No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2004, 1. desember kl. 13:45, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð og var þetta 223. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Vigdís Hauksdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ragnhildur Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir fulltrúi SAMFOKs, Daníel Gunnarsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Birna Sigurjónsdóttir, staðgengill forstöðumanns þjónustusviðs, Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Guðmundur Þór Ásmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram bréf fræðslustjóra, dags. 26. og 30. nóv. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði (2 mál) (fskj. 223, 1.1 og 1.2) Einnig lagt fram bréf STÍR varðandi þennan lið (fskj. 223, 1.1.1).
2. Lagt fram svar menntamálaráðuneytisins við beiðni um aðkomu að endurskoðun á ýmsum þáttum í grunnskólalögum (fskj. 223, 6.1).
3. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnafulltrúa F-listans og fulltrúa Sjálfstæðisflokks um framlög til tónlistarskóla sem lögð var fram á 222. fundi ráðsins (fskj. 223, 2.1).
4. Fræðslustjóri lagði fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um úttekt á kjarasamningaferli sbr. tillögu sem samþykkt var á 222. fundi ráðsins (fskj. 223, 3.1).
5. Teknar til afgreiðslu tillögur vinnuhóps um breytingar á viðmiðunarreglum um samskipti
foreldraráða og skólayfirvalda í grunnskólum Reykjavíkur sem sendar voru út með fundarboði 217. fundar og lagðar fram á 219. fundi ráðsins ( fskj. 217, 5.1).
Samþykktar með áherslubreytingum.
6. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu um stofnun nýs skóla í Norðlingaholti :
Fræðsluráð Reykjavíkur leggur til við borgarráð að stofnaður verði nýr grunnskóli fyrir um 350 nemendur í 1. – 10. bekk í Norðlingaholti (sjá fskj. 221, 3.1). Skólinn taki til starfa haustið 2005 í færanlegu kennsluhúsnæði og heimilt verði að ráða til skólans eftir þörfum frá byrjun árs 2005.
Fræðsluráð hefur áhuga á að leita eftir umsóknum frá hópi skólafólks og/eða einstaklingum sem eru tilbúnir að fara nýjar leiðir í skólastarfi. Óskað verði eftir því að í umsóknum komi fram framtíðarsýn umsækjenda á skólastarfið, hvernig stuðlað verði að nýsköpun og þróun sem geti gagnast skólasamfélaginu í borginni allri og gerð grein fyrir hugmyndum um samvinnu innan skólans og við foreldra og grenndarsamfélagið.
Samþykkt einróma.
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga um styrki fræðsluráðs vegna ársins 1995:
Nafn styrkþega Styrkupphæð
Alnæmissamtökin á Íslandi 350.000
Foreldra-og styrktarfél. Öskjuhlíðarskóla 250.000
Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna 450.000
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn 300.000
Vísindavefurinn 200.000
Myndlistaskólinn í Reykjavík 10.400.000
Íþróttafélag fatlaðra 650.000
SAMFOK 4.900.000
Kennaraháskóli Íslands 600.000
Afmælisstyrkir fræðsluráðs 1.400.000
Alls 19.500.000
(sjá fskj. 223, 7.1 leiðrétt)
Samþykkt einróma.
Áheyrnafulltrúi foreldra lagði fram eftirfarandi bókun:
Áheyrnafulltrúi foreldra þakkar fyrir hækkun þjónustusamnings við SAMFOK. Samtökin munu leitast við að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar til að efla áhrif foreldra á skólastarf og styrkja samstarf foreldra og skóla.
8. Valgerður Hildibrandsdóttir kynnti skýrslu um úttekt á starfsemi framleiðslueldhúsa í grunnskólum Reykjavíkur (fskj. 223, 9.1)
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Fræðsluráð þakkar fyrir úttekt á starfsemi framleiðslueldhúsa í grunnskólum Reykjavíkur og telur að næstu skref eigi að fela í sér gerð gátlista um þau atriði sem talin eru þurfa úrbætur. Þá verði gerðir viðmiðunarmatseðlar fyrir eldhúsin sem feli í sér bæði hollustugreiningu og kostnaðargreiningu fyrir stjórnendur eldhúsanna. Áfram verði unnið að gerð útboða til að auka hagkvæmni í innkaupum. Fræðslumiðstöð er falið að koma með tillögur um hvernig staðið verði að þessum næstu skrefum.
Samþykkt einróma.
Áheyrnafulltrúi foreldra lagði fram eftirfarandi bókun:
Áheyrnafulltrúi foreldra fagnar mjög ítarlegri og vandaðri úttekt Sn-ráðgjafar á faglegu ástandi mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur. Ákvörðun um uppbyggingu mötuneytanna var stórt skref til að bæta aðbúnað og líðan nemenda og starfsfólks grunnskólanna.
Úttekt Sn-ráðgjafar staðfestir að það vantar nokkuð upp á að mötuneytin geti talist standa undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera. Áheyrnarfulltrúi foreldra telur nauðsynlegt að stofnaður verði vinnuhópur á vegum fræðsluráðs sem fari yfir úttekt Sn-ráðgjafar og tillögur að breytingum og æskilegri framþróun. Vinnuhópurinn leggi síðan fram tillögur sem lagðar verði til grundvalla við mótun stefnu um manneldismál grunnskólabarna, hvernig hún skuli framkvæmd og hvernig eigi að fylgja henni eftir. Óskað er eftir því að foreldrar eigi fulltrúa í hópnum.
Jafnframt minnir áheyrnarfulltrúi foreldra á bókun frá 198. fundi þar sem hvatt er til að ráðinn verði fagaðili sem sinni ráðgjöf um starfsemi mötuneyta skólanna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja nauðsynlegt að ráðist sé sem allra fyrst í úrbætur í starfsemi framleiðslueldhúsa í grunnskólum Reykjavíkur. Úttekt Sn-ráðgjafar sýnir að staða þessara mála er því miður ekki nægilega góð í Reykjavík, en í þeirri könnun sem þar er birt kemur t.d. fram að í „ þeim 23 skólum sem skoðaðir voru er einhverju ábótavant varðandi innra eftirlit, hollustuhætti og hagkvæm innkaup í öllum eldhúsunum.“
9. Lagt fram erindi frá Mími – símenntun ehf um samstarf um símenntun og fullorðinsfræðslu (fskj. 223, 8.1). Erindinu vísað til starfshóps um starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og fræðslustjóra.
10. Lögð var fram og rædd ályktun frá fundi trúnaðarmanna í Reykjavík 18. nóvember sl. (fskj. 223, 10.1).
11. Fræðslustjóri greindi frá þeirri vinnu sem í gangi er varðandi breytingar á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
12. Formaður greindi frá þeirri vinnu sem er í gangi í vinnuhópi um uppbyggingu í kjölfar verkfalls.
Fundi slitið kl. 15:45
Stefán Jón Hafstein
Vigdís Hauksdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir