Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

22. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1997, mánudaginn 14. apríl, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Breiðagerðisskóla og var þetta 22. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir formaður, Árni Sigfússon, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Ingibjörg Hafstað námstjóri í nýbúafræðslu, Guðbjörg Þórisdóttir skólastjóri Breiðagerðisskóla, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs og Steinunn Stefánsdóttir deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Guðbjörg Þórisdóttir skólastjóri gekk með fræðsluráði um Breiðagerðisskóla og Staðarborg. Á sal skólans dansaði nemandi skólans, Davíð Gill Jónsson, ásamt Halldóru Sif Halldórsdóttur úr Hlíðaskóla fyrir fræðsluráð, en þau eru nýbakaðir heimsmeistarar í samkvæmisdönsum í sínum aldursflokki.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 10. apríl s.l., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

3. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs grunnskóla Reykjavíkur að úthlutun styrkja fyrir árið 1997. Eftirfarandi styrkir samþykktir: 1. Náttúruvísindi, stærðfræði og tækni: Björn Sigurðsson Grandaskóla 75.000 Foldaskóli Ragnar Gíslason 750.000 Hrefna Birna Björnsdóttir Vesturbæjarskóla 150.000 Steinunn Ármannsdóttir o.fl. Álftamýrarskóla 90.000 Valdimar Helgason Ölduselsskóla 150.000 Örn Halldórsson Grandaskóla 150.000 Barnasmiðjan 300.000 Samtals 1.665.000 2. Einsetinn skóli og lengri skóladagur: Hildur Hafstað o.fl. Engjaskóla 1.000.000 Guðbjörg Þórisdóttir Breiðagerðisskóla 700.000 Gunnar Börkur Jónasson Æfingaskólanum 200.000 Samtals 1.900.000 3. Lífsleikni og vímuvarnir: Foldaskóli Ragnar Gíslason 150.000 Haraldur Finnsson o.fl. Réttarholtsskóla 200.000 Sesselja Snævarr o.fl. Ártúnsskóla 200.000 Samtals 550.000

4. Annað: Anna Ingibjörg Flosadóttir Hlíðaskóla 200.000 Edda Pétursdóttir o.fl. Melaskóla 370.000 Guðmundur Sighvatsson o.fl. Austurbæjarskóla 120.000 Elín Jónasdóttir nemi í sálarfræði 50.000 Guðmundur Helgi Helgason Foldaskóla 50.000 Helga Guðrún Loftsd. o.fl. Selásskóla 300.000 Rúnar Sigríksson o.fl. Selásskóla 500.000 Sigríður Kristjánsdóttir Seljaskóla 100.000 Birna Arnbjörnsdóttir o.fl. 150.000 Ingibj. Möller og Kristj. Sigf. Hlíðaskóla 150.000 Samtals 1.990.000 Alls 6.105.000 Samþykkt. Fulltrúi foreldra óskaði eftir að bókað yrði að hún hefði kosið að Þróunarsjóður sæi sér fært að styrkja lengdan skóladag, þ.e viðbótarkennslustundir.

4. Lögð fram tillaga Fræðslumiðstöðvar varðandi styrki til einkaskóla, en hún miðar við ákveðið fjárframlag á hvern nemanda í alla skólana. Samþykkt. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun: Tillaga Fræðslumiðstöðvar um styrki til einkaskóla er fyrst og fremst fram komin til að leysa vanda vegna skipulags næsta skólaárs. Fræðsluráð óskar eftir því að Jón Björnsson framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála vinni áfram að mótun heildstæðra tillagna um fyrirkomulag styrkja til einkaskóla er nái bæði til byggingastyrkja og rekstrarstyrkja, í samræmi við það sem fræðsluráð fól honum að gera á fundi sínum 2. september 1996. Svanhildur Kaaber lagði fram eftirfarandi bókun: Ég geri ekki athugasemd við styrkveitingu til rekstrar þeirra einkaskóla sem starfað hafa um árabil í borginni á trúarlegum forsendum, s.s. Landakotsskóla en ég er á móti því að nota almannafé til að styrkja rekstur annarra einkaskóla á grunnskólastigi. Ég tel slíkt skapa mismunun og tel að verja eigi fjármagninu til að efla starf hins almenna grunnskóla. Ég samþykki fyrirliggjandi tillögu á þeim forsendum að hér er verið að taka ákvörðun fyrir næsta skólaár eingöngu og vegna þess sem fram hefur komið að um starfsemi einkaskóla verði fjallað ítarlega í fræðsluráði á næstunni. Ég tel mikilvægt að ákvarðanir um starfsemi þessara skóla verði teknar fyrir næstu áramót þannig að skólunum, starfsfólki og nemendum þar verði ljóst hver staða þeirra verður í framtíðinni.

5. Kynning á hópprófi (MAT) til að kanna námsgetu barna, en skólamálaráð styrkti Námsefnisráðgjöfina vegna þessa prófs fyrir nokkrum árum.

6. Ingibjörg Hafstað gerði grein fyrir nýbúafræðslu í grunnskólum Reykjavíkur. Samþykkt að fela Ingibjörgu að taka saman upplýsingar og tillögur að úrbótum í málefnum nýbúabarna í grunnskólum Reykjavíkur og að Fræðslumiðstöð kanni möguleika á að efla bókakost á móðurmáli nýbúabarna í þeim fjórum grunnskólum borgarinnar þar sem þau eru flest.

7. Lagt fram að nýju erindi Knattspyrnusambands Íslands, dags 3. apríl s.l., varðandi heimsóknir í grunnskóla o.fl. í tilefni Dags knattspyrnunnar 2. maí 1997. Fræðsluráð þakkar boð Knattspyrnusambandsins, en eftir viðræður við stjórn Skólastjórafélags Reykjavíkur er ekki óskað eftir að skólar fái heimsóknir sem þessar vegna þess að það raskar skólastarfi um of. Erindinu er því hafnað.

8. Lagður fram vinnuferill Fræðslumiðstöðvar varðandi brottvísanir úr skóla, ásamt upplýsingum um lengd brottvísunartímabila. Einnig lagt fram yfirlit yfir skólareglur í grunnskólum borgarinnar. Svar við fyrirspurn formanns frá 17. febrúar s.l. Frekari umræðu frestað.

9. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis, dags. 3. apríl s.l., um tilboð til Álftamýrarskóla um að taka þátt í GLOBE, fjölþjóðlegu umhverfisfræðsluverkefni. Fræðslustjóra falið að leita skýringa til menntamálaráðuneytis á því að það velji þátttakanda í slíkt verkefni í stað þess að fela sveitarfélögunum sjálfum slíkt val.

10. Lagðar fram viðmiðunarreglur Fræðslumiðstöðvar um launalaus leyfi. Frestað.

11. Lagðar fram beiðnir eftirfarandi skólastjórnenda um fastráðningu frá 1. ágúst n.k.: Anna Sigríður Pétursdóttir aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla Ragnar Þorsteinsson skólastjóri Breiðholtsskóla Þórður Kristjánsson skólastjóri Seljaskóla Samþykkt.

12. Lagt fram til kynningar yfirlit starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar um afgreiðslur kennaramála, dags. 12. apríl s.l.

13. Lagt fram svar Námsflokka Reykjavíkur við fyrirspurn Guðmundar Gunnarssonar frá 2. desember 1996 um starfsemi Námsflokka Reykjavíkur.

14. Svanhildur Kaaber lagði fram fyrirspurn vegna innritunar nemenda sem nú fer fram úti í skólum í stað þess að vera miðlæg eins og áður var: 1. Eru boðleiðir skýrar? 2. Er ljóst í skólunum hvaða nemendur munu flytja og hvert þeir munu flytja?

15. Hulda Ólafsdóttir spurðist fyrir um hvort erindi vegna átakanna við Hagaskóla 10. apríl s.l. hefðu borist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Svo er ekki.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Guðmundur Gunnarsson
Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Kaaber