Stafrænt ráð - Fundur nr. 44

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 9. október, var haldinn 44. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl.13:33. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir fulltrúar tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Sæþór Fannberg Sæþórsson og Óskar J. Sandholt.  Fundarritari var Edda Jónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu stafrænnar þróunar hjá fjármála- og áhættustýringarsviði.
    ÞON24100016.

    Erna Kristjánsdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum fjármála- og áhættustýringarsviði vandaða kynningu á stöðu
    stafrænnar þróunar hjá sviðinu. Það liggur ljóst fyrir að sviðið er að vinna markvisst
    að framtíðarsýn sem styður áherslur borgarinnar. Stafræna ráðið telur að
    uppsetning á verkefnaskrá sviðsins sé til fyrirmyndar, en forgangsröðun og skýr
    eftirfylgni er forsenda þess að sviðið nái settum árangri. Stafrænt ráð óskar eftir því
    að sviðið skoði að setja verkefni um nýja greiðslugátt í forgang þar sem það myndi
    hafa jákvæð áhrif á önnur verkefni, auka sjálfvirkni og skilvirkni, stuðla að betri
    meðferð fjármuna og aukinni tekjusköpun. Verkefni eins og stafrænt borgarkort
    sem áætlað er að komi til framkvæmdar sumarið 2025 þurfi á nýrri greiðslugátt að
    halda til þess að geta skapað hámarks virði bæði fyrir íbúa og borg allt frá upphafi.
    Við munum fylgjast af miklum áhuga með framgangi mála og þökkum starfsfólkinu
    fyrir að leiða þessa framsýnu vinnu í þjónustuborginni Reykjavík. 
     

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um stöðu kortasjá. ÞON24100017.

    Inga Rós Gunnarsdóttir og Jörgen Heiðar Þormóðsson taka sæti á fundinum undir
    þessum lið.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð lýsir yfir ánægju með áframhaldandi þróun á kortasjám borgarinnar
    og er sammála því að virðið í gögnunum okkar fæst ekki úr gögnunum sjálfum
    heldur sögunni sem þau segja okkur og aðgerðunum sem verða til út frá þeim. Þá
    er mikilvægt að hlúð sé vel að landupplýsingakerfinu sem og millilaginu svo hægt
    sé að nýta það til að bæta við fylgigögnum og miðla áfram til annarra þjónusta.
    Stafrænt ráð tekur undir mikilvægi þess að vörur sem byggðar séu á
    landfræðiupplýsingum séu hannaðar út frá þörfum notenda. Þá er verkefni eins og
    vefsjá um húsnæðisuppbyggingu Reykjavíkurborgar til fyrirmyndar. Stafrænt ráð
    óskar eftir því að skoðað verði hvort sambærileg verkefni sem stuðli að hagnýtingu
    gagna séu í sjónmáli en hagnýting gagna er, líkt og fram kemur í kynningunni, eitt
    af undirstöðuatriðum þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir með hag og
    heilbrigði Reykjavíkurborgar að leiðarljósi. 
     

    Fylgigögn

  3. Lagðar var fram fundargerð verkefnaráðs, dags. 5. september 2024. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um stöðuna á stafrænu borgarkorti. ÞON24100018.

    Lára Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Andrés Bögebjerg Andreasen, Eiríkur
    Björn Björgvinsson og Salvör Gyða Lúðvíksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þegar ákvarðanir eru teknar um kaup á stafrænum lausnum er mikilvægt að
    heildræn sýn sé í fyrirrúmi og horft sé til þjónustustefnu borgarinnar þar sem
    áhersla er lögð á að þjónustan sé umfram allt aðgengileg, einföld og
    framúrskarandi. Notendasamráð hefur sýnt fram á að kallað hefur verið eftir
    snjallveskis lausn auk þess mun NFC aðgengislausn vera eina leiðin til að uppfylla
    öryggiskröfur Reykjavíkurborgar. Stafrænt ráð dregur í efa að smáforrit BRP
    uppfylli fyrrgreind áhersluatriði og efast um að það mæti þörfum notenda út frá
    þjónustustefnu borgarinnar. 
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar fjármála- og áhættusviðs, dags. 1. október 2024, við fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokks fólksins um innkaupabeiðnir sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. maí 2024. MSS24050116. 
     

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar fjármála- og áhættusviðs, dags. 1. október 2024, við fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokks fólksins um beiðnakerfi sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júní 2024. MSS24060027.

    Fylgigögn

  7. Lögð er fram fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokks fólksins um um stafræna umbreytingu vegna skráningar í leikskóla sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. september 2024. MSS24090144. 

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021 
     

Fundi slitið kl. 15:58

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Sandra Hlíf Ocares

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 9. október 2024