sameinaðar í eina lóð, samkvæmt deiliskipulags-, og skuggavarpsuppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 5. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2024, og samgöngumat Verkís, dags. 26. ágúst 2024. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24090343

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í dag er fjöldi vinnustofa listamanna í gömlu tunnuverksmiðjunni við Ægisgötu 7. Starfsemin þar er blómleg. Það er áhyggjuefni ef slíkir staðir hrekjast stöðugt undan annarri starfsemi. Engu að síður felur tillagan í sér töluverða framför frá gildandi deiliskipulagi hvað varðar útlit hússins. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag borgarinnar.
     

  6. Lögð fram umsókn Halldóru Kristínar Bragadóttur, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðanna nr. 7 og nr. 9 við Skeifuna. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að sameina lóðirnar og afmarka þær eina nýja lóð að viðbættu borgarlandi að Suðurlandsbraut, rífa þær byggingar sem þar standa og reisa nýja byggingu með íbúðum og atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 10. október 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 10. október 2024, og skuggavarps- og skýringaruppdrættir Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, síðast br. 10. október 2024. Jafnframt er lögð fram tæknileg áreiðanleikakönnun VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2020, minnisblað Mannvits, dags. 7. mars 2023, um sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar Skeifunnar 7, minnisblað Hnit verkfræðistofu, dags. 19. apríl 2024, um grundun væntra nýbygginga að Skeifunni 7 og 9, hljóðvistarskýrsla Arnheiðar Bjarnadóttir hjá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun, dags. 6. maí 2024, minnisblað Mannvits, dags. 14. maí 2024, vegna skoðunar og sýnatöku að Skeifunni 7, greinargerð Hnits verkfræðistofu, dags. í maí 2024, um endurnotkunaráætlun og koldíoxíðspor og samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í maí 2024. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Frestað. USK24050162

  7. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2024. USK24070166
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð SORPU nr. 504, dags. 25. september 2024. USK23010167
     

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. október 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 25. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna ábendinga og kvartana eigenda Furugerði 5 og varða frágang sorpgeymslu íbúðar F2034143. USK24100315
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 22. apríl 2024 ásamt kæru nr. 50/2024, ódags. þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. mars 2024 um að leggja á dagsektar frá og með 20. sama mánaðar. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. USK24040247
     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 114/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. USK24100073
     

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 115/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. USK24100074
     

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 116/2024, dags. 6. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur, dags. 6. nóvember 2024.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. október 2024 ásamt kæru nr. 117/2024, dags. 7. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að falla frá áformum um álagningu dagsekta vegna girðingu á lóðarmörkum Laugarásvegar 63. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 26. nóvember 2024. USK24100086
     

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. júlí 2024 ásamt kæru nr. 79/2024, dags. 25. júlí 2024, þar sem kærð er ákvörðun Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að gefa út lokaúttekt á fjórum íbúðabyggingum Mýrargötu 33-39, 101 Reykjavík. einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. nóvember 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. maí 2024 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Mýrargötu 33–39. USK24070288

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. september 2024 ásamt kæru nr. 92/2024, dags. 30. ágúst 2024, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustígs 16. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. nóvember 2024. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. apríl 2024 um að samþykkja deiliskipulag Holtsgötu nr. 10 og 12 og Brekkustígs nr. 16 í Reykjavík. USK24090011

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. apríl 2024 um að samþykkja deiliskipulag Holtsgötu nr. 10 -12 og Brekkustígs nr. 16 í Reykjavík. Úrskurðurinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihluta borgarstjórnar í þessu máli og ofurþéttingaráformum hans á þessum viðkvæma stað. Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki verði séð að sett hafi verið fram sterk rök um hvernig hin nýja byggð samkvæmt nýju deiliskipulagi samræmist markmiðum borgarverndarstefnu. Er þá sérstaklega horft til þess að hið kærða deiliskipulag felur í sér að heimilt er að byggja allt að fimmtán íbúðir á lóðunum þremur en fyrir eru þar fimm íbúðir. Sé þarna um að ræða verulega aukningu byggingarmagns á umræddum lóðum, sem almennt hafi í för með sér breytingar á byggðamynstri og götumynd, sem ekki sé rökstutt hvernig samræmist markmiðum borgarverndarstefnu 8. Hið kærða skipulag felur í sér byggingu fjölbýlishúss í afar rótgrónu hverfi þar sem hluti götumyndar og byggingarlistar frá árdögum hverfisins hefur varðveist. Rétt væri að varðveita eldra byggðamynstur og hús á þessum gamla og viðkvæma reit. Um er að ræða of mikið byggingarmagn miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar. Æskilegt væri að yfirbragð og fjölbreytileiki Gamla Vesturbæjarins yrðu áfram ríkjandi á umræddum reit.

    -    Kl. 10:08 víkur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir af fundi.
     

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. september 2024 ásamt kæru nr. 94/2024, dags. 2. september 2024, þar sem umsögn skipulagsfulltrúa frá 20. ágúst sl. vegna framkvæmda við Hverafold 50 þar sem gamall skjólveggur var rifinn niður og endurbyggður. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 2. október 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. nóvember 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. ágúst 2024 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólvegg á lóð nr. 50 við Hverafold. Að öðru leyti er kærumáli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24090036
     

    Fylgigögn

  18. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. september 2024 ásamt kæru nr. 101/2024, dags. 19. september 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að synja umsókn um að samþykkja íbúð 0001 að Grenimel 25. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. nóvember 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2024 um að synja umsókn um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25 í Reykjavík. USK24090260

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um niðurtekin plaköt, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. október 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. nóvember 2024. USK24100107

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 55. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig er lagt fram svar Vegagerðarinnar, dags. 29. október 2024. USK24080116
     

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 7. febrúar 2024 um Gufunes. Einnig er lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2024. USK24020066
     

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu gatnalýsingu í Vogabyggð, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 6. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK24110052
     

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hjólarein við Dugguvog, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 6. nóvember 2024.
    Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24110053
     

  24. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á gangstéttum í Bökkum, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 6. nóvember 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24110054

  25. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tröppur við Laufásveg, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 6. nóvember 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24110055

  26. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni borgarinnar í umhverfismálum sl. 4 ár, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 6. nóvember 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK24110057

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstéttar við leikskólann Hagaborg við Fornhaga. Umrædd gangstétt er eydd, sprungin og holótt.

    Frestað. USK24110154
     

  28. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á götulýsingu við Hagatorg. Sautján götulampar á sextán ljósastaurum við torgið eru óvirkir. Við torgið liggja fjölfarnar gönguleiðir skólabarna og er lýsingu ábótavant við fjórar gangbrautir á svæðinu.

    Frestað. USK24110153
     

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á útilýsingu við aðalinngang Rimaskóla, sem og inngang á jarðhæð.

    Frestað. USK24110152
     

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðhaldsátak við hlaðnar gangbrautir og hraðahindranir í Reykjavík á árinu 2025. Slíkt viðhald hefur verið vanrækt þannig að mjög víða um borgina hafa hleðslusteinar losnað frá og brotnað upp úr gangstéttum og hraðahindrunum. Þetta hefur þær afleiðingar að á fjölmörgum gangbrautum hafa myndast holur og ójöfnur. Það hefur óþægindi og hættur í för með sér, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Óskynsamlegt er að láta slíkt viðhald reka á reiðanum þar sem lausir hleðslusteinar eru fljótir að smita út frá sér og valda þannig enn meiri skemmdum og óþægindum fyrir vegfarendur.

    Frestað. USK24110151
     

  31. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðhaldsátak við gangstéttir og gönguleiðir í Reykjavík á árinu 2025. Slíkt viðhald hefur verið vanrækt með þeim afleiðingum að víða í borginni eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Hefur það óþægindi og hættur í för með sér, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

    Frestað. USK24110149
     

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að friðlýsingarmörk í Grafarvogi verði samþykkt vegna þess að  Umhverfisstofnun, ALTA ráðgjafar o.fl. hafi sagt að Grafarvogur fyrir innan Gullinbrú sé ein af mestu náttúruperlum Reykjavíkur og fuglalíf þar og leirur einstakar.  Umhverfisráðherra hefur lagt til að friðlýsing svæðisins verði færð frá fjöru og upp að göngustíg, auk þess sem leirur í austri upp Grafarlæk yrðu friðaðar. Nú stendur aðeins á borginni. Í meirihlutanum er flokkar sem hafa lagt mikið upp úr því að vera umhverfisvænir svo þeim er ekkert að vanbúnaði.

    Frestað. USK24110150
     

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í grundvallar endurskoðun á uppbyggingaráformum í Grafarvogi og það sé gert með íbúum hverfisins. Greinargerð fylgir tillögu.

    Frestað. USK24110156
     

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Óskað er upplýsinga um hvort ákveðið hafi verið að byggja bryggju yfir leirur og gera göngustíg  út í sjó þar sem á að vera útsýnispallur í miðju leirunnar, í samræmi við tillögu FOJAB arkitekta. Hafa áhrif þessarar tillögu á náttúru og fuglalíf verið könnuð og ef svo er hver er niðurstaða þess? Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24110155
     

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú hefur borgarstjóri sagt að það verði að þétta Grafarvog og byggja Keldnalandið vegna þess að það vanti byggingarland. Spurt er, ef það vantar svona mikið land til byggingar. Af hverju er dregið að byggja upp á Kjalarnesi þar sem að íbúar vilja meiri byggð til að byggja upp innviði? Af hverju er ekki byggt meira í Úlfarsárdal þar sem þar er nægt rými? Af hverju ekki að byggja Geldingarnesið? Flokkur fólksins hafnar því að það þurfi að ofurþétta Grafarvog á sama tíma og margir aðrir kostir eru í stöðunni til að auka byggingarmagn. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að gengið sé of langt í þessari þéttingu. USK24110148

    -    Kl. 10:26 víkja Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi.
    -    Kl. 10:31 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.
     

Fundi slitið kl. 10:51

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. nóvember 2024