Stafrænt ráð - Fundur nr. 58

Stafrænt ráð

Ár 2025, 10. september, var haldinn 58. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í Höfðatorgi kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Eva Pandora Baldursdóttir og Óskar Jörgen Sandholt. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi forsætisnefndar, dags. 6. ágúst 2025, um breytingu á samþykkt stafræns ráðs. MSS23010279.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um reynslu danskra sveitarfélaga af samstarfi í stafrænni umbreytingu. ÞON24080010.

    Þórdís Sveinsdóttir og Björgvin Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

     -  Kl. 13:38 tekur Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir sæti með rafrænum hætti.

  3. Lögð fram heimildarbeiðni um hefja verkefnið „Stafræn sorphirða". Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25070230.

    Samþykkt

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna verkefninu „Stafræn sorphirða“ þar sem stafrænar lausnir eru nýttar til þess að auka gæði grunnþjónustu, minnka sóun og spara fé. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þó áherslu á að þau verkefni sem að þjónustu- og nýsköpunarsvið vinnur fyrir sviðin og stafrænt ráð samþykkir, sýni fram á að fjárhagslegur ábati skili sér inn í fjárhagsáætlun sviðana. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju heimildarbeiðni um að hefja verkefnið Framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25030001.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig andsnúna því að ríflega 20 milljónum króna sé eytt í stafræna verkefnið "Framþróun og fjölbreytni", sem snýst í grunnatriðum að gera upplýsingavef borgarinnar meira smart. Það er ekki forgangsverkefni í þjónustu við borgarana að geta birt myndir og myndbönd sem sýna "lifandi og fjölbreytt mannlífsefni á vefnum".

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir mars-ágúst 2025. ÞON20060042.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram útfærsla þjónustu og nýsköpunarsviðs, dags. 1. september 2025 á tillögu um aðgerðir til að efla íbúalýðræði. MSS25060111.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og skrifstofu borgarstjórnar. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi forsætisnefndar, dags. 29. júlí 2025, um fjarfundi nefnda og ráð Reykjavíkurborgar. MSS25070098.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi frá ECoD European Capital of Democracy 2027. ÞON25090009.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að á næsta fundi Stafræns ráðs verði kynning á stöðu verkefnis um sorptunnur í borgarlandi sem fór af stað fyrir nokkrum árum. ÞON25090029.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 14:59

Alexandra Briem Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Kristinn Jón Ólafsson Friðjón R. Friðjónsson

Sandra Hlíf Ocares Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Einar Sveinbjörn Guðmundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafrænt ráð 58