Stafrænt ráð - Fundur nr. 39

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 15. maí, var haldinn 39. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Lækjartorgi og hófst kl. 12:00. Eftirtalin voru komin til fundar í gróðurhúsinu: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, ásamt gestum.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Alexandra Briem, formaður stafræns ráðs, fjallar um hvernig Reykjavíkurborg getur stutt við nýsköpunarumhverfið og eflt innri nýsköpun í borginni. Einnig fjallar hún um þann ávinning sem náðst hefur með stafrænni umbreytingu borgarinnar og þau tækifæri sem framundan eru. ÞON23090021.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa ánægju með þátttöku Reykjavíkurborgar í nýsköpunarviku. Öflugt og skapandi atvinnulíf er hornsteinn velferðar og þjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugasti stuðningur borgarinnar væri samt sá að leita enn frekar til fyrirtækjanna í borginni en að reyna að leysa málin innanhúss og með ráðningum. Þar gildir einu hvort það sé gert undir merkjum nýsköpunar eða almennrar þjónustu.

  2. Fram fara umræður við gesti. ÞON2309002.

    - kl. 12:57 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundinum.

Fundi slitið kl. 13:00

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Björn Gíslason Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 39