No translated content text
Stafrænt ráð
Ár 2024, miðvikudaginn 28. febrúar, var haldinn 33. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:31. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Björn Gíslason, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Andrea Jóhanna Helgadóttir og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Lena Mjöll Markúsdóttir og Þröstur Sigurðsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðu aðgerða atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar. MSS22080116.
Hulda Hallgrímsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikill árangur hefur náðst í innleiðingu aðgerða í atvinnu- og nýsköpunarstefnu, en það er eitt mikilvægasta verkefni borgarinnar að efla atvinnustarfsemi innan hennar, hvetja til nýsköpunar og styðja við hana. Reykjavíkurborg tekur þátt í þremur klösum, vinnur með hagaðilum í því að byggja upp nýsköpunarkjarna í Miðborg, Vatnsmýri, Gufunesi og Álfsnesi, styrkir nýsköpunarhraðla og Gulleggið, er þátttakandi í nýsköpunarviku og hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af erlendum sjóðum. Mikill árangur hefur náðst í að auka aðgengi allra til að endurspegla fjölbreytileika borgarbúa í verkefnum sem styrkt eru af borginni.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðgerða þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. ÞON20060041.
Arna Ýr Sævarsdóttir og Silja Lind Haraldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þjónustustefna Reykjavíkur er hjartað í því hvernig þjónusta borgarinnar á að vera, skiljanleg og á forsendum notenda. Síðan hún var samþykkt 2016, og endurnýjuð 2022, hefur ótal ferlum og þjónustum verið umbreytt á grundvelli hennar. Öll stafræn umbreytingarverkefni eru unnin á notendamiðuðum grunni í samræmi við áherslur hennar á notendamiðuðum forsendum, það hefur skilað sér í mörgum mikilvægum úrbótum, en nýjasta dæmið um það er leikskólareiknir sem gerir foreldrum leikskólabarna kleift að sjá vænta biðlistastöðu barns þeirra í mismunandi leikskólum í rauntíma.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirhuguð erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs er fara fyrir borgarráð. Trúnaðarmerkt. ÞON22060025.
Helen Símonardóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir, Lára Aðalsteinsdóttir, Óskar Þór Þráinsson og Salvör Gyða Lúðvíksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 14:51 tekur Óskar J. Sandholt sæti á fundinum.
-
Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 3. nóvember 2023, 23. nóvember 2023 og 14. desember 2023. ÞON20060042.
Eva Björk Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 15:32 víkur Þröstur Sigurðsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram að nýju verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170.
Helga Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 15:56 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu Hverfið mitt verkefna í Breiðholti. MSS23090126.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.
Fundið slitið kl. 16:22
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Björn Gíslason Kristinn Jón Ólafsson
Sandra Hlíf Ocares Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 28. febrúar 2024