Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2026, miðvikudaginn 28. janúar, kl. 9:00 var haldinn 268. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Elísabet Dröfn Erlingsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtalinn starfsmaður tók sæti með rafrænum hætti: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2026. USK22120094
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Hringrásargarði á Álfsnesi, þróunaráætlun og sviðsmyndir um þróun landnotkunar (drög) og á stöðu vinnu við þróun hringrásargarðs á Álfsnesi og undirbúningur aðalskipulagsbreytinga á svæðinu.
Frestað. USK24060310 -
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 20. janúar 2026. USK24070166
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 522, dags. 10. nóvember 2025, nr. 523, dags. 10. desember 2025, ásamt fylgiskjölum og nr. 524, dags. 14. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 9:01 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum. USK23010167
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð götunafnanefndar Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2026. USK26010065
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2026, vegna samþykktar borgarstjórnar þann 13. janúar 2026, á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými Suðurlandsbrautar frá gatnamótum við Skeiðarvog og til vesturs að gatnamótum við Lágmúla. USK24090201
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2026. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingarfulltrúa, Óskar Örn Arnórsson frá embætti skipulagsfulltrúa og Bjarki Þór Wíum f.h. borgarsögusafns skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs. Trúnaður ríkir um málið þar til búið er að upplýsa umsækjendur niðurstöður.
Samþykkt að skipa Andreu Jóhönnu Helgadóttur og Kjartan Magnússon í vinnuhópinn. USK26010220
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á árangurmælikvörðum aðalskipulags, niðurstöðum fyrir árið 2025, sbr. skilgreindum mælikvörðum í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
- Kl. 9:03 taka Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9:06 tekur Brynjar Þór Jónasson sæti á fundinum.
- Kl. 9:11 tekur Hjördís Sóley Sigurðardóttir sæti á fundinum.Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010169
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun gangbrauta í Vogahverfi. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs, sbr. 21 liður, dags. 15. janúar 2026 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað inn í vinnu við gerð umferðaröryggisáætlun.- Kl. 9:50 víkja Hjördís Sóley Sigurðardóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir af fundi. MSS26010097
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á fyrri tillögur sínar og ábendingar í þágu aukins umferðaröryggis í Vogabyggð. Auka þarf umferðaröryggi á fjölförnum gatnamótum í hverfinu með snjallstýringu gangbrautarljósa. Um er að ræða gatnamót Sæbrautar-Kleppsmýrarvegar-Skeiðarvogs, Sæbrautar-Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar-Dugguvogs-Skútuvogs. Þá þarf að ráðast í úrbætur á gatnamótum Knarrarvogs og Súðarvogs í þágu óvarinna vegfarenda. Þarna er slysahætta vegna mikillar umferðar um gatnamótin af ökutækjum, sem eru á leið til eða frá bílastæðum fjölsóttra atvinnufyrirtækja við Knarrarvog. Setja þarf upp skýrar varúðarmerkingar þar sem Knarrarvogur þverar fjölfarinn hjólastíg Kelduleiðar, t.d. með merki um hjóla- og göngustíg og með því að lita hjólareinina á þessum stað. Þá þarf að taka upp stöðvunarskyldu á gatnamótunum gagnvart umferð frá Knarrarvogi í stað biðskyldu. Enn og aftur skal minnt á fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins um að leitast verði við að leggja sérmerktar hjólareinar milli götu og gangstéttar í Vogabyggð þar sem aðstæður leyfa. Við hönnun og skipulag Vogabyggðar fórst fyrir að gera ráð fyrir slíkum hjólareinum, sem hefði verið hægðarleikur því gangstéttar í hverfinu eru flestar breiðar og rúmgóðar. Æskilegt er að slíkar hjólareinar verði lagðar við þær götur, sem enn eru ófrágengnar í hverfinu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á sumarstörfum á vegum Vinnuskóla Reykjavíkurborgar.
Þorvaldur Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS26010082
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um aðgerðir til að bregðast við fáliðun í leikskólum Reykjavíkurborgar, sbr. 4. liður fundur borgarstjórnar dags. 13. janúar 2026. Liður 4 af tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til meðferðar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Vinnuskóla Reykjavíkur. MSS26010082
Fylgigögn
-
Fram kynning á núverandi verkefni Reykjavíkurborgar um uppsetningu almenningsbekkja og minningarbekkja.
Þórólfur Jónsson og Hjalti Jóhannes Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25100004
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa U3A og Samtaka aldraðra um almenningsbekki. Tillagan var lögð fram á fundi mannréttindaráðs, sbr. 3. liður, dags. 6. nóvember 2025 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiða atkvæði gegn frávísuninni. MSS25100004Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúar meirihluta í umhverfis- og skipulagsráði fagna áhuga Samtaka aldraðra, U3A og mannréttindaráðs borgarinnar á almenningsbekkjum og þá sérstaklega minningarbekkjum. Þau atriði sem tilgreind eru í tillögunni eru hins vegar til staðar nú þegar, þar með talið sérstakur ferill um minningabekki. Ljóst er að bæta þarf sýnileika og aðgengi á veraldarvefnum þannig að íbúar í borginni geti kynnt sér betur þessi mál og eins möguleika þeirra til þess að hafa áhrif á staðsetningu almenningsbekkja.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harma að tillögu Samtaka aldraðra um almenningsbekki og minningarbekki sé vísað frá. Mikilvægt er að skýr stefna sé mótuð um almenningsbekki í því skyni að auka aðgengi og öryggi borgarbúa. Þá er nauðsynlegt að skýrar reglur séu settar um að bekkir séu í öllum strætóskýlum borgarinnar og bekkir númeraðir í borgarlandinu.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Fulltrúi Viðreisnar hefði fagnað meiri undirtekt um hugmyndir um minningarbekki. Að gefa bekkjum í borgarlandinu dýpri og sterkari merkingu væri fagnaðar efni. Einnig harmur að heyra hversu stórt verkferli uppsetning á einum bekk er og bersýnilegt er að hreinsa þarf í verkferlum til að auka hagkvæmi rekstur borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2025 ásamt kæru nr. 164/2025, dags. 24. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, dagsett 24. september 2025, um álagningu dagsekta að fjárhæð 150.000 krónur á dag frá og með 26. september 2025 fyrir hvern dag sem það dregst að slökkva á skilti og fjarlægja það af lóð nr. 6 við Álfabakka í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. janúar 2026. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2025 um álagningu dagsekta vegna skiltis á lóð nr. 6 við Álfabakka. Dagsektir sem kunna að hafa verið lagðar á samkvæmt hinni kærðu ákvörðun til og með uppkvaðningu þessa úrskurðar falla niður. USK25100413
- Kl. 10:38 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. desember 2025 ásamt kæru nr. UUA2512013, dags. 22. desember 2025, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 16. október sl. um breytingu á deiliskipulagi vegna borgarlínu og frekari uppbyggingu á svæðunum Menntasveig 1a og 1b. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. janúar 2026. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa á grundvelli hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar. USK26010174
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. janúar 2026 ásamt kæru nr. UUA2601008, dags. 16. janúar 2026, þar sem kærð er ákvörðun byggingafulltrúans í Reykjavík um veitingu byggingaleyfis dagsett 2. desember 2025 fyrir breytingum á rishæð við Bragagötu 26a. USK26010302
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gangbraut verði komið fyrir á Maríubakka við leikskólann Arnarborg, til móts við gönguleið að leikskólanum. USK26010433
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerð ljósastaura milli Breiðholtslaugar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem og í almenningsgarðinum milli Austurbergs og Vesturbergs. Á þriðja tug götulampa eru óvirkir á svæðinu. USK26010434
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í peruskipti/viðgerð ljósastaura við Hólagarð, m.a. við grenndarstöð og leikskólana Hólaborg og Suðurborg, sem þar eru. Að minnsta kosti á átta götulampar eru óvirkir á svæðinu. USK26010435
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að snjallgangbrautir verði settar upp við alla grunnskóla í borginni til að auka umferðaröryggi skólabarna. Greinargerð fylgir tillögu. USK26010436
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir greinargerð um ástand Höfða (Héðinshöfða) við Borgartún með lista yfir þau atriði, sem þurfa viðgerðar eða endurnýjunar við. Meðal annars komi fram upplýsingar um rakaskemmdir í húsinu, hvort drenlögn sé fyrir hendi og hvernig æskilegast sé að takast á við þetta vandamál. Einnig hvort þörf sé á að skipta um glugga og hvort unnt sé að setja tvöfalt gler í þá. Þá komi fram upplýsingar um hvort og að hve miklu leyti asbest sé í veggklæðningu og hvort aðkallandi sé að fjarlægja það. Jafnframt verði fjallað um stöðu aðgengismála og brunavarna í húsinu. USK26010431
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir yfirliti um launataxta og breytingar á milli ára (í krónum talið) í Vinnuskóla Reykjavíkur frá 2021 – 2026. USK26010438
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins:
1. Hvernig var staðið að hálkuvörnum Reykjavíkurborgar dagana fyrir og á sjálfan 20. janúar [2026], m.a. hvað varðar veðurviðvaranir, vöktun aðstæðna og framkvæmd hálkuvarna? 2. Telur borgin að brugðist hafi verið nægilega tímanlega og með fullnægjandi hætti miðað við aðstæður? Hvenær hófust hálkuvarnir um morguninn þann 20. jan.? 3. Hafa farið fram innri úttektir eða greining á því hvort og þá hvað hafi farið úrskeiðis í hálkuvörnum þennan dag? 4. Ef veikleikar komu í ljós, hvaða lærdóm hyggst borgin draga af atburðinum og hvaða aðgerðir verða ráðist í til að draga úr líkum á sambærilegum atvikum í framtíðinni? 5. Var umhverfis- og skipulagssvið í sambandi við Veðurstofu Íslands dagana fyrir 20. jan. þar sem upplýsinga aflað um veðurfar 20. jan.? USK26010437
Fundi slitið kl. 10:56
Líf Magneudóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Kjartan Magnússon
Magnús Davíð Norðdahl Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 28. janúar 2026