Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

12. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 2. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 12. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð, og Viktor Guðlaugsson.

1. Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar skóla og leikskóla frá 25. nóvember sl.

2. Lagt fram erindi frá Álftamýrarskóla, dags. í nóvember 1996, varðandi lóðaframkvæmdir við skólann. Vísað til byggingarnefndar skóla og leikskóla.

3. Lagt fram erindi foreldraráðs Álftamýrarskóla, dags. 25. nóvember, varðandi húsnæðismál skólans. Vísað til byggingarnefndar skóla og leikskóla.

4. Viktor Guðlaugsson gerði grein fyrir starfi sínu undanfarna mánuði. Á næstu vikum mun koma skýrsla um rekstur og starfsemi allra sérskóla og sérdeilda borgarinnar ásamt nokkrum hugmyndum um breytingar á framtíðarrekstrarformi sérskólanna.

Fyrirspurn kom fram frá fulltrúa kennara um það hvort mikið fötluðum einstaklingum fjölgaði eða fækkaði. Fyrirspurn vísað til fræðslustjóra.

Viktor Guðlaugsson vék af fundi eftir þennan lið.

5. Lögð fram á ný eftirfarandi tillaga Huldu Ólafsdóttur frá 4. nóvember s.l.: Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslustjóra að gera áætlun um hvernig koma megi til móts við þarfir barna með sérstaka hæfileika á einhverju sviði. Hér getur verið um s.k. afburðagreind börn að ræða og börn með ákveðna sérgáfu. Leitast verði við að skilgreina hæfileikarík börn og þarfir þeirra og safna upplýsingum um fjölda slíkra barna í grunnskólum Reykjavíkur. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fulltrúar minnihluta lögðu fram eftirfarandi bókun: Sjálfstæðismenn fagna því að aftur er fyrirhugað að taka upp stuðning við hæfileikarík börn í grunnskólum Reykjavíkur. Árið 1985 komu sjálfstæðismenn á stuðningi við börn með óvenjumikla námshæfileika í grunnskólum borgarinnar. Kennarar og skólastjórar greindu börnin og vísuðu til Námsefnisráðgjafarinnar sem sinnti verkefninu. Fram til ársins 1995 var um 100 börnum á ári sinnt í gegnum þessa þjónustu og þar af fengu um 40 börn mjög virka þjálfun. Þegar R-listinn kom til valda var dregið úr stuðningi við verkefnið og á þessu ári var lokað fyrir fjárveitingar til þess. Námsefnisráðgjöfinni var sagt upp húsnæði því sem hún hafði notið hjá borginni nú í sumar.

Fulltrúar meirihluta lögðu fram eftirfarandi bókun: Íslenskur skóli er samkvæmt lögum skóli fyrir öll börn, hvert sem andlegt eða líkamlegt atgerfi þeirra er. Það er því mikilvægt að skólastarfi grunnskólanna sé skapað skilyrði til þess að koma sem allra best til móts við mismunandi námshæfileika, þarfir og aðstæður þessa breiða nemendahóps. Lengri skóladagur með fjölbreyttum verkefnum, fleiri viðbótarstundir til ráðstöfunar fyrir skóla, aukið ráðgjafarstarf og sérstakur stuðningur við upphaf skólagöngu, eins og fram kemur í starfsáætlun næsta árs, mun m.a. auka sveigjanleika í skólastarfinu og þannig stuðla að því að kennarar geti enn betur en hingað til komið til móts við þarfir einstakra nemenda á hvaða sviði sem hæfileikar þeirra liggja.

Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður rekstrarsviðs, tók sæti á fundinum kl. 13.10.

Árni Sigfússon vék af fundi kl. 13.15

6. Lögð fram til kynningar áætlun um búnaðarkaup skóla fyrir árið 1997. Forstöðumaður rekstarsviðs kynnti áætlunina.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Guðmundi Gunnarssyni: Hvert er heildarfjármagnið sem fer til rekstrar Námsflokka Reykjavíkur á yfirstandandi ári og næsta? Hver var heildarfjöldi nemenda þar á yfirstandandi ári?

7. Lögð fram styrkumsókn frá Söngsmiðjunni ehf., dags. 12. nóvember s.l. Ekki verður um frekari styrkveitingar að ræða til skólans á þessu ári.

8. Lögð fram beiðni um fjárstuðning frá Samfok, dags. 14. nóvember 1996, vegna ferðar á ráðstefnu European Research Network About Parents in Education. Samþykkt að styrkja hvern þátttakanda um 25.000, eða 100.000 alls.

9. Lagðir fram til kynningar undirskriftalistar foreldra barna í heilsdagsskóla Vesturbæjarskóla vegna húsnæðismála þar. Formaður greindi frá því að verið væri að skoða þessi mál í tengslum við staðsetningu hugsanlegrar viðbyggingar við skólann.

10. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra til borgarráðsmanna, dags. 28. október s.l., varðandi breytingu á undirbúningi borgarráðsfunda. Hún felst í því að mál sem eiga að fara fyrir borgarráð þurfa að hafa borist Ráðhúsi um hádegi á mánudag. Ekki talin ástæða til að breyta fundartíma fræðsluráðs vegna þessa. 11. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir afgreiðslu erinda sem borist hafa fræðsluráði frá ágúst til október 1996.

12. Lagt fram erindi frá Öskjuhlíðarskóla, dags. 5. nóvember, varðandi kennsluafslátt vegna sérkennslunáms. Umfjöllun frestað til næsta fundar.

13. Lagðar fram beiðnir eftirfarandi kennara um breytingu á stöðustærð: Helga Tryggvadóttir Húsaskóla úr 1/2 í 2/3 Kolbrún Hjaltadóttir Breiðholtsskóla úr 2/3 í 1/1 Samþykkt. 14. Lögð fram umsókn Huldu Sverrisdóttur, kt. 041167-3519, kennara í Húsaskóla um launalaust leyfi í kjölfar barnsburðarleyfis frá 4. nóvember s.l. til loka skólaárs. Samþykkt.

15. Lagt fram til kynningar erindi til umboðsmanns foreldra og skóla frá skólastjóra og formanni foreldraráðs Vesturbæjarskóla, vegna eineltis í skóla.

16. Lagt fram yfirlit frá deildarstjóra starfsmannadeildar yfir afgreiðslur kennaramála frá 15. september til nóvemberloka.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber