Stafrænt ráð
Ár 2026, 14. janúar var haldinn 65. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í Hofi, Hafnartorgi kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Kristinn Jón Ólafsson. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Eva Pandora Baldursdóttir og Þröstur Sigurðsson. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. desember 2025 um kosningu í stafrænt ráð. MSS22060158.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 4. lið fundargerðar ráðsins frá 26. nóvember 2025, um aukið samstarf Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sviði stafrænnar þróunar, dags. 17. nóvember 2025. Lagt er til að tillagan verði samþykkt. ÞON25110033.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í samstarfssáttmála samstarfsflokkanna frá 21. febrúar 2025 er kveðið á um eftirfarandi: „Við viljum efla samstarf við ríki og önnur sveitarfélög um skilvirka nýtingu stafrænna lausna og notkun gervigreindar.“ Hér er verið að stíga skref í þessa átt með því að formgera og efla samstarf borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur sveitarfélög um stafræn mál. Það er mikilvægt skref til framtíðar að efla samstarf opinberra aðila á milli og möguleikar á hagræði í því samhengi eru miklir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tillögu um aukið og formlegt samstarf Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sviði stafrænnar þróunar. Slík samvinna getur skilað verulegum ávinningi, dregið úr tvíverknaði, aukið samræmi í þjónustu og styrkt sveitarfélögin gagnvart ríkisverkefnum og sameiginlegum stafrænum innviðum. Þó bendum við á að brýnt sé að samspil ákvörðunartöku og kostnaðar verði skýrara áður en skuldbindingar borgarinnar aukast. Til að tryggja eðlilegt jafnvægi þarf skýra stjórnskipan, gagnsæja kostnaðarskiptingu og reglur um fjármögnun breytinga og viðbótarkrafna. Það er forsenda þess að samstarfið verði bæði sanngjarnt og sjálfbært til lengri tíma.
Fylgigögn
-
Lagt fram 9 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2025. ÞON22080032.
María Björk Hermannsdóttir tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram samantekt funda verkefnaráðs þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir 11. september til 4. desember 2025. ÞON20060042.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Þjóðskjalasafns dags. 5. desember varðandi nýja gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands. MSS25120030.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 18. desember um nýja stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026-2030. MSS25110035.
Vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14:35.
Dóra Björt Guðjónsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Björn Gíslason
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð - stafrænt ráð 65