Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

M E N N T A R Á Ð

Ár 2010, 10. mars var haldinn 117. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 10:09. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Sigríður Pétursdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Eggertsson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bryndís Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOK, Brynhildur Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur sem vísað var til menntaráðs frá skipulagsráði 27. janúar sl. Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur Skipulagssviði Reykjavíkurborgar, kynnti helstu niðurstöður fundanna og stöðu máls við endurskoðun Aðalskipulags og svaraði fyrirspurnum.

2. Lögð fram úttekt á viðbragðsáætlun borgarstofnana gegn einelti, dags. í janúar 2010. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 28. janúar sl. að fela mannréttindaskrifstofu að fylgja eftir þeim tillögum sem fram koma í úttektinni. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri og Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynntu málið og svöruðu fyrirspurnum. Jafnframt lagt fram minnisblað fræðslustjóra, dags. 10. mars, þar sem gerð er grein fyrir vinnu á skrifstofu Menntasviðs vegna eineltismála. Nanna K. Christiansen, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu kynnti minnisblaðið og svaraði fyrirspurnum.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki mannréttindaskrifstofu fyrir vel unna úttekt á aðgengi að viðbragðsáætlunum grunnskóla gegn einelti. Sú vinna fór af stað í kjölfar tillöguflutnings Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Í ljós kemur að aðgengi nemenda og foreldra að viðbragðsáætlunum gegn einelti og skilgreiningum á einelti á vefsíðum skólanna má bæta verulega. Viðbrögð Menntasviðs við athugasemdum mannréttindaskrifstofu lofa góðu, samræmd viðmið um þær upplýsingar sem eiga að vera á heimasíðum skólanna eru mikilvæg og eins þarf að huga að verkferlum Menntasviðs og aðgengi að upplýsingum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og F-lista óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri-grænna, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins lýsa yfir ánægju með það starf sem unnið er af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar er varðar úttekt á viðbragðsáætlunum borgarstofnana gegn einelti. Með því vinnulagi er verið að senda skýr skilaboð um að borgin leggur ríka áherslu á baráttu gegn einelti. Niðurstöðurnar benda til þess að bæta megi aðgang að upplýsingum er varða eineltismál hjá skólum borgarinnar. Menntasvið hefur strax brugðist við og lagt fram aðgerðaráætlun. Fulltrúar í menntaráði leggja ríka áherslu á að starfsfólk grunnskólanna haldi áfram að vinna markvisst gegn einelti.

3. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 8. mars sl. um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.

4. Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Menntaráð felur fræðslustjóra að gera úttekt á samsetningu máltíða sem í boði eru fyrir nemendur grunnskóla Reykjavíkurborgar með tilliti til þeirra markmiða um hollustu matar sem fram koma í gæðahandbók Mennta- og Leikskólasviðs.

5. Lögð fram skýrslan Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík, dags. í mars 2010 og minnisblað fræðslustjóra, dags. 8. mars sl., um niðurstöður viðhorfskönnunar foreldra 2010. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsókna-þjónustu kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskóla-barna í Reykjavík en þær sýna að ánægja foreldra með skólastarfið fer vaxandi. Mikill meirihluti reykvískra foreldra eða 84#PR eru ánægð með skólann, sem barnið þeirra gengur í og er það aukning um tæp 8#PR frá árinu 2008 þegar slík viðhorfskönnun var síðast lögð fyrir foreldra. Um 90#PR foreldra telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum.
Fagnaðarefni er að ánægja foreldra með grunnskóla Reykjavíkur fer vaxandi þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og hagræðingu í fjármálum. Menntaráð þakkar starfsfólki skólanna fyrir auðsýndan metnað og fagmennsku, sem einkennir skólastarfið, og fram kemur í viðhorfskönnuninni. Um leið og starfsfólki grunnskólanna er óskað til hamingju með árangurinn er það hvatt til að standa áfram vörð um nám og velferð grunnskólabarna. Skólastjórnendur eru hvattir til að nýta niðurstöður könnunarinnar til umbóta í skólastarfi.

- Kl. 11:30 vék Elínbjörg Magnúsdóttir af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti.

6. Lögð fram skýrslan Talnalykill, stærðfræðiskimun í 3. bekk, dags. í nóv. 2009. Jafnframt lagt fram minnisblað fræðslustjóra um sama mál, dags. 5. mars sl. Guðrún Edda Bentsdóttir, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu og Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu gerðu grein fyrir málinu og svöruðu fyrirspurnum.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum Talnalykils í 3. bekk í grunnskólum Reykjavíkur haustið 2009. Ráðið telur þær upplýsingar, sem fram koma í niðurstöðum Talnalykils vera afar mikilvægar til að bæta enn frekar stærðfræðinám í grunnskólum Reykjavíkur.
Þátttaka í stærðfræðiskimuninni Talnalykli 2009 hefur aldrei verið meiri en nú. Þátttaka nemenda í 3.bekk í grunnskólum Reykjavíkur var um 82#PR. Ánægjulegt er að sjá að hlutfall nemenda sem einungis ljúka prófhluta I og teljast því ólíklegir til að þurfa sérstaka aðstoð í stærðfræði hefur hækkað milli ára, úr 66#PR í 69#PR.
Talnalykill hefur sýnt sig vera öflugt skimunartæki í að finna þá nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð í stærðfræði snemma á skólagöngunni. Menntaráð leggur ríka áherslu á að skólar kynni niðurstöður Talnalykils fyrir foreldrum og stuðli að því að upplýsingar um stöðu nemenda í námi séu sem áreiðanlegastar og aðgengilegastar á hverjum tíma. Menntaráð hvetur þá skóla sem enn taka ekki þátt í verkefninu að gera það frá og með næsta hausti.
Til að ná góðum árangri í skólastarfi eru traustir mælikvarðar grundvallaratriði. Fram til ársins 2006 birti Námsmatsstofnun s.k. framfarastuðul skóla (framfarastuðull II) á heimasíðu sinni sem unninn var útfrá niðurstöðum samræmdra könnunarprófa.
Mat á framför einstakra nemenda eða heilla árganga eru með þeim gagnlegustu upplýsingum sem hægt er að fá úr skólastarfinu og nauðsynlegar kennurum sem mat á eigin starfi, skólum sem hluti af skólaþróun og sjálfsmati og fræðsluyfirvöldum sem grunnur að ytra mati og stuðningi við skóla.
Í ljósi þess hve mikilvægar upplýsingar um skólastarf er um að ræða, hvetur menntaráð Reykjavíkur mennta- og menningarmálaráðuneytið til að hefja aftur útreikninga og útgáfu á framfarastuðlum einstakara skóla sem allra fyrst.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga sem var vísað til menntaráðs frá borgarstjórn 16. feb. sl.
Borgarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við íþróttafélög, æskulýðssamtök, tónlistar- og listaskóla og aðra aðila sem sinna uppbyggilegu frístundastarfi í Reykjavík. Markmið viðræðnanna verði að lækka kostnað fjölskyldna og einfalda aðgengi að íþróttum, frístundum og listnámi. Þannig verði stefnt að almennari og meiri þátttöku á verði sem fleiri ráða við. Sérstaklega verði hugað að úrræðum þeirra sem búa við þröngan fjárhag heima fyrir. Í samvinnu við foreldra og forystu þeirra sem fyrir starfseminni standa verði horft til kostnaðar vegna æfingagjalda, fjölda æfinga og kennslustunda, hóptíma í stað einkakennslu þar sem því verður við komið auk útgjalda vegna ýmiss konar fatnaðar, búnaðar og ferðalaga. Í hverju hverfi og hverjum skóla verði jafnframt hugað að leiðum til að frístundir verði hluti af samfelldum skóladegi þannig að dregið verði úr þörf fyrir dýrt skutl foreldra.

Samþykkt að vísa til fræðslustjóra.

8. Lagt fram á ný yfirlit, dags. í desember 2009, yfir framkvæmd markmiða í starfsáætlun Menntasviðs 2009, sem var lagt fram á fundi menntaráðs 10. feb. sl. Umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 12:46

Kjartan Magnússon

Anna Margrét Ólafsdóttir Kristján Guðmundsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Sigríður Pétursdóttir