No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 9:07 var haldinn 277. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Stefán Pálsson og áheyrnarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda við Sundabraut - kynning.
Helga Jóna Jónasdóttir, Vegagerðinni, Bryndís Friðriksdóttir Vegagerðinni og Hildur Hauksdóttir Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK22010109
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Varla er hægt að deila um það að Sundabraut mun stórbæta samgöngur inn og út úr borginni til norðurs. Ekki enn búið að ákveða endanlega staðsetningu Sundabrautar sem hlýtur að vera erfitt þegar kemur að öðrum framkvæmdum í tengslum við hana. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að við undirbúning framkvæmdar verði borin virðing fyrir náttúru og lífríki, að sem minnst verði um landfyllingar. Brúa þarf leiðina yfir Leiruvog frekar en að landfylla. Annað er móðgun við lífríkið. Leggja á áherslu á brýr og raska eins litið og hægt er því lífríka svæði sem Leirvogur og Blikastaðakró eru. Leiruvogur er mikilvægur viðkomustaður farfugla og fóstrar ríkulegt fuglalíf árið um kring, Verndargildi svæðisins er hátt og felst ekki síst í grunnsvæði, miklum sjávarfitjum og víðáttumiklum leirum. Leirurnar eru meðal fárra óraskaðra leira á höfuðborgarsvæðinu og þær ber að friða algjörlega. Auðvitað á að taka tillit til fornminja. Það hlýtur að þurfa að hafa í huga að byggð mun rísa í Geldinganesi og gera þarf því ráð fyrir tengslum við Geldinganes. Í svo stóru máli sem þessu þarf að sýna fyrirhyggju og hugsa hlutina langt fram í tímann.
-
Breyting á aðalskipulagi vegna Sundabrautar, minnisblað vegna undirbúnings verk- og matslýsingar - kynning
Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22010109
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 16. júní 2023 vegna samþykktar forsætisnefndar á þátttöku Reykjavíkurborgar í framkvæmdaverkefninu ICEWATER ásamt umsagnarbeiðni, dags. 23. júní 2023, uppfært 11. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. ágúst 2023.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir, sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23050108
Umhverfis- og skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og lítur verkefnið jákvæðum augum.Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2023, 6. júlí 2023, 13. júlí 2023, 21. júlí 2023, 27. júlí 2023 og 3. ágúst 2023. USK23010150
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Vegna 15. liðar í fundargerð 924. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa telur fulltrúi Viðreisnar eðlilegt að endurskoða gildandi samþykkt um skilti í Reykjavík sem er orðin þriggja ára gömul. Eðlilegt er að fyrirtæki geti, í lifandi borg, auglýst starfsemi sína innan skynsamlegra marka. Þær stærðartakmarkanir sem reglurnar setja eru nokkuð íþyngjandi, til dæmi eru stafræn skilti umfram 0,5 fm ekki heimiluð á flestum svæðum. Stafræn skilti hafa samt marga kosti umfram hefðbundin skilti, til dæmis er ódýrara, öruggara, umhverfisvænna er að skipta um auglýsingar á stafrænum skiltum. Eðlilegt er að taka mið af nýrri tækni við endurskoðun áðurnefnds regluverks og taka almennt betur í deiliskipulagsumsóknir sem fela í sér hóflega og vandaða uppsetningu stafrænna skilta. Vegna 14. liðar í fundargerð 926. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa telur fulltrúi Viðreisnar að rýna þurfi vel hvort hófleg fjölgun íbúða á uppbyggingarsvæðum á borð við Orkureit sé ekki í góðu samræmi við markmið aðalskipulags og stefnu borgarinnar um hraða og kraftmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Ekki eru gerðar athugasemdir við önnur atriði í minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fjórir eigendur og leigjendur að Klapparstíg 14, dags. 14. maí 2023, Guðni Pálsson, dags. 15. maí 2023, Ólafur Th. Ólafsson og Birna Eggertsdóttir, dags. 16. maí 2023, Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir f.h. Silfurbergs ehf. og Berg Contemporary ehf. og Kristinn Pálmarsson f.h. K16 ehf., dags. 15. maí 2023 og danska sendiráðið, dags. 15. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023. Lagt er til að tillögunni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Frestað. SN220704 -
Lögð fram umsókn Rauðsvíkur, dags. 21. júlí 2023, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 21. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Skúlagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að niðurrif framhúss að hluta eða heild verði heimilað með skilyrðum, heimilt verði að gera sameiginlegt útivistarsvæði gesta á þaki bakhús og að fyrirkomulagi sorps verði breytt ásamt því að heimilt verði að gera flóttastiga á bakhlið hússins, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark arkitekta, dags. 20. apríl 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Tensio, dags. 4. maí 2023, vegna ástandsskoðunar að Skúlagötu 30. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sigríður Maack, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23070196
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf., dags. 23. júní 2023, ásamt bréfi Urban arkitekta, dags. 21. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa byggingu undir hreinsimannvirki og jöfnunarþró á norðausturhorni lóðarinnar ásamt því að heimilt verði að reisa bílastæðakjallara undir yfirborði bílastæða sem eru við hlið fyrirhugaðrar þróar og hreinsistöðvar fyrir allt að 30 bíla, samkvæmt, deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Urban arkitekta, dags. 15. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060302
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna en eru ósammála því að þrengja heimild umrædds fyrirtækis til bifreiðastæða á eigin lóð svo verulega, þ.e. um 48% eða úr 252 í 170. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg búi vel að atvinnufyrirtækjum í borginni og þrengi ekki um of að heimildum þeirra til að útvega starfsmönnum og viðskiptavinum nægilega mörg bílastæði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Axels Kaaber, dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar - Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grandagarð. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla umferðarréttar svo hægt sé að koma fyrir bílastæðum við vesturenda lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Axels Kaaber arkitekts og Birkis Ingibjartssonar arkitekts dags. 24. mars 2023. Einnig er lagt fram samþykki Faxaflóahafna, dags. 16. mars 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið.
Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23030342
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 27. júní 2023, 4 júlí 2023, 11. júlí 2023, 18. júlí 2023, 25. júlí 2023, 1. ágúst 2023 og 8. ágúst 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 22. júní 2023, vegna samþykktar borgarstjórnar þann 20. júní 2023 á auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustíg 16. SN220212
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 29. júní 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. SN220544
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 22. júní 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grjótháls 8. USK23040007
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 92/2023, dags. 31. júlí 2023, þar sem kærð er ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6. desember 2022 að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Presthús á Kjalarnesi. SN210265
Fylgigögn
-
Lögð fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. júlí 2023 ásamt kæru nr. 87/2023, dags. 19. júlí 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um útgáfu byggingarleyfis til niðurrifs í húsi á lóð Grjótháls 8 og byggingarleyfi til að byggja bílaþvottastöð og þvottabás á sömu lóð. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 27. júlí 2023 sem og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. júlí 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda samkvæmt byggingarleyfi til niðurrifs í húsi á lóð við Grjótháls 8 og byggingarleyfi til að byggja bílaþvottastöð og þvottabás á sömu lóð. USK23070184
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. október 2022 ásamt kæru nr. 117/2022, dags. 10. október 2022, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúans í Reykjavík um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna lagningu tveggja nýrra reiðleiðatenginga í Trippadal. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 29. desember 2022 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. mars 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 17. desember 2021 um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu tveggja nýrra reiðleiðatenginga í Trippadal. SN220659
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2022 ásamt kæru nr. 127/2022, dags. 14. nóvember 2022, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 22. september 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 14. september 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 3. janúar 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. mars. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar frá 22. september 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel. SN220751
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhald og endurnýjun gangstétta og trappa við íþróttahús Hagaskóla, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. júní 2023.
Frestað. USK23050267 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um snjómokstur, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. apríl 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu borgarlandsins, dags. 16. maí 2023. USK23040078
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðhaldskostnað leik- og grunnskólabygginga, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 17. apríl 2023. USK23030093
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista fagnar því að til standi að endurskoða stjórnskipulag eigna- og viðhaldsstýringar á skólabyggingum og vonar að það verði til góðs. Framkvæmdaferli viðhaldsverkefna hefur sýnt ýmsa annmarka, meðal annars kemur fyrir að verkefni fari í framkvæmd sem skarast við aðrar framkvæmdir viðhalds eða jafnvel spillast við þær, aðeins á forsendum stöðu beiðnar á framkvæmdaáætlun. Svo dæmi sé tekið, málun innandyra á húsnæði þó húsnæðið sé á leið í lokun vegna stórframkvæmda til að bregðast við mygluskemmdum. Betri samrýmingar er þörf. Sömuleiðis mætti athuga að ráða í stöður húsvarða, sem gætu verið skólastjórum borgarinnar innan handar við samskipti við verktaka, eftirlit með ástandi húsnæðis, tækja, húsbúnaðar og svo framvegis. Hafa skólastjórnendur kallað eftir slíku.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rauða dregilinn, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags. 3. júlí 2023. USK23060073
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að það efni sem notað er nú í verkið er sagt að eigi að endast í hátt í átta ár. Hér er um að ræða skraut sem kostar á 15. milljón þegar allt er talið og því mikilvægt að valið sé efni sem endist
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stiga í Breiðholti, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. júní 2023. USK23050327
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í svari er farið yfir fyrirkomulag verkefnisins Hverfið mitt og ferli þess lýst en ekki er að finna svör við spurningunum sem spurðar voru. Spurt var m.a. um kostnað við stigann sem svo sem má eflaust finna á netinu en einnig var spurt um samráð við íbúa í grennd sem er kannski aðalmálið hér því mikil óánægja var með þennan stiga eins og sjá og heyra mátti á samfélagsmiðlum og í fréttum. Mörgum fannst hann eins og skrímsli í annars fallegu umhverfi og af honum væri sjónmengun. Þess utan var þessi stigi langt því frá að vera fyrsta val, og ekki heldur annað eða þriðja val heldur var hann í áttunda sæti. Það er því ekki hægt að segja að íbúar hafi valið þennan stiga, og „svona“ stiga með neinum afgerandi hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um grisjun og gróðursetningu trjáa í Öskjuhlíð. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs þann 13. júlí sl. og send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar með tölvupósti dags. 26. júlí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS23070054Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frágang vegna framkvæmda í Hlíðahverfi. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs, dags. 13. júlí sl. og send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar með tölvupósti dags. 26. júlí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. MSS23070056Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um efnissöfnun á horni Álfabakka og Árskóga. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi borgarráðs, dags. 13. júlí sl. og send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar með tölvupósti, dags. 16. júlí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. MSS23070057Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands vegna bílastæða hreyfihamlaðra. fyrirspurnin var lögð fram á fundi borgarráðs, dags. 13. júlí sl. og send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar með tölvupósti dags. 26. júlí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar MSS23070048Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vinnuskóla Reykjavíkur, sbr. 46. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 28. júní 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23060359 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvartanir vegna framkomu strætóbílstjóra, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. júní 2023.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23060149 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Vinnuskólann fyrir sumarið 2023, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. júní 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23060152 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um langtímaveikindi á umhverfis- og skipulagssviði, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. júní 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, mannauðsskrifstofu. USK23060151 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að strax verði bætt úr því ófremdarástandi, sem ríkir varðandi gámalosun og umhirðu á grenndarstöðvum í Reykjavík. Aukinn kraftur verði settur í losun gáma og umhirðu við þá. Leitað verði til verktaka um tímabundna aðstoð í þessu skyni á meðan útboð á umhirðu grenndarstöðva stendur yfir. Þá verði settar upp áberandi merkingar við grenndarstöðvar um að óheimilt sé með öllu að skilja óflokkað heimilissorp eftir við þær.
Frestað. USK23080107 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að nú þegar verði brugðist við því ófremdarástandi, sem ríkir í sorphirðu í Reykjavík. Stóraukinn kraftur verði settur í hirðu heimilissorps þar til tekist hefur að vinna upp hinar miklu tafir, sem orðið hafa við hana á undanförnum mánuðum. Tímabundið verði leitað til verktaka eða jafnvel nágrannasveitarfélaga um aðstoð í þessu skyni á meðan tiltækur tækjabúnaður og mannafli Reykjavíkurborgar dugir ekki til eins og komið hefur fram.
Frestað. USK23080106 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að frestur til að skila inn ábendingum og umsögnum vegna skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði við Suðurfell, sem að óbreyttu rennur út 18. ágúst nk., verði framlengdur til 18. september. Umrædd skipulagslýsing var ekki birt á vef borgarinnar fyrr en 27. júlí. Í ljósi umfangs og mikilvægis er rétt að gefa íbúum í Breiðholti og öðrum hagaðilum rýmri frest til að kynna sér umrætt skipulagsmál og veita umsögn um það.
Frestað. USK23080108 -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að Reykjavíkurborg láti gera umhverfismat vegna allra framkvæmda við Vetrargarðinn, allt á landi borgarinnar, og óháð gamla umhverfismatinu fyrir Arnarnesveg. Vegaframkvæmdin virðast fela í sér mikil spjöll á náttúru og umhverfi við Vatnsendahvarf. Ef áformað er að leggja alla vesturhlíð Vatnsendahvarfs neðan Arnarnesvegar undir Vetrargarðinn eru um stórfellt rask að ræða, bæði með hjólastíg og skíðabraut sem þarf að slétta vegna stórgrýtis. Óljóst er hversu slíkar brautir yrðu breiðar og hversu raskið af völdum þeirra yrði mikið. Stígarnir virðast geta orðið nálægt mörgum íbúðarhúsunum í götum sem standa næst. Víst er að mikið ónæði verður og hljóðvist mun versna.
Frestað. USK23080100 -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að Reykjavíkurborg/skipulagsyfirvöld kaupi þar til gerða mæla sem mæla hvort söfnunarkassar/gámar eru fullir. Ef að gámur fyllist þá gefur nemi boð um að hann sé fullur og því þurfi að sækja hann. Slíkt ætti að stjórna betur tæmingum og sjá til þess að það líði ekki dagar þangað til yfirfullur gámur er tæmdur. Fyrir þessu er fordæmi. Skátarnir eru sem dæmi með nema á sínum söfnunarkössum (sem mæla hvort að þeir séu fullir) og byrja á hverjum morgni að skoða hvaða gámar eru fullir og þarf að sækja. Reykjavíkurborg getur lært heilmikið af skátunum í þessum efnum.
Frestað. USK23080099 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um fyrirkomulag og framvindu sorphirðu í Reykjavík frá því innleiðing nýs flokkunarkerfis hófst í maí síðastliðnum. Þar verði eftirfarandi spurningum meðal annars svarað. 1. Hversu miklar tafir hafa orðið á hirðu heimilissorps í Reykjavík á árinu? Óskað er eftir yfirliti yfir tíðni sorplosunar eftir hverfum borgarinnar á tímabilinu og frávik frá sorpdagatali. Hversu margir dagar hafi liðið á milli losunar einstakra sorpflokka? 2. Hvenær mega borgarbúar búast við því að sorphirða verði komin í viðunandi horf í borginni? Óskað er eftir yfirliti eftir hverfum. 3. Hversu miklar tafir hafa orðið á losun gáma á grenndarstöðvum í borginni á árinu? Óskað er eftir yfirliti yfir tíðni gámalosunar eftir grenndarstöðvum og hverfum. 4. Hvenær má búast við því að gámalosun og umhirða á grenndarstöðvum verði komin í viðunandi horf? USK23080104
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar að tekinn yrði upp einstefnuakstur á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að málið yrði kynnt fyrir íbúum Sólvallagötu og Ásvallagötu og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingu áður en þær yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu. Í bókun meirihlutans um málið kemur fram að það byggist á frumkvæði íbúa. Óskað er eftir því að öll gögn málsins verði lögð fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Þar komi m.a. fram upplýsingar um áðurnefndar óskir og hversu margir íbúar standi á bakvið það. Einnig verði lögð fram öll gögn málsins frá þeim tíma þegar hugmyndir um einstefnuakstur í umræddum götuköflum (öðrum hvorum eða báðum) hafa áður verið til skoðunar, 2017 og fyrr. USK23080105
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Árið 2017 kynnti Reykjavíkurborg hugmyndir um einstefnuakstur í Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, sérstaklega fyrir viðkomandi íbúum. Þá var fallið frá umræddum hugmyndum vegna andstöðu íbúa. Spurt er: 1. Af hverju ekki var efnt til íbúakynningar um málið nú eins og gert var árið 2017 heldur tillaga um einstefnu keyrð í gegn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 28. júní sl. án þess að viðkomandi íbúar hefðu hugmynd um hana? 2. Af hverju voru athugasemdir íbúa við Ásvallagötu og Sólvallagötu frá árinu 2017, vegna hugmynda um einstefnuakstur á umræddum götuköflum, ekki kynntar fyrir umhverfis- og skipulagsráði áður en ný tillaga var lögð fyrir ráðið á síðasta fundi þess?
3. Af hverju voru umsagnir yfirverkfræðings umferðardeildar Reykjavíkurborgar um málið ekki kynntar fyrir umhverfis- og skipulagsráði áður en ákvörðun var tekin? Til dæmis umsögn hans frá 16. október 2017 þar sem fram kemur að líklegt sé að umferð, umferðarhraði og óhappatíðni muni aukast í umræddum götuköflum, verði slík einstefna tekin upp þar? USK23080112 -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þeirri þróun hjá Strætó að skerða þjónustu og óskar upplýsinga um hvort frekari skerðingar eru fyrirhugaðar og hverjar þær kunna þá að verða? Stendur til að hækka fargjaldið meira á þessu ári? Ef svo er, verður tekið tillit til efnaminni fjölskyldna og fátæks fólks t.d. með því að gefa sérstaka afslætti? Stendur til að fara í frekari útvistun en áætlanir nú gera ráð fyrir? Sífellt er verið að skerða þjónustu Strætó og virðist sem fyrirtækið sé að lognast út af vegna mikils fjársveltis. Nýjustu dæmi eru að fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferð á nýafstaðna Gleðigöngu vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn. Fólk þurfti að bíða í tvo og hálfan tíma. Yfirfullir vagnar óku fram hjá stoppistöðvum þar sem fjöldi manns beið. Fulltrúi Flokks fólksins furðar sig á að ekki voru gerðar neinar ráðstafanir, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. Áfram halda skerðingarnar því nú verður ekki frítt í strætó á Menningarnótt eins og hefur verið undanfarin ár. Það munar um þetta hjá t.d. stórum fjölskyldum. USK23080102
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú er innleiðing nýs flokkunarkerfis heimilisúrgangs er farið af stað og hefur gengið á ýmsu í því sambandi sérstaklega þegar kemur að tæmingu tunna. Flokki fólksins hafa borist kvartanir um að plast og pappírs tunnur hafi ekki verið tæmdar í allt að sex vikur. Spurning hvort hér sé um byrjunarörðuleika að ræða? Því vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja hver sé áætlaður tími fyrir losun á sorptunnum borgarinnar? Einnig er spurt af hverju þetta var ekki séð fyrir að það þyrfti fleiri hirðubíla? Loks er spurt hver sé raunveruleg ástæða fyrir því ófremdarástandi sem ríkt hefur í þessum málum í sumar. Er það rétt að skýringin sé sú að það sé vegna yfirvinnubanns hjá Reykjavíkurborg og þess vegna var ekki hægt að flýta viðgerðum á bílum til að koma þeim í virkni vegna þessa? Er það rétt að bílar hafi verið óþarflega lengi úr umferð þar sem að ekki mátti vinna í yfirvinnu við að laga þá? Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir heiðarleika í þessu máli og þegar spurt er út í skýringar á töfum að sagður sé sannleikurinn. USK23080098
Fundi slitið kl. 11:43
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 16.8.2023 - Prentvæn útgáfa