Umhverfis- og skipulagsráð - Fundu rnr. 22

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2009, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 14.00 var haldinn 22. fundur umhverfis- og samgönguráðs að Borgartúni 12-14, þriðju hæð, Arnarholti. Fundinn sátu Gestur Guðjónsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Gerður Hauksdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Dofri Hermannsson, Friðrik Dagur Arnarson og Margrét Sverrisdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Enn fremur sátu fundinn Gunnar Hersveinn, Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Nýr áheyrnarfulltrúi.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 15. janúar 2009, þar sem Ólafur F. Magnússon er tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

2. Úrbætur á þjóðvegum í Reykjavík.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. febrúar 2009, með tillögu um úrbætur í 11 liðum.
Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég fagna því að horfið hafi verið frá því að loka alfarið fyrir vinstri beygju frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut til norðurs. Tímabundin lokun milli kl. 17. og 19 þjónar mun betur tilgangi og meginmarkmiðum lokunarinnar og skapar minni hættu í Fossvogs- og Bústaðahverfi en alger lokun myndi gera. Jafnframt fagna ég því ef ráðast á í fjölda framkvæmda sem eru tiltölulega ódýrar en skapa aukið öryggi og spara jafnvel þegar í stað kostnaðinn vegna framkvæmdanna með minni eignatjónum og færri slysum. Í því sambandi vil ég ítreka þá skoðun mína að fyrirætlanir um löng neðanjarðargöng í vegakerfi borgarinnar eru ekki tímabærar nú á kreppu – og aðhaldstímum, þegar gæta þarf hagsýni í þágu umferðaröryggis fremur en að framkvæma stórbrotna drauma stjórnmálamanna. Jafnframt minni ég á tillögur mínar í borgarráði frá því vorið 2008 um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngustíga í hverfum borgarinnar. Auk þess legg ég til að hagkvæmustu aðferðir til að bæta umferð í borginni komist til framkvæmda hið allra fyrsta, en það er styrking almenningssamgangna og niðurfellin fargjalda í Strætó.
Tillagan var samþykkt einróma.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Margrét Sverrisdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sf, Vg og Margrét Sverrisdóttir þakka góða samantekt um þarfar úrbætur á þjóðvegum í Reykjavík, einkum tillögur um aukinn forgang almenningssamgangna. Einnig er fagnað því sem fram kom á fundinum að yfir standi viðræður við Háskólann í Reykavík um hagkvæmari samgönguleiðir til og frá nýju húsnæði í Vatnsmýrinni.

3. Skammtímastæði við Landspítala – háskólasjúkrahús/Barnaspítali Hringsins
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 3. febrúar 2009.
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til borgarráðs.

4. Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 114. stjórnarfundur Strætó bs.
b. 258. stjórnarfundur Sorpu.
c. Reykjanesfólkvangur frá 18. desember 2008 og 29 . janúar 2009.

5. Landsráðstefna Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Lögð fram til kynningar frumdrög dagskrár.

6. Samgöngustefna fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar.
Kynnt staða málsins. Lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. febrúar 2009.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti svohljóðandi bókun einróma:
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur beinir því til fjármálaráðuneytis að erindi Reykjavíkurborgar frá 20. júní 2008 með ósk um breytingu á skattmatsreglum verði afgreitt sem fyrst með jákvæðum hætti. Reykjavíkurborg vinnur nú að grænni samgöngustefnu fyrir starfsemi borgarinnar. Það stendur þeirri vinnu, og þar með vistvænum samgöngum í borginni fyrir þrifum, að fjármálaráðuneytið hefur ekki orðið við óskum Reykjavíkurborgar um breytingu á skattmatsreglum. Samkvæmt lögum er heimilt að endurgreiða starfsmanni kostnað sem hann verður fyrir vegna ferða í vinnu sinni. Núverandi skattmatsreglur nýta sér þessa lagaheimild með mjög takmörkuðum hætti og heimila einungis endurgreiðslu kostnaðar vegna aksturs bifreiða og flugsamgangna. Mikilvægt er að skattmatsreglur sé það rúmar að heimilt verði að endurgreiða kostnað vegna vistvænna samgangna s.s. hjólandi og gangandi.

7. Eco Procura ráðstefna í Reykjavík. Kynnt dagskrá ráðstefnunnar.

8. Vinstri græn, Samfylkingin og Margrét Sverrisdóttir lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Löngu er ljóst að ástand umferðamála hjá byggðinni á Kjalarnesi er ekki ásættanlegt. Um það vitna árekstrar, alvarleg umferðarslys og mikil og hröð bílaumferð um þjóðveginn sem sker byggðina. Leitað er svara við eftirfarandi atriðum:
1) Hvað hefur Reykjavíkurborg hugsað sér að gera til útbóta í samgöngu- og öryggismálum á Kjalarnesi?
2) Hvaða vinna er í gangi varðandi umferðina þarna?
3) Hver er staðan á skipulagi umferðar á þessu svæði, jafnt fyrir bílaumferð sem og alla aðra umferða?
4) Hvaða hugmyndir hafa komið fram um vegamannvirki, umferðarstjórnun og eftirlit á þessu svæði?
5) Hvaða áform eru um skipulag og mannvirki tengd för fólks sem ekki er í bíl, en kýs að ganga, hjóla, ríða út eða ferðast með öðrum hætti á þessum slóðum?
6) Hvaða tímaáætlanir eru á úrbótunum?

Fundi slitið kl. 15.15

Gestur Guðjónsson
Ragnar Sær Ragnarsson Gerður Hauksdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Friðrik Dagur Arnarson Margrét Sverrisdóttir
Ólafur Jónsson