Umhverfis- og heilbrigðisráð - Fundur nr. 66

Umhverfis- og heilbrigðisráð

 

Ár 2022, miðvikudaginn 20. mars, kl. 9:08 var haldinn 66. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir og Þorkell Heiðarsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sigurjóna Guðnadóttir.

 

Fundarritari var Harri Ormarsson

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð, USK2019060057         Mál nr. US210144

    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. apríl 2021 þar sem tilkynnt er að Katrín Atladóttir taki sæti í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttir í umhverfis- og heilbrigðisráði.

        Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til kynningar ný samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 355/2022.

    Fylgigögn

  3. Lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10.. mars 2022, þar sem framsend er umsagnarbeiðni nefndasviðs Alþingis, dags. 9. mars 2022, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 57. mál. Einnig er lagt fram þingskjal með framangreindu frumvarpi ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. mars 2022.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram til afgreiðslu, umsókn um leyfi til hænsnahalds að Einarsnesi 44, dags. 11. mars 2022, samþykki frá nágrönnum dags. 23. mars 2022 og  24. mars 2022, eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. mars 2022 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. apríl 2022.

    Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni og leggur fram eftirfarandi bókun:

    Það er mjög óábyrgt að samþykkja þessa tillögu. Nú geisar skæð fuglaflensa í landinu og þegar hefur þurft að drepa hænur á Suðurlandi. Hér er verið að bjóða hættunni heim í að viðhalda þessum bráðhættulega sjúkdómi í landinu. Það er virkilega óábyrgt gagnvart þeim aðilum sem stunda alifuglarækt í landinu. Í raun ríkir neyðarástand í landinu vegna sjúkdómsins og MAST er á hættustigi vegna þessa. Rétt er að geta þess að þessi bókun snýr ekki að þeim sem sækja um leyfið heldur þess að landið er á neyðarstigi vegna flensunnar. 

    Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 15. mars 2022, 22. mars 2022, 25. mars 2022, 1. apríl 2022, 4. apríl 2022 og 12. apríl 2022.

    Mál Heilbrigðisnefndar ljúka.

    (E) Umhverfismál

    Fylgigögn

  6. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

    Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. nr. 463 dags. 14. janúar 2022 og nr. 464 dags. 11. febrúar 2022 ásamt fylgigögnum.

    Fylgigögn

  7. Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæði, kynning         Mál nr. US220068

    Kynning á verkefni Grasagarðsins, Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæðum í Reykjavík, eftir styrkveitingu.

    Hjörtur Þorbjörnsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Áform um friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogs, afgreiðsla         Mál nr. US210137

    Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar ásamt drögum að auglýsingu um friðun Blikastaðarkróar – Leiruvogs, dags. 31. mars 2022, ásamt yfirlitsmynd, dags. 1. apríl 2022. Einnig er lagt fram til afgreiðslu bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 12. apríl 2022, þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna sem er í samræmi við áherslur fulltrúa borgarinnar í samstarfshóps um málið. Lagt er til að umhverfis- og heilbrigðisráðs staðfesti efni bréfsins.

    Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. apríl 2022 er samþykkt. 

    Fylgigögn

  9. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélaganna að Bogahlíð 12 - 18, Friggjarbrunni 14 - 16, Eskihlíð 20 og 20a, Barðastöðum 7 og Sléttuvegi 11 - 13, úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum., úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

  10. Framtíðarlausn brennanlegs úrgangs í stað urðunar, umsagnarbeiðni - USK22010137         Mál nr. US220027

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisráðs um skýrslu stýrihóps varðandi Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar, dags. 15. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2022.

    Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Byggja á eina sorpbrennslustöð fyrir landið allt og málið dautt. Það verkefni á fyrst og fremst að vera á vegum ríkisins í samvinnu við öll sveitarfélögin í landinu. Það er ófært að hvert sveitarfélag fyrir sig sé að búa til heimatilbúnar lausnir við förgun brennanlegs úrgangs. Þingmenn Miðflokksins hafa ítrekað lagt fram þessar hugmyndir í formi þingsályktunartillögu – sjá hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0086.html Það er mikil þröngsýni að hún hafi ekki löngu verið samþykkt. Að auki þarf staðarval að vera vel ígrundað því við brennslu verður til orka sem nota má til húshitunar. Það er því einboðið að koma hátæknibrennslustöð sem þjónar öllu landinu á köldu svæði. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður         Mál nr. US170113

    Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið október - desember 2021.

    Fylgigögn

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um sorpflokkun         Mál nr. US220055

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sem lögð var fram í skipulags- og samgönguráði 23. febrúar 2022 og vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs 23. mars 2022: 

    Sveitarfélög eru ekki komin langt í að endurvinna gler þó að það eigi að fara að safna því núna. Samkvæmt skuldbindingum okkar gagnvart ESB eigum við að endurvinna gler en það er ekki gert enn.  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn um hvenær endurvinnsla glers hefjist í  Reykjavík? Einnig er spurt um hvaða aðgerðir á að grípa til, til þess að flokka plast í  flokka til þess að sem mest af því verður endurunnið? Verður það gert hér á landi eða sent til úrvinnslu erlendis þar sem lögð er áhersla á að endurvinna sem mest. Eða verður þessu brennt? Núverandi hugmyndir eru um hátæknibrennslustöð, en slík stöð endurvinnur ekki, hún brennir oft endurvinnanlegu efni. Hátæknibrennslustöð er því ekkert annað en milliskref en ekki endanlegt ferli. 

    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. apríl 2022.

    Fylgigögn

  13. Hljómskálagarður, drög að stefnumörkum, kynning         Mál nr. US220093

    Kynning á drögum að stefnumörkum Hljómskálagarðsins.

  14. Umhverfis- og skipulagssvið, ársuppgjör 2021, trúnaður         Mál nr. US220073

    Lagt fram og kynnt  greinargerð vegna ársuppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2021.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum þessum lið.

Fundi slitið klukkan 10:31

Líf Magneudóttir Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
66._fundargerd_umhverfis-_og_heilbrigdisrads_fra_20._april_2022.pdf