Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

15. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 20. janúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Selásskóla og var þetta 15. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Hafsteinn Karlsson skólastjóri Selásskóla, Anna Guðrún Jósefsdóttir aðstoðarskólastjóri, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Tveir nemendur Selásskóla léku á hljóðfæri fyrir fundarmenn.

2. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra, dags. 20. desember 1996, um samþykktir borgarstjórnar 19. s.m. varðandi skólamál.

3. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra, dags. 2. janúar 1997, varðandi ályktunartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skólamál, lagðar fram á fundi borgarstjórnar 19. desember 1996. Svanhildur Kaaber lagði fram eftirfarandi bókun: Í skólastarfi grunnskóla og gerð námsefnis til notkunar þar er meginatriði að tryggja fagleg vinnubrögð og sjá um að fyllsta jafnréttis og hlutleysis sé gætt. Mikils er um vert að skólayfirvöld og skólar haldi sjálfstæði sínu og séu ekki skuldbundnir einstökum fyrirtækjum og/eða stofnunum. Ég vara við því að farið verði út á þá braut að leita til stofnana og fyrirtækja um fjárframlög til námsefnisgerðar eða annarra þátta skólastarfs.

4. Lögð fram eftirfarandi tillaga varðandi málefni hæfileikaríkra barna: Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir að leita eftir því við 1-3 grunnskóla í Reykjavík að hefja þróunarstarf fyrir hæfileikarík börn. Verkefnið felist í því að velja og þróa aðferðir við að koma til móts við hæfileikarík börn og finna þeim verkefni við hæfi. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veitir nauðsynlega aðstoð og heldur utan um verkefnið. Í þessu sambandi mætti hugsanlega nýta möguleika sem skapast vegna viðbótarkennslustunda og með stuðningsfulltrúa inni í bekk. Einnig mætti leita úrræða í formi sérkennslu eða sérverkefna fyrir einstaklinga og hópa. Viðkomandi skólar geri fræðsluráði skriflega grein fyrir niðurstöðum sínum og tillögum. Samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram bréf frá skólastjóra Æfingaskóla KHÍ, dags. 14. janúar 1997, varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við Æfingaskólann. Vísað til bygginganefndar skóla og leikskóla.

6. Lagt fram bréf Skólastjórafélags Reykjavíkur, dags. 2. desember, varðandi meðferð beiðna frá ýmsum aðilum um samkeppni eða kynningar í grunnskólum Reykjavíkur. Fræðsluráð samþykkir að slík erindi verði lögð fyrir fræðsluráð, svo sem verið hefur.

7. Lagt fram til kynningar bréf sem sent var til skólastjóra, dags. 15. janúar 1997, varðandi starfshóp um tengsl leikskóla og grunnskóla við menningarstofnanir í Reykjavík.

8. Kynnt stuttmyndahátíð grunnskólanemenda í Reykjavík.

9. Kynntur listi yfir umsóknir um almenna styrki fræðsluráðs.

10. Lögð fram ný fundaáætlun fræðsluráðs.

11. Lagt fram til kynningar minnisblað fræðslustjóra um vinnu starfshóps um skólastarf eftir einsetningu og lengingu skóladags.

12. Lagðar fram umsóknir eftirtalinna kennara um launalaus leyfi: Elísabet Pétursdóttir kt. Árbæjarskóla til loka skólaárs Guðrún E. Bentsdóttir kt. Æfingask. KHÍ frá áramótum Samþykkt.

13. Lagðar fram beiðnir eftirfarandi kennara um breytingu á stöðustærð: Sigurveig Úlfarsdóttir kt. Ísaksskóla úr 2/3 í 1/1 (frá 1. ág. s.l.) Sigríður Ólafsdóttir kt. Ölduselsskóla úr 2/3 í 1/1 Sigrún J. Þórisdóttir kt. Ölduselsskóla úr 1/2 í 2/3 Sólveig Ebba Ólafsd. kt. Ölduselsskóla úr 1/2 í 1/1 Samþykkt, nema beiðni Sigurveigar Úlfarsdóttur sem var frestað.

14. Formaður greindi frá afhendingu verðlauna í lestrarmagnskeppni grunnnskóla Reykjavíkur sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 23. janúar n.k.

15. Anna Guðrún Jósefsdóttir, aðstoðarskólastjóri, greindi í nokkrum orðum frá starfi Ártúnsskóla.

Fundi slitið kl. 13.55

Sigrún Magnúsdóttir Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber

Láta fjölrita skýrsluna frá 81 til fræðsluráðsfólks. Senda foreldraráðum starfsáætlanir - breyta gulu síðunum til samræmis við það sem nú er.

Senda aðafulltrúum gögn sem dreift er á fundum, séu þeir ekki á staðnum.
Ath. grein í Nýjum menntamálum um tæki í tilraunastofum.