Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 241

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 14. september kl. 09:04, var haldinn 241. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. (D) Ýmis mál

    Uppfært fundadagatal,     Mál nr. US220203

    Lagt fram uppfært fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs 2022. 

     

    Fylgigögn

  2. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022, tilnefningar, trúnaðarmál, leiðrétt bókun         Mál nr. SN220386

    Kynntar útnefningar til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2022 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum. Skráð í trúnaðarmálabók umhverfis- og samgönguráðs. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð staðfesti útnefningar og vísi til borgarráðs.
    Leiðrétt bókun frá fundi, dags. 7. september 2022 er:
    Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
    Vísað til borgarráðs.

    (A) Skipulagsmál

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2022.

    Fylgigögn

  4. Landakotsreitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220224

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind verði ný lóð og byggingarreitur fyrir grenndarstöð á horni Hrannarstígs og Öldugötu, breyting á fyrirkomulagi bílastæða í borgarlandi við Hrannarstíg og ráðstafanir við gatnamót til að auka umferðaröryggi, skv. uppdrætti VA arkitekta, dags. 20. apríl 2022, síðast breytt 31. ágúst 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 20. júní 2022 Eftirtaldir sendu athugasemdir: María Hrönn Gunnarsdóttir og Hörður Kristjánsson dags. 25. maí 2022 og Kristín Sverrisdóttir, Anna María Karlsdóttir og Guðmundur Bjarki Jóhannesson dags. 2. júní 2022, MAGNA lögmenn f.h. Mímis-símenntunar ehf. dags. 3. júní 2022, Benedikt Ingólfsson, Birna Stefánsdóttir, Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir og Viktor Leifsson dags. 5. júní 2022, Nótt Thorberg og Sigurjón H. Ingólfsson dags. 6. júní 2022, Þórður Þórðarson og Kristín Ingvadóttir dags. 7. júní 2022, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 7. júní 2022, Magnús Bjarki Stefánsson og Unnur Guðrún Pálsdóttir dags. 7. júní 2022 og Fjalar Kristjánsson og Sigrún Ólafsdóttir dags. 19. júní og 21. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. maí 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 1 september 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að grenndargámum verði komið fyrir í Gamla Vesturbænum en telja umrædda staðsetningu óæskilega þar sem um er að ræða þrönga einstefnugötu í íbúahverfi þar sem einungis nokkrir metrar eru í næstu svefnherbergisglugga. Ljóst er að íbúar í nágrenni stöðvarinnar verða fyrir ýmsu ónæði af völdum hennar, m.a. mun umferð aukast um Hrannarstíg, Öldugötu og Stýrimannastíg, sem eru allt götur sem bera ekki meiri umferð. Aðstæður eru mjög þröngar á horni Hrannarstígs og Öldugötu og afar óæskilegt að draga meiri umferð þangað, allra síst umferð stórra og sérhæfðra sorphirðubíla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins finnst ávallt mikilvægt að hlustað sé á fólk, haft við það samráð þegar verið er að breyta hverfinu þeirra og taka til greina vel rökstuddar athugasemdir. Umfram allt mega skipulagsyfirvöld ekki valta yfir borgarbúa. Landakotsreiturinn er hér á dagskrá og hafa komið athugasemdir frá íbúum á Öldugötu 25 sem mótmæla harðlega þessum áformum sem þarna eru fyrirhugaðar. Rétt er að draga þær fram hér í bókun. Athugasemdir ganga út á að grenndargámar verða ekki í opnu rými, tengdir þjónustukjörnum, heldur verða staðsettir við götu og ekki er tekið á því hvernig fólk, sem kemur akandi með sorp, geti lagt bílum sínum meðan það flokkar í ílátin. Við blasir, miðað við umferðarþunga og ásókn í bílastæði á svæðinu, að raunin verður sú að fólk einfaldlega stöðvar bifreiðar sínar í götunni, meðan það athafnar sig við gámana eins og segir í athugasemdum. Einnig eru rök að barnafjölskyldum hefur fjölgað mikið í hverfinu á undanförnum árum. Mörg þessara barna sækja leikskóla við Öldugötu eða Landakotsskóla. Fleiri öryggisþættir eru tilteknir. Með þessari tillögu er því almennu öryggi og umferðaröryggi gangandi og akandi vegfarenda stefnt í hættu, þvert á það sem fullyrt er í kynningargögnum um tillöguna. 

    Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið. 
    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6), breyting á deiliskipulagi     (01.451.3)    Mál nr. SN220211

    Lögð fram umsókn Hjalta Brynjólfssonar, dags. 13. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæðis 1, vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6). Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-2: Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar eykst (flyst til frá lóð 1-6) og lóð 1-2 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn B-rýmis eykst um 30 m2. Heildarbyggingarmagn lóðar eykst. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-6: Fjórir húshlutar í stað þriggja ofan á bílageymslu og bundin byggingarlína íbúðarhúss ofan á bílgeymslu breytist samhliða. Byggingarreitur og skörð með dvalarsvæðum milli húshluta breytast/færast til. Íbúðum er fjölgað úr 51 íbúð í 60 íbúðir. Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar minnkar (flyst til yfir á lóð 1-2) og lóð 1-6 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn neðanjarðar eykst. Heildarbyggingarmagn lóðar minnkar. Fjórar innkeyrslur í bílgeymslu í stað þriggja. Ofanvatnslausnir og svæði með gegndræpu yfirborði breytist í samræmi við breytingu á húshlutum, samkvæmt deiliskipulags- skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar, dags. 7. júlí 2022 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 26. janúar 2018, síðast br. 5. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Reynimelur 66, breyting á deiliskipulagi     (01.524.1)    Mál nr. SN210804

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., dags. 1. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt er að fjölga íbúðum úr 3 í 4, þaksvalir eru heimilar á tveggja hæða hluta nýbyggingar og skulu vera inndregnar um að minnsta kosti 2m frá útbrún þaks neðri hæðar ásamt því að heimilt er að gera að hámarki 120 m2 kjallara innan byggingareits, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 18. nóvember 2021, br. 15. ágúst 2022. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jón Gunnar Þorsteinsson, Helga Brá Árnadóttir og Rakel Sveinbjörnsdóttir, dags. 25. febrúar 2022, Þórdís Þorgeirsdóttir og Orri Ólafur Magnússon, dags. 28. febrúar 2022, Magdalena Sigurðardóttir, dags. 2. mars 2022, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir f.h. 24 eigenda og íbúa við Reynimel, undirskriftalisti, dags. 3. mars 2022, Erna Guðlaugsdóttir og Hlynur Leifsson, dags. 4. mars 2022, Maria Valles, dags. 4. og 7. mars 2022, Sonja Steinsson Þórsdóttir, dags. 4. mars 2022 og Jóhannes Bragi Gíslason, dags. 4. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa dags. 8. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

    Samþykkt, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að húsið við Reynimel 66 fái að standa áfram, en fyrra skipulag gerði ráð fyrir að húsið yrði rifið. Jafnframt er mikilvægt að undirstrika að með breytingunni verði byggingamagn á lóðinni ekki aukið, en uppdráttur virtist gefa slíkt til kynna og valda nokkurri óánægju í nágrenni. Mikilvægt er að skipulagsgögn sem lögð eru fyrir íbúa séu sett fram með skýrum hætti, svo auðvelt sé fyrir íbúa að kynna sér fyrirhugaðar breytingar og taka upplýsta afstöðu til þeirra.

    Fylgigögn

  7. Undraland 1, breyting á deiliskipulagi     (01.88)    Mál nr. SN220521

    Lögð fram umsókn Hornsteina - Arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2022, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfi, svæði 4 vegna lóðarinnar nr. 1 við Undraland. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa byggingu á lóðinni á tveimur hæðum, samkvæmt uppdr. Hornsteina - Arkitekta ehf., dags. 9. september 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    (B) Byggingamál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 6. september 2022.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

     

    Fylgigögn

  9. Tillaga um fyrirkomulag sorphirðu við sérbýli, USK22080136         Mál nr. US220216

    Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 7. september 2022: 

    Skrifstofa umhverfisgæða leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi fyrirkomulag við breytingu á ílátafjölda við sérbýli í Reykjavík: Ílátafjöldi við heimili taki mið af þeim fjölda sem er fyrir. Þannig verði frá tveimur upp í fjögur ílát við sérbýlishús, ílátum fjölgi eingöngu við þau hús þar sem eitt í lát er fyrir. Breytingin verði þá þessi: 
    • Ef ein tunna fyrir blandað sorp er við hús: Ílátinu skipt út fyrir tvískipta tunnu fyrir blandað sorp og lífrænan eldhúsúrgang og bætt við tvískiptu íláti fyrir pappír og plast. Ílátum fjölgar um eitt.
    • Ef tvær tunnur eru við hús - tunna fyrir blandað sorp og tunna fyrir pappír eða plast: Báðum ílátum skipt út fyrir tvær tvískiptar tunnur. Ílátafjöldi helst óbreyttur. 
    • Ef þrjár tunnur eru við hús - fyrir blandað, pappír og plast: Íláti fyrir blandað sorp skipt út fyrir tvískipt ílát fyrir blandað og lífrænan eldhúsúrgang. Ílátafjöldi helst óbreyttur. 
    • Ef fjórar tunnur eru við hús: Breyting óþörf.

    Tillögunni fylgir greinargerð
    Frestað.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Ármúli 38, kæra 32/2022, afturköllun á kæru     (01.295.1)    Mál nr. SN220321

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. apríl 2022 ásamt kæru, dags. 12. apríl 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingafulltrúa Reykjavíkur frá 19. október 2021 um samþykkt á byggingarleyfi máls nr. BN059388, Ármúli 38. Einnig er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. júlí 2022 vegna afturköllunar á kæru.

  11. Höfðabakki 1, kæra 56/2022, greinargerð     (04.070.0)    Mál nr. SN220369

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. júní 2022 ásamt kæru, dags. 9. júní 2022 þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúa um synjun á breytingu á skrifstofuhúsnæði í íbúðir við Höfðabakka 1. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 1. september 2022.

  12. Arnarnesvegur og Elliðaárdalur, kæra 79/2022, greinargerð     (04.9)    Mál nr. SN220465

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. júlí 2022 ásamt kæru, dags. 22. júlí 2022 þar sem kærðar eru ákvarðanir umhverfis- og skipulagsráðs um að samþykkja deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og Elliðaárdals þann 29. júní 2022, sem og staðfesting borgarráðs frá 7. júlí á nefndum deiliskipulögum. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 22. ágúst 2022.

  13. Frakkastígur 9, kæra 76/2022, greinargerð, úrskurður     (01.173)    Mál nr. SN220462

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. júlí 2022 ásamt kæru, dags. 20. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 18. júlí sl., útgáfa byggingarleyfis vegna viðbyggingar á austurhlið Frakkastígs 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 9. ágúst 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. júlí 2022 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu á austurhlið húss á lóð nr. 9 við Frakkastíg, stækka veitingastað í flokki II, tegund C, og auka mögulegan gestafjölda úr 15 í 55.

  14. Gullslétta 1, breyting á deiliskipulagi     (34.532.101)    Mál nr. SN220460

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Gullsléttu.

    Fylgigögn

  15. Kjalarnes, Skrauthólar 4, breyting á deiliskipulagi     (33.2)    Mál nr. SN220284

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2022 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi vegna lóðarinnar Skrauthólar 4.

    Fylgigögn

  16. Járnháls 2-4, breyting á deiliskipulagi     (04.323.3)    Mál nr. SN210732

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 2-4 við Járnháls.

    Fylgigögn

  17. Túngata 13-15 og Hávallagata 14-16, Landakotsreitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220262

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóða nr. 13-15 við Túngötu og 14-16 við Hávallagötu.

    Fylgigögn

  18. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um úrbætur á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu         Mál nr. US220210

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu, sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. september 2022:

    Tillaga Sjálfstæðisflokksins að úrbætur verði gerðar á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu. Merkja þarf brautirnar með skýrum og áberandi hætti en núverandi merkingar eru of fáar og flestar þeirra máðar. Þá þarf að bæta tengingar við sinn hvorn enda hjólreiðabrautanna og bæta aðkomu þeirra að Snorrabraut. Æskilegt er að sett séu upp varúðarmerki þar sem hjólreiðabrautirnar enda án fyrirvara og renna saman við akbrautina, sem hefur slysahættu í för með sér. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um umferð í miðbænum á hátíðum         Mál nr. US220195

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um umferð í miðbænum á hátíðum sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022:

    Tillaga Flokks fólksins að ekki verið lokað eins mikið fyrir bílaumferða á menningarnótt og 17. júní eins og tíðkast hefur. Gengið er allt of langt í að loka fyrir bílaumferð og með því er loku fyrir það skotið að ákveðinn hópur geti lagt leið sína í bæinn. Frítt í strætó og skutluferðir leysa ekki vanda þeirra sem eiga erfitt um gang og komast hvergi nærri hátíðarsvæði borgarinnar vegna lokunar gatna fyrir bílaumferð. Ekki einu sinni bílar með stæðiskort á leyfi til að aka inn á lokað svæði. Hávær gagnrýni hefur heyrst vegna strætóferða á menningarnótt ýmist vegna þess að þeir væru of fáir, of seinir eða óku oftar en ekki fram hjá fólki. Vegna svo róttækrar lokunar fylltust vagnar af fjölskyldum með barnavagna. Hvernig á einstaklingur með líkamlega fötlun að nota strætó undir þessum kringumstæðum. Eins sniðug og skutluþjónusta er þá var hún ekki að virka á menningarnótt. Skoða þarf hvað þarf að gera öðruvísi og betra til að slík þjónusta gangi upp.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  20. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, um ástand á friðlýstum húsum við Ingólfstorg         Mál nr. US220175

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um ástand á friðlýstum húsum við Ingólfstorg, sbr. 58. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022:

    Stendur til að vinna að eða að krefjast viðunandi viðhalds á friðlýstu húsunum Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7? Hver sér um eftirlit með því að viðhaldi á friðlýstum húsum sé sinnt innan borgarinnar? 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

  21. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Bílastæðasjóð og stæðiskort fyrir hreyfihamlaða (MSS22070061)         Mál nr. US220218

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Bílastæðasjóð og stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, sbr. 55. mál fundargerðar Borgarráðs, dags. 7. júlí 2022:

    Í minnisblaði borgarlögmanns til borgarstjóra kemur fram að borgarlögmaður telur að Bílastæðasjóður Reykjavíkur hafi gerst brotlegur við umferðarlög, og hafi brotið á réttindum fatlaðs fólks, með því að innheimta gjald hjá handhöfum stæðiskorta fyrir notkun bílastæða í bílastæðahúsum. Óskað er upplýsinga um brot Bílastæðasjóðs og hvað Reykjavíkurborg hyggst gera í því máli. Verður krafist skaðabóta? Fulltrúi Flokks fólksins telur málið alvarlegt og óskar upplýsinga um hvort aðgengis og samráðsnefnd Reykjavíkur muni ekki fjalla um málið og álykta um að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða skuli undanskildir gjaldskyldu í borgarlandinu, hvort sem er í bílastæðahúsum, bílskýlum eða á götum úti? Í meira en þrjú ár hefur bílastæðasjóður brotið á þeim sem aka á P-merktum bílum. Árið 2019 voru ný umferðarlög samþykkt þar sem skýrt er kveðið á um að handhöfum stæðiskorta sé heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án greiðslu og einnig að handhafar stæðiskorta megi leggja í sérmerkt bílastæði í öllum göngugötum.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. 

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um samþykkt um göngugötur         Mál nr. US220180

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samþykkt um göngugötur, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. ágúst 2022:

    Í samþykkt um göngugötur í Reykjavík þá kemur fram í fjórðu grein að íbúar á göngugötu geti sótt um svokallað göngugötukort til að hafa aðgang að bílastæði. Eingöngu er gefið út eitt göngugötukort fyrir hvert bílastæði. Flokkur fólksins spyr hvort ekki sé hægt að gefa út fleiri en eitt kort við sérstakar aðstæður? Vísað er jafnframt í umfjöllun um þessi mál í Kjarnanum: https://kjarninn.is/skodun/laerdu-a-thetta

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  23. Friðlýsing á Blikastaðakró-Leiruvog, kynning         Mál nr. US210039

    Lögð fram og kynnt lokadrög umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að friðlýsingu Blikastaðakróar-Leiruvogs.

    Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stórum áfanga er náð þegar umhverfisráðherra friðlýsir Blikastaðakró-Leiruvog á Degi íslenskrar náttúru. Friðlýsingar eru mikilvægar í sístækkandi borg bæði til að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika en einnig til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Náttúran gegnir lykilhlutverki í lýðheilsu og hvers kyns athöfnum borgarbúa en náttúran hefur líka gildi í sjálfri sér. Friðlýsing mikilvægs strandsvæðis í Reykjavík við Blikastaðakró verður nú raungert en einnig þarf að klára friðlýsingu í Grafarvogi og þangfjörusvæðisins í austanverðum Skerjafirði. Fleiri tækifæri bíða og er það skoðun Vinstri grænna að friðlýsingarhjólin eigi að fá að snúast kröftuglega í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fagna ber að friðlýsa á fjörur og nágrenni þeirra sem eru Blikastaðakró. En eins og kunnugt er hafa borgaryfirvöld gengið langt í að eyðileggja náttúrulegar fjörur, en markmið friðlýsingar svæðisins er að viðhalda og vernda til framtíðar náttúrulegt ástand mikilvægs búsvæðis fugla og sjávarhryggleysingja. Þetta mætti oft hafa í huga.

    Þórólfur Jónsson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:12 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.

    Fylgigögn

  24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um að skipa starfshóp til að draga úr þjófnaði á hjólum         Mál nr. US220229

    Í aðgerðakafla hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025, sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021, er kveðið á um að kanna skuli leiðir til að draga úr þjófnaði á hjólum í samstarfi við lögreglu, tryggingafélög og grasrótarsamtök hjólreiðafólks. Lagt er til að starfshópur verði skipaður með fulltrúum þessara aðila, auk tveggja fulltrúa úr umhverfis- og skipulagsráði í því skyni að standa við markmið áætlunarinnar að þessu leyti.

    Frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10:32

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð.

Alexandra Briem Birkir Ingibjartsson

Kjartan Magnússon Hildur Björnsdóttir

Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
241. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. september 2022.pdf