No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 21. ágúst, kl. 9:00 var haldinn 316. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins og útreikning á losun.
Herdiís Sigurgrímsdóttir frá VSÓ ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að vísa inn í vinnu Stýrihóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030. MSS24060091Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Vegasamgöngur skipa og flugumferð losa kolefni í andrúmsloftið. Áætlað er að losun frá vegasamgöngum hafi minnkað um 7% milli áranna 2019 til 2022 ekki síst vegna Covid en nú eykst bílaumferð Ekki hefur verið brugðist við aukinni umferð með því að setja upp snjallljósakerfi til að draga úr töfum með tilheyrandi mengun og losun. Skipaumferð losar mikið sem og flugumferð. Raftenging í höfnum mun skipta sköpum þegar kemur að losun við hafnir. Því hraðar sem orkuskiptin verða því minni losun en eitthvað hefur hægst þar á. Reykjavíkurborg getur gert margt til að draga úr losun. Flokkur fólksins hefur lagt til skógrækt á umfangsmiklum svæðum og auka má umfang bindingar í landi og gróðri, t.d. með endurheimt votlendis og uppgræðslu. Úrgangsmál eru nú öll önnur eftir að nýtt flokkunarkerfi var tekið í notkun og á ávinningur þess eftir að verða sýnilegur. Reykjavík var sein til að hefja flokkun á söfnunarstað en árið 2018 voru mörg sveitarfélög farin að stað og tillögur Flokks fólksins lágu fyrir strax á því ári að fylgja í sömu fótspor. En betur má ef duga skal, setja þarf skýrari reglur um t.d. þann úrgang sem fellur til í framkvæmdum.
Fylgigögn
-
Tillaga um úthlutun styrkja frá loftslagssjóði ungs fólks.
samþykkt
Vísað til borgarráðs
Benedikt Traustason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þesusm lið USK24030270Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessum umsóknum sem er merki um áhuga ungs fólks á loftslagsmálum. Styrkumsóknir eru mismunandi eins og gengur. Votlendi er ein stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Vandasamt er að endurheimta votlendið og eru því allar hugmyndir vel þegnar. Endurheimt votlendi skiptir miklu máli en Reykjavík er ekki á votlendissvæði, ekki síst því að mýrar sem voru í Reykjavík hafa að mestu verið þurrkaðar upp og vandasamt er að endurheimta þær, svo sem Kringlumýri og Laugarmýri. Þá hefur meirihlutinn hafnað því að auka skógrækt með kolefnisbindingu í huga.
-
Lögð fram fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 13. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024. USK22120094
Fylgigögn
-
Lögð fram verklýsing íbúauppbyggingar í grónum hverfum.
Samþykkt að kynna verklýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt deiliskipulags. og skýringaruppdr. T.ark arkitekta, dags. 11. júlí 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK24020149Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 21. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 7-11. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er færður til og stækkaður svo hægt sé að byggja nýtt og stærra gróðurhús austar á lóðinni og bæta við kaffihúsi. Aðkoma verður að kaffi- og gróðurhúsi um innkeyrslu norðan megin hússins en einnig verður aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að austanverðu um göngu- og hjólastíg. Staðsetning bílastæða við byggingarreitinn er leiðbeinandi, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 14. ágúst 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK24060316Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. ágúst 2024 ásamt kæru nr. 85/2024, dags. 10. ágúst 2024, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík 9. júlí 2024 á byggingarleyfi fyrir framkvæmdum á Sólvallagötu 14 í Reykjavík. USK24080091
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 19. liður fundargerðar fundar umhverfis- og skipualgsráðs 15. maí 2024. Einnig er lagt fram svar umverfis og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 8. ágúst 2024
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins USK24050185Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki á forræði ráðsins að fjölga bílastæðum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins lagði til að bílastæðum við Dalslaug yrði fjölgað. Tillagan er felld. Fjölgun bílastæða er bráðnauðsynleg aðgerð þar sem margir einfaldlega treysta sér ekki til að heimsækja laugina vegna aðgengis vanda. Fólk sem kemur lengra að hefur neyðst til að leggja í bílastæði inn í hverfi sem ætluð eru íbúum. Til að hægt sé að gera þessa breytingu samkvæmt meðfylgjandi umsögn, þarf lóðarhafi, sem væntanlega er Reykjavíkurborg (annað hefur í það minnsta ekki komið fram) að framkvæma samgöngumat í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið. Jafnframt þarf að breyta deiliskipulagi þar sem fjöldi bílastæða kemur fram í samþykktu deiliskipulagi. Þarna voru gerð mistök sem þarf að leiðrétta ef laugin á að vera fyrir aðra en þá sem næst búa. Óhætt er að segja að um hugsanavillu eða jafnvel dómgreindarleysi að ræða að ætla að samnýta bílastæði við skóla og íþróttahús. Á meðan almenningssamgöngur eru eins slæmar og raun ber vitni eru borgarbúar háðir einkabílnum. Vonandi verður dreginn lærdómur af þessum mistökum og þess gætt að hafa næg bílastæði í kringum þjónustu- og íþrótta mannvirki eins og sundlaug.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: Lagt er til að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi, sem heimili rekstur matvöruverslunar á reit M9c, sem er á skilgreindu miðsvæði við Lambhagaveg-Vesturlandsveg. Nú er óheimilt að vera með matvöruverslun á umræddum reit samkvæmt aðalskipulagi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 11. júlí 2024.
Frestað- Kl. 10:12 víkur Brynjar Þór Jónsson af fundi USK24040028
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 48. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins USK24080124
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 47. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins USK24080123Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki á forræði ráðsins að fjölga bílastæðum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að lóðarhafi sem er Reykjavíkurborg eftir því sem næst kemst, undirbúi jarðveginn í samráði við umhverfis- og skipulagsráð svo hægt sé að fjölga bílastæðum við Dalslaug. Þessari tillögu er hafnað af meirihlutanum og skipulagsyfirvöldum. Gera þarf samgöngumat í samstarfi við fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs ef það þarf að vera fyrsta skrefið til að leiðrétta þessi mistök og í kjölfarið að fara í breytingu á deiliskipulagi þar sem fjöldi bílastæða kemur fram í samþykktu deiliskipulagi. Að ætla að samnýta bílastæði fyrir laugargesti, skóla og bókasafn sem og íþróttahallar eru mistök. Hvernig sem á málið er litið eru allt of fá bílastæði þarna sem ætluð eru laugargestum. Dalslaug er vinsæl og fjöldi gesta á íþróttavöllinn er oft einnig gríðarmikill. Þarna hafa verið gerð skipulagsmistök sem verður að leiðrétta. Fjölga þarf bílastæðum umtalsvert. Um helgar og þegar viðburðir eru auk þess í íþróttahúsinu ríkir þarna algjört kaos svo vægt sé til orða tekið. Foreldrar þurfa að leggja inn í hverfi, oft fjarri lauginni og íþróttahúsinu og ganga langan veg, sumir með stóran barnahóp og tilheyrandi sunddót og annað sem fylgir sundferðum. Nærliggjandi íbúar geta varla heldur verið ánægðir með að sundlauga- og íþróttahúsgestir þurfi að leggja í stæði ætluð íbúum hverfisins.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 46. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024.
Frestað USK24080115 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 45. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK24080110 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 44. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Visað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24080109 -
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 48. liður fundargerðar borgarráðs dags. 11. júlí 2024
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins MSS24070041Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 43. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK24080114Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 42. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24080108Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK24080107Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24080105Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 49. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK24080125Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 50. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24080122Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 51. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða USK24080119Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 52. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildar aðalskipulags USK24080120Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 53. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24080117Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 54. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds USK24080111Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 55. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar Vegagerðarinnar USK24080116Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 56. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK24080112 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.
Vísað frá USK24060405 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 26. júní 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa USK24060434 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um framkvæmdir á og við Hlemm þar sem fram komi upplýsingar um kostnaðaráætlanir, útboð, áfangaskiptingu, áfallinn kostnað, áætlaðan heildarkostnað og verktíma. Hvenær hófst verkið, hvenær voru áætluð verklok við upphaf þess og hvenær eru áætluð verklok nú? Hafa breytingar verið gerðar á verkefninu eftir að það hófst? Ef slíkar breytingar hafa átt sér stað, hefur þá þurft að ráðast í ný útboð vegna þeirra? USK24080214
Fundi slitið kl. 10:40
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Hildur Björnsdóttir Líf Magneudóttir
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. ágúst 2024