No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2013, 6. febrúar, var haldinn 34. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Óttarr Ólafur Proppé, Sóley Tómasdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum.
Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Á sömu leið: starfendarannsókn í leikskólum og grunnskólum. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, kynnti og svaraði fyrirspurnum.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar Jóhönnu Einarsdóttur og RannUng fyrir mikilvægt framlag með rannsóknum á námi yngstu barna með áherslu á tengsl skólastiganna og samfellu í námi og reynslu barna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á mikilvægi þess að kennarar beggja skólastiga kynnist vel hugmyndafræði beggja skólastiga. Rannsóknin sýnir einnig fram á mikilvægi þess að rannsakendur og kennarar á vettvangi starfi saman að rannsóknum. Það er mikilvægt í slíkum verkefnum að kennarar geti upplifað vinnuna sem hluta af daglegu starfi en ekki sem aðskilið verkefni sem sinnt sé eftir að kennslu og umönnun er lokið. Markmið skóla- og frístundasviðs er meðal annars að auka samfellu í námi barna. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að stuðla að þróunarverkefnum og rannsóknum sem bæta skólastarf.
- Kl. 10:55 tók Rósa Ingvarsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagt fram á ný minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. desember 2012, varðandi framtíðina í Fossvogi, þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Fossvogi, með þátttöku Fossvogsskóla, Furuskógar, Kvistaborgar og Kringlumýri-Neðstalands - þverfaglegt samstarf til að auka samfellu í námi og frístundastarfi barna. SFS2012120040
- Kl. 11:10 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að mynda formlegan samstarfsvettvang um skóla- og frístundamál í Fossvogi. Þar ættu sæti stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólanum og frístundastarfi í hverfinu, foreldrar, fulltrúi frá þjónustumiðstöð hverfisins og Víkingi og aðrir þeir er koma að uppeldi og menntun barna í Fossvogi. Markmið vinnunnar er að móta framtíðarsýn um góða menntun og frístundastarf barna í hverfinu með áherslu á samstarf, betra flæði milli skólastiga og nýjar leiðir til að gera vinnudag barna sem innihaldsríkastan með uppbyggilegu frístundastarfi.
Samþykkt.
3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, varðandi tillögur að breytingum á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu auk þess lagðar fram reglur um leikskólaþjónustu með tillögum að breytingum. SFS2012110232
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að orðið ,,borgarinnar“ verði fellt út úr grein 6.d reglna um leikskólaþjónustu þannig að systkinaafsláttur sé veittur óháð sveitarfélagamörkum.
Frestað.
4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs 2013 og yfirlit um styrkumsóknir almennra styrkja skóla- og frístundaráðs. Einnig lagðar fram reglur um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. SFS2012100073
Tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins 2013:
1) Umsækjandi: Anna Hera Björnsdóttir. Heiti verkefnis: Undir Himni. Kr. 400.000.-
2) Umsækjandi: Anna Bergljót Thorarensen. Heiti verkefnis: Vinstri hægri vinstri. Kr. 675.000.-
3) Umsækjandi: Ágúst Tómasson. Heiti verkefnis: Moodle-Vísir að verkefnabanka. Kr. 800.000.-
4) Umsækjandi: Foreldrafélag Réttarholtsskóla. Heiti verkefnis: Unglingar Reykjavíkur: þeirra framtíð er okkar ábyrgð. Kr. 265.000.-
5) Umsækjandi: Hestamannafélagið Fákur. Heiti Verkefnis. Þróunarverkefni Hestamannafélagsins Fáks og Norðlingaskóla. Kr. 400.000.-
6) Umsækjandi: Hildur Björgvinsdóttir. Heiti verkefnis: Unga Fólkið miðlar. Kr. 600.000.-
7) Umsækjandi: Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Heiti verkefnis: Eldvarnarátak 2012. Kr. 300.000.-
8) Umsækjandi: Myndlistarskólinn í Reykjavík. Heiti verkefnis: Myndlistarnámskeið fyrir börn í Breiðholti. Kr. 600.000.-
9) Umsækjandi: Nanna Hlíf Ingvadóttir. Heiti verkefnis: Dans vil ég heyra. Smiðja um kveðskap og sagnadans fyrir börn. Kr. 300.000.-
10) Umsækjandi:Rithöfundasamband Íslands. Heiti verkefnis: Skáld í skólum. Kr. 900.000.-
11) Umsækjandi:Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar. Heiti verkefnis. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Kr. 480.000.-
Samþykkt.
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, vegna þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs 2013 og yfirlit um styrkumsóknir úr þróunarsjóði 2013. Einnig lagðar fram reglur um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur til þróunarverkefna á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. SFS2012100072
Tillaga úthlutunarnefndar um þróunarstyrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2013:
1) Umsækjandi: Breiðagerðisskóla. Heiti verkefnis. Kennsla í forritun í grunnskóla. Kr. 500.000.-
2) Umsækjandi:Breiðholtsskóli. Heiti verkefnis: Orð af orði. Kr. 610.000.-
3) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Frostaskjól. Heiti verkefnis: Félagsmiðstöð á hjólum. Kr. 900.000.-
4) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Frostaskjól.Heiti verkefnis: lýðræði og mannréttindi í leik og starfi. Kr. 1.000.000.-
5) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Frostaskjól.heiti verkefnis: Frístundaráðgjöf. Kr. 50.000.-
6) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Frostaskjól.Heiti verkefnis: Bókmenntaklúbbur. Kr. 134.364.-
7) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Frostaskjól. Heiti verkefnis: HAX. Kr. 500.000.-
8) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Gufunesbær. Heiti verkefnis: Heilbrigt nám í heilbrigðu umhverfi II. Kr. 340.000.-
9) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Kampur. Heiti verkefnis: Drullumall – tónleikaröð fyrir unglinga. Kr. 400.000.-
10) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Miðberg. Heiti verkefnis: Lífsleikni - hópefli fyrir 8. – 10. Bekk. Kr. 500.000.-
11) Umsækjandi:Frístundamiðstöðin Miðberg. Heiti verkefnis: kvikmyndasmiðja frístundaheimilanna. Kr. 500.000.-
12) Umsækjandi. Hagaskóli. Heiti verkefnis: Alveg rétt. Kr. 500.000.-
13) Umsækjandi:Hlíðaskóli. Heiti verkefnis: Framþróun í kennsluháttum. Kr. 900.000.-
14) Umsækjandi: Hólabrekkuskóli. Heiti verkefnis: Málfræðiæfingar fyrir Moodle. Kr. 1.200.000.-
15) Umsækjandi: Laugalækjarskóli. Heiti verkefnis. Skapandi smiðjur. Kr. 1.300.000.-
16) Umsækjandi. Leikskólinn Bjartahlíð. Heiti verkefnis: Vísindaleikir: Stjörnufræði. Kr. 800.000.-
17) Umsækjandi: Leikskólinn Garðaborg. Heiti verkefnis: lýðræði í Garðaborg. Þróun lýðræðislegrar stjórnunar í leikskóla. Kr. 1.000.000.-
18) Umsækjandi: Leikskólinn Múlaborg. Heiti verkefnis: lýðræði og mannréttindi í leikskólastarfi með hliðsjón af aðkomu foreldra til leikskólastarfsins. Kr. 200.000.-
19) Umsækjandi: Leikskólinn Nóaborg. Heiti verkefnis: Nýtum okkur tæknina. Kr. 500.000.-
20) Umsækjandi. Leikskólinn Suðurborg. Heiti verkefnis: Sérhæfing leikskólans Suðurborgar í atferlisþjálfun fyrir börn á einhverfurófi. Kr. 1.500.000.-
21) Umsækjandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heiti verkefnis: Lífsgildi í leikskólastarfi. Kr. 940.000.-
22) Umsækjandi: Náttúruskóli Reykjavíkur. Heiti verkefnis: Útikennsluapp fyrir leik-, grunnskóla og frístundaheimili (ums. Um alm. Færð í þróunarsjóð v/ tilfærslu) (400+400). Kr. 800.000.-
23) Umsækjandi: Norðlingaskóli. Heiti verkefnis: Samþætting á starfi grunnskóla og frístundar í Norðlingaskóla. Kr. 1.000.000.-
24) Umsækjandi: Skólahljómsveit Austurbæjar. Heiti verkefnis: Einbúinn. Kr. 500.000.-
25) Umsækjandi: Skólahljómsveit Grafarvogs. Heiti verkefnis: Tónheyrn og tónfræði - endurskoðun kennsluhátta hjá skólahljómsveitum. Kr. 400.000.-
26) Umsækjandi: Sæmundarskóli: heiti verkefnis: Gagnvirkar töflur (smart board) – hvernig fullnýtum við möguleika þeirra í námi nemenda. Kr. 900.000.-
27) Umsækjandi: Tónlistarskóli Árbæjar. Heiti verkefnis: Gettu enn betur - Gagnagrunnstengdur spurningaleikur fyrir skólastofuna. Kr. 500.000.-
28) Umsækjandi: Þjónustumiðstöð Breiðholts og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heiti verkefnis: Okkar mál- samstarf um menningu, mál og læsi í fellahverfi. Kr. 2.500.000.-
29) Umsækjandi Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Heiti verkefnis: Sýndu mér og ég skil: Myndbandssýnikennsla fyrir börn í leikskólum. Kr. 800.000.-
30) Umsækjandi. Ölduselsskóli. Heiti verkefnis: Rafrænar verkmöppur. Kr. 600.000.-
Samþykkt.
6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. febrúar 2013, varðandi styrki skóla- og frístundaráðs til starfsstöðva skóla- og frístundasviðs vegna stórafmæla þeirra á árinu 2013. SFS2013020010
Lagt er til að eftirtaldar starfsstaðir fái 50.000 krónur í afmælisstyrk frá SFS vegna stórafmæla starfsstaðanna á árinu 2013. Fjórir leikskólar eiga afmæli á árinu 2013; Stakkaborg verður 30 ára í janúar, Fífuborg verður 20 ára í janúar, Garðaborg verður 30 ára í febrúar og Sæborg verður 20 ára í október. Níu frístundaheimili eiga 10 ára afmæli haustið 2013; frístundaheimilið Simbað, frístundaheimilið Regnbogaland, frístundaheimilið Brosbær, frístundaheimilið Hvergiland, frístundaheimilið Kastali, frístundaheimilið Ævintýraland, frístundaheimilið Vík,
Frístundaheimilið Tígrisbær og frístundaheimilið Kátakot. Þeir grunnskólar sem eiga stórafmæli á árinu 2013 eru Rimaskóli sem verður 20 ára og Sæmundarskóli sem verður 10 ára.
Alls eru þetta 15 starfsstaðir og heildarupphæð styrkveitingar 750.000 kr.
Samþykkt.
- Hlé gert á fundinum frá kl. 12.15 til 12.45.
- Kl. 12.45 vék Sóley Tómasdóttir af fundi.
7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 16. janúar 2013:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að skólalóð Kelduskóla (áður Korpuskóla) verði lagfærð sem fyrst. Ábendingar hafa borist um að vegna hönnunargalla eða óviðunandi frágangs komi reglulega fyrir að stór hluti lóðarinnar sé undir vatni. Einnig þarf að bæta lýsingu á skólalóðinni og við skólann. SFS2013010131
Samþykkt.
8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 16. janúar 2013:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að grípa til aðgerða í
því skyni að auka umferðaröryggi við Foldaskóla. Ábendingar hafa borist um að bæta
þurfi umferðarskipulag á Fjallkonuvegi og við rútustæði vegna hættu, sem þar skapast á
annatíma að morgni dags. SFS2013010132
Samþykkt.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Til áréttingar brugðust fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins í skóla- og frístundaráði og umhverfis- og samgönguráði í desember 2012 við ábendingum foreldra og stjórnenda um umferðarmálin í kringum Foldaskóla. Þegar hefur verið ákveðið að setja á verkáætlun ársins 2013 um gönguleiðir skólabarna, að gera úrbætur á þessum stað. Því skal litið svo á að samþykkt þessarar tillögu sé til hvatningar um að það verði gert sem fyrst á árinu 2013.
9) Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. janúar 2013, um fundi skóla- og frístundaráðs janúar til júní 2013 auk verk- og tímaáætlunar fjárhagsáætlunarferlis um breytingar. SFS2011090180
10) Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. janúar 2013, um staðfestingu starfsáætlana þriggja leikskóla Reykjavíkur skólaárið 2012-2013, skóla sem fengu frest, auk starfsáætlana viðkomandi leikskóla. SFS2012090302
Samþykkt.
11) Samstarf Háteigsskóla og Tækniskólans um kynningu á starfs- og iðnmennt. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla og Þórður Garðar Óskarsson, aðstoðarskólastjóri, auk nemendanna Emmu Jóhönnu Vaz da Silva og Gunnars Sigurðssonar, kynntu og svöruðu fyrirspurnum.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu og skýrslu á tilraunaverkefni sem byggt var á samþykktri tillögu um eflingu starfs- og iðnnáms í borgarstjórn í mars 2008. Áttundi bekkur í Háteigsskóla fékk að kynnast ólíku verknámi að eigin raun í Tækniskólanum. Það er gleðilegt að sjá og heyra hversu ánægðir nemendurnir voru og telja þetta mikilvægan þátt í námi sínu. Sérstaklega ber að þakka stjórnendum þessara tveggja skóla fyrir fagleg vinnubrögð og þátttöku þeirra í þessu mikilvæga þróunarverkefni.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að tilraunaverkefni um námskynningu grunnskólanemenda á iðn- og starfsnámi í samtarfi við Háteigsskóla og Tækniskólann haldi áfram. Reynsla af verkefninu og jákvæð upplifun nemenda og starfsmanna verði kynnt og nýtt sem skapalón til að fjölga þeim nemendum í borginni sem fá tækifæri til að kynnast iðn- og starfsnámi. Markmiðið verði að allir nemendur borgarinnar fái sambærilegt tækifæri.
Frestað.
12) Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. febrúar 2013, varðandi reglur um innritun og útskrift nemenda úr Klettaskóla. Auk þess lagðar fram reglur um innritun og útskrift nemenda úr Klettaskóla en fram kemur að reglurnar taki gildi 25. janúar 2013 og koma í stað reglna um innritun í Öskjuhlíðarskóla. SFS2012030016
Áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum í skóla- og frístundaráði óskaði bókað:
Fulltrúi foreldra grunnskólabarna gerir athugasemdir við inntökureglur í Klettaskóla. Meginreglan er sú að foreldrar byrja á því að láta reyna á skólagöngu barna sinna í almennum grunnskóla áður en þeir sækja um í sérskóla og oft að vandlega athuguðu máli. Samkvæmt nýlegri könnun meðal kennara trúir fjórðungur kennara ekki á stefnuna „Skóli án aðgreiningar“ og aðeins 42#PR þeirra eru jákvæðir gagnvart henni. Á meðan staðan er þessi er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg sýni sérstakan sveigjanleika varðandi inntöku nemenda í sérskóla og sjái til þess að vægt þroskahömluð börn hafi kost á þeim sérúrræðum sem borgin hefur yfir að ráða ef foreldrar telja þau ekki þrífast í almennum grunnskóla. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að neita vægt þroskahömluðum börnum um skólavist í Klettaskóla nema þeir séu haldnir viðbótarfötlun getur orðið til þess að börn með væga þroskahömlun falli milli skips og bryggju á meðan starfsaðstæður í grunnskólum bjóða ekki fyllilega upp á að skóli án aðgreiningar virki sem skyldi og stífar inntökureglur í Klettaskóla halda þessum börnum frá skólavist þar.
13) Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík, dags. 17. janúar 2013, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar 15. janúar 2013 var samþykkt að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tæki sæti Mörtu Guðjónsdottur í skóla- og frístundaráði og að Marta taki sæti Rúnu Malmquist sem varamaður í ráðinu. SFS2011090132
14) Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd markmiða og skorkort starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs 2012. SFS2011100272
15) Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til borgarráðs að breyta samþykkt um ráðið á þá leið að Reykjavíkurráði ungmenna verði heimilað að skipa áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráð með málfrelsi og tillögurétti.
Frestað.
16) Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúningur verði hafinn við endurgerð skólalóðar Breiðholtsskóla með það að markmiði að framkvæmdir geti farið fram á árinu 2014. Jafnframt verði lagður göngustígur frá lóðinni austanverðri að Gamla ÍR-vellinum og hún þannig tengd hverfinu betur en nú er. Þá er mikilvægt að sem fyrst verði ráðist í viðeigandi úrbætur á húsnæði skólans en ljóst er að viðhaldi hans hefur verið ábótavant að undanförnu. Víða í skólanum þarf t.d. að mála veggi, endurnýja gólfdúka, hurðir og vinna bug á rakaskemmdum. Þá þarf að endurnýja innréttingar í heimilisfræðistofu.
Frestað.
Formaður þakkaði Rósu Steingrímsdóttur, fulltrúa foreldra barna í leikskólum í skóla- og frístundaráði, sem sat sinn síðasta fund, fyrir samstarfið.
Fundi slitið kl. 14.00
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Óttarr Ólafur Proppé
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir