No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2012, 20. júní, var haldinn 20. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Erna Ástþórsdóttir, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum; S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Eygló Traustadóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynning á stöðu framkvæmda við Norðlingaskóla. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012060181
- Kl. 10:27 tóku Bryndís Jónsdóttir og Helgi Eiríksson sæti á fundinum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi ályktunartillögu:
Skóla- og frístundaráð óskar eindregið eftir því við framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar að framkvæmdum við byggingu og lóð Norðlingaskóla ljúki fyrir 1. september og að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru haustið 2011 um verklok. Jafnframt er eindregið óskað eftir því að innanhússframkvæmdum við Sæmundarskóla og lóðafrágangi verði einnig lokið fyrir sama tíma.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar framkvæmda- og eignasviði fyrir góða frammistöðu við að ráða fram úr þeim erfiðleikum, sem upp hafa komið við byggingu Norðlingaskóla og Sæmundarskóla. Ráðið óskar eindregið eftir því að framkvæmdum við byggingu og lóð Norðlingaskóla ljúki fyrir 1. september og að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru haustið 2011 um verklok. Jafnframt er eindregið óskað eftir því að innanhússframkvæmdum við Sæmundarskóla og lóðafrágangi verði einnig lokið fyrir sama tíma. Ráðið þakkar nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólanna fyrir auðsýnda þolinmæði og ríkan samstarfsvilja á byggingartímanum og leggur mikla áherslu á að þessum aðilum sé haldið vel og reglulega upplýstum um lok framkvæmda.
2. Ráðning skólastjóra við Grandaskóla. SFS2012060136
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2012, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Grandaskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Grandaskóla.
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Grandaskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs vegna ráðninga skólastjóra við grunnskóla Reykjavíkurborgar, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.
Sex umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Örn Halldórsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra við Grandaskóla.
Samþykkt með 6 atkvæðum, Marta Guðjónsdóttir sat hjá.
3. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Sunnufold. SFS2012060141
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2012, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra í Sunnufold.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra í Sunnufold.
c) Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Sunnufold.
Þrjár umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka.
Sviðsstjóri leggur til að Fanný Kristín Heimisdóttir verði ráðin leikskólastjóri við leikskólann Sunnufold.
Samþykkt.
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í leikskólum óskaði bókað:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík telur það mikið áhyggjuefni hve lítil ásókn er í stjórnunarstöður við leikskóla í Reykjavík. Einungis tvær umsóknir bárust um leikskólastjórastöðu í Sunnufold sem er einn af stærstu leikskólum borgarinnar. Til þess að faglegt starf blómstri í leikskólum sem og öðrum skólum, þarf hvert sveitarfélag að finna leiðir til að laða til sín hæfa leikskólastjóra og leikskólakennara. Minnt er á að Reykjavík er með eitt lægsta hlutfall faglærðra leikskólakennara á stór Reykjavíkursvæðinu, eða um 30#PR.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði tekur undir bókun og áhyggjur áheyrnarfulltrúa leikskólastjórnenda.
4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2012, um staðfestingu starfsáætlana grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 2012 – 2013. Auk þess upplýst að Suðurhlíðarskóli hefur nú skilað fullnægjandi starfsáætlun. SFS2012040202
Samþykkt.
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. júní 2012, um staðfestingu skóladagatala grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 2012 – 2013. SFS2012010272
Samþykkt.
6. Lagt fram að nýju bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. apríl 2012, þar sem vísað er til skóla- og frístundaráðs svohljóðandi tillögu Hönnuh Bryndísar Proppé Bailey sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 6. júní sl.:
Hugmyndin okkar er um það að fá „Ungmennakennslustund“, tíma þar sem börn og unglingar fá að læra um og fá að segja sína skoðun á og ræða mikilvæg málefni samfélagsins einsog einelti, kynjamismunun, fordóma, fjármálafræðslu, geðheilsu, stjórnmál, umhverfisfræði og það verður líka meiri áhersla á hópeflingu. Þessi tími getur verið settur inn í lífsleiknitíma, en hugmyndin er hugsuð sem endurhugsun á lífsleikni, samt viljum við að það sé meira en einn tími á viku svo það sé nægur tími til að tala um þetta allt. Það er oft talað við fullorðna í gegnum sjónvarp og annað um þessi mikilvægu málefni samfélagsins en ég spyr ykkur: Eigum við ekki sem ungmenni skilið að læra um þetta líka?
Samþykkt skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að standa fyrir málstofu á komandi skólavetri þar sem tillaga fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna um lífsleikniátak í skólum, verði til umfjöllunar. Til málstofunnar verði boðið fulltrúum úr röðum ungmenna, frístundaráðgjafa, lífsleiknikennurum (og öðrum þeim kennurum sem sinna lífsleiknikennslu) og fulltrúum háskólasamfélagsins. Markmiðið verði að skoða innihald og tilgang lífsleiknikennslu og að kalla eftir sjónarmiðum ólíkra aðila til þess hvaða gildi eiga að skipa mestan sess í fjölbreyttri lífsleiknikennslu framtíðarinnar.
SFS2012040221
7. Lagt fram að nýju bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. apríl 2012, þar sem vísað er til skóla- og frístundaráðs svohljóðandi tillögu Emelíu Madeleine Heenen sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 6. júní sl.:
Það er borgaraleg skylda hvers og eins að reyna að bjarga mannslífi eða lina augljósar þjáningar. Ungmennaráð Vesturbæjar setur fram tillögu um að skyndihjálp verði kennd í grunnskólum. Við í Ungmennaráðinu ræddum um það hvað okkur fyndist vanta í skólum borgarinnar og vorum sammála um að það vantar kennslu í skyndihjálp. Okkur finnst að allir ættu að kunna skyndihjálp og því teljum við mikilvægt að hún verði kennd í skólum að minnsta kosti 2 sinnum á ári frá 5. bekk. Okkur finnst mikilvægt að kennslan byrji í 5. bekk vegna þess að því fyrr sem maður byrjar að læra hlutina því betra, þá fer það í langtímaminnið og viðbrögðin koma af sjálfum sér.
Samþykkt skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að framkvæma könnun meðal
skólastjóra og stjórnenda frístundamiðstöðva í Reykjavík um stöðu skyndihjálparkennslu. Spurt verði um fjölda þeirra kennara og frístundaráðgjafa sem hafa réttindi til að kenna skyndihjálp, hvort að skyndihjálparkennsla hafi verið á könnu skólahjúkrunarfræðinga, hvaða árgangar hafa notið kennslunnar og hversu margar kennslustundir var um að ræða. Ef þurfa þykir verði sviðsstjóra falið að fara í formlegar viðræður við Rauða Krossinn um mögulegt samstarf um skyndihjálparkennslu, og þá bæði horft til möguleika þess að bjóða upp á námskeið á vettvangi frístundamiðstöðva, sem og í skólum.
SFS2012040222
8. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að vinna rafræna handbók/bækling fyrir foreldra barna með fötlun. Í handbókinni komi fram þær upplýsingar sem snerta nám og starf barna með fötlun í leik- og grunnskólum og frístundastarfi skóla- og
frístundasviðs s.s. um stefnu Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar og sérstakan
stuðning við nemendur í grunnskólum, sérkennslustefnu Reykjavíkurborgar fyrir
leikskóla, hagsmunasamtök og hvert skal leita varðandi margvíslega þjónustu sem snýr að námi, leik, frístund og skólagöngu barna með fötlun.
Greinargerð fylgdi. SFS2012060142
Samþykkt.
9. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Vinstri grænna, Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Samþykkt að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að fylgja eftir með bréfi til stjórnenda í grunnskólum samþykkt Reykjavíkurborgar um að þeir fari eftir reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í því tilliti skal sérstaklega minna á hvernig standa eigi að kynningu fermingafræðslu til foreldra og barna en það er ekki hlutverk skólanna að hafa milligöngu um slíkt heldur er það alfarið í höndum trúfélaga/lífsskoðunarfélaga að standa að kynningu og útfærslu hennar án nokkurrar aðkomu eða íhlutunar skólans.
SFS2012060150
Samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta stjórnendum leikskóla og grunnskóla til að framfylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar hvað þessi mál varðar, hér eftir sem hingað til. Höfum við ætíð verið þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til að setja sérstakar reglur um þessi samskipti umfram það sem fram kemur í mannréttindastefnunni.
10. Lögð fram tillaga af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. maí 2012, um að brjóta upp kennslustundir með aukinni hreyfingu og leik. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. júní 2012, um tillöguna. SFS2012060046
Samþykkt að vísa tillögunni til starfshóps um heilsueflingu barna á grunnskólaaldri.
- Hlé gert á fundi frá kl. 12:20 til 12:50.
11. Lögð fram stefna í íþróttamálum í Reykjavík 2012 – 2020. Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012060161
- Kl. 12:58 tók Jón Ingi Einarsson sæti á fundinum.
12. Lagt fram þriggja mánaða uppgjör skóla- og frístundasviðs. Jón Ingi Einarsson, staðgengill fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012060143
13. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 15. júní 2012 og yfirlit um endurskoðaða fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2012 til samræmis við samþykkt skipurit. SFS2011100272
- Kl. 13:45 viku Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir af fundi.
14. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis í stjórnsýslumáli, dags. 23. maí 2012, í máli nr. IRR11060303, Sigríður Jónsdóttir gegn Reykjavíkurborg, um stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 19. apríl 2011 um sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Sigríður Thorlacius, lögfræðingur hjá skóla- og frístundasviði kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012050295
- Kl. 14:00 viku Hildur Skarphéðinsdóttir og Guðrún Sigtryggsdóttir af fundi og Guðrún Hjartardóttir tók þar sæti.
15. Lagt fram svar, dags. 1. júní 2012, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa skólastjóra í leikskólum varðandi kennslu- og viðveruskyldu þriggja millistjórnenda við Ártúnsskóla, sameinaðan leik- og grunnskóla ásamt frístund og rök fyrir ráðningu tveggja aðstoðarskólastjóra við sameinaða grunnskóla í Reykjavík. SFS2012040209
Áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskólum óskaði bókað:
Skipurit í sameinuðum leik- og grunnskóla ásamt frístund, þar sem eru ríflega 210 börn, sýnir að myndarlega er veitt fjármagni í stjórnunarstöður eða í u.þ.b 2,70#PR stöðugilda. Sama er í sameinuðum grunnskólum. Þar er gert ráð fyrir fjármagni fyrir tvo aðstoðarskólastjóra, auk deildarstjóra. Rökin fyrir því eru starfsstöðvar í aðskildum húsum ásamt nemendafjölda og fjölda starfsmanna. Hins vegar þegar kemur að fjármagni í stjórnunarstöður í sameinuðum leikskólum er ekki eins vel í lagt. Leikskólastjórar í leikskólum sem staðsettir eru í aðskildum húsum hafa lengi bent á að vegna umfangs starfsins þurfi að auka stjórnunarþátt staðgengils leikskólastjóra. Þeir telja einnig að of fáar stjórnunarstöður standi breytingarferlinu fyrir þrifum. Nú þegar fjárhagsáætlun fyrir 2013 er í smíðum er þess farið á leit að auknu fjármagni verði veitt til stjórnunar í fjölmennum leikskólum.
16. Lagt fram svar, dags. 18. júní 2012, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi verkferla og skráningar vegna slysa og óhappa á börnum í skólum og frístundastarfi. SFS2012060089
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að samdar verði samræmdar verklagsreglur fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili um hvernig bregðast eigi við slysum á börnum á skólatíma og í vettvangsferðum. Jafnframt er lagt til að slysaskráning verði samræmd.
Frestað.
- Kl. 14:15 vék Helgi Eiríksson af fundi.
17. Lagt fram svar, dags. 14. júní 2012, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ráðningar í yfirmannsstöður á skóla- og frístundasvið. SFS2012060090
- Kl. 14:30 viku Erna Ástþórsdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Þórunn Gyða Björnsdóttir af fundi.
18. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að óska eftir samvinnu við Borgarbókasafnið um tilraunaverkefni í því skyni að Grafhyltingar og Úlfdælingar fái notið bókasafnsþjónustu innan hverfis eins og íbúar annarra hverfa í borginni. Skoðað verði hvort hægt sé að veita slíka þjónustu með hagkvæmum og áreiðanlegum hætti með því að víkka út starfsemi eins af þremur skólabókasöfnum, sem starfrækt eru í Grafarholti-Úlfarsárdal, þannig að það verði einnig opið almenningi. Tillaga þessi er flutt í framhaldi af tillögu um sama efni, sem samþykkt var einróma á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 30. maí síðastliðinn.
SFS2011090305
Samþykkt að vísa tillögunni til starfshóps um samstarf um rekstur og þjónustu almenningsbókasafna og skólasafna í Reykjavík.
- Kl. 14:40 viku Anna Helga Sigfúsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Auður Árný Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir af fundi.
19. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskar eftir því við framkvæmda- og eignasvið að sem fyrst verði ráðist í viðeigandi úrbætur á húsnæði Hagaskóla. Ljóst er að viðhaldi skólans hefur verið ábótavant að undanförnu en elsti hluti byggingarinnar er 54 ára gamall. Þak og veggir leka á nokkrum stöðum, m.a. er leki í eldhúsi mötuneytis nemenda við ákveðnar aðstæður. Gluggar eru óþéttir og halda sums staðar hvorki vatni né vindi. Þá er loftræstikerfi í ólagi í ákveðnum hlutum byggingarinnar.
SFS2012060094
Samþykkt.
Skóla- og frístundafulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Ályktun frá foreldrafélagi Hagaskóla barst fyrir nokkru síðan um sama mál og var vísað til meðferðar á framkvæmda- og eignasviði.
20. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur felur fræðslustjóra að semja tillögu um breytingar á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar, sem miði að því að taka upp virkt samráð við foreldrafélög í borginni við ráðningar skólastjóra. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Eftir sem áður annist skóla- og frístundaráð ráðningar í stöður skólastjóra og beri ábyrgð á þeim eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Lagt er til að fræðslustjóri leggi umrædda tillögu fyrir skóla- og frístundaráð, sem samþykki hana fyrir sitt leyti, áður en henni verður vísað til borgarstjórnar.
SFS2012040185
Frestað
21. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um breytingar, sem boðaðar hafa verið á húsnæðismálum Laugarnesskóla næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hefur yfirstjórn skóla- og frístundasviðs gert skólastjóranum að færa yngstu nemendur skólans í nýbyggingu til að mæta þörfum frístundastarfs. Eru uppi áhyggjur meðal foreldra um að slík breyting sé aðför að faglegri yfirstjórn í skólanum og því fyrirkomulagi, sem viðhaft hefur verið á kennslu eldri og yngri barna í skólanum undanfarin ár og sátt ríkir um í hverfinu. Spurt er hvort ekki komi til greina að leysa húsnæðisvanda frístundarinnar farsællega með því að koma færanlegum kennslustofum fyrir við skólann áður en skólastarf hefst í haust.
SFS2012060163
Fundi slitið kl. 14.48
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir