Skóla- og frístundaráð
Ár 2024, 9. desember var haldinn 284. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.14.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S) og Stefán Pálsson (V). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jónína Einarsdóttir, leikskólastjórar og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hjörtur Ágústsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason, Soffía Pálsdóttir og Eygló Traustadóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 9. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. september 2024:
Ekki var orðið við því að setja málefni Laugarnesskóla á dagskrá fundar skóla- og frístundaráðs í dag 9. september 2024 og er því óskað eftir að málefni skólans verði sett á dagskrá næsta reglulegs fundar skóla- og frístundaráðs.
Samþykkt. SFS24090089
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í upphafi september síðastliðinn var fjallað um það í fjölmiðlum hvernig skortur á viðhaldi í Laugarnesskóla hefði skapað margvísleg vandamál, meðal annars fyrir heilsu starfsmanna. Af þeim ástæðum lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til, hinn 9. september síðastliðinn, að málefni Laugarnesskóla yrði sett á dagskrá ráðsins. Samkvæmt samþykktum ráðsins er skylt að taka mál á dagskrá funda sem kjörnir fulltrúar óska eftir. Furðu vekur að þrjá mánuði tók að koma þessari tillögu á dagskrá ráðsins og það samþykkt að málefnið yrði tekið fyrir.
Kl 13.24 tekur Kristín Björnsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. október 2024 og fylgiskjölum:
Lagt er til að fallið verði frá fyrri ákvörðun um að sviðsmynd 1, í ódags. skýrslu starfshóps um framtíðarsýn skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi, komi til framkvæmda. Þess í stað komi til framkvæmda að móta skóla- og frístundastarf í Laugardalnum til framtíðar samkvæmt sviðsmynd 4 í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda, dags. í nóvember 2023. Óbreytt er að lagt er til að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir unglinga af skólasvæði skólanna þriggja, Langholtsskóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla, auk nemenda á unglingastigi sem búa á nærliggjandi uppbyggingareitum, við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni.
Skólarnir þrír verði allir yngri barna skólar. Langholtsskóli verði fyrir nemendur í 1. – 7. bekk, en lögð er til sú breyting að Laugarnesskóli verði fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og Laugalækjarskóli fyrir nemendur í 5. – 7. bekk.
Helstu forsendur tillögunnar eru eftirfarandi:
A. Byggja nýtt húsnæði fyrir unglingasafnskóla (8.-10. bekkur) fyrir skólana í Laugardalnum þar sem einnig væri gert ráð fyrir félagsmiðstöð á lóð 1, svokölluðum þríhyrning.
B. Auk þess taki nýr unglingaskóli við nemendum á unglingastigi sem búa á nærliggjandi uppbyggingareitum, við Grensásveg, á Orkureitnum og í Skeifunni. Til að mæta þeirri óvissu sem eru í spám af uppbyggingarreitum í nálægð við Laugardal næstu misseri er lagt til að spár verði yfirfarnar í byrjun árs 2026. Það gefur möguleika á að endurskoða hvort uppbyggingareitir muni heyra til skólahverfi nýs unglingaskóla, annarra skóla í nálægð við Laugardal eða hvort þörf verði á byggingu nýs skóla í Skeifunni.
C. Gera þarf ráð fyrir frístundaheimilum í Laugarnesskóla og Langholtsskóla fyrir 1. og 2. bekk auk aðstöðu fyrir félagsmiðstöðvastarf fyrir börn í 5. - 7. bekk í Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.
Jafnframt þarf að yfirfara aðstöðu sértæku félagsmiðstöðvarinnar Hofs sem nú er með aðstöðu í og við Laugalækjarskóla.
D. Rýna þarf staðsetningu safnfrístundaheimilis í Fjölskyldu- og húsdýragarði fyrir nemendur 3. og 4. bekkja og starfrækja þess í stað frístundaheimili í grunnskólunum fyrir 1. - 4. bekk.
E. Gera ráð fyrir aðstöðu fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
F. Aðstaða íþróttakennslu fyrir Laugalækjaskóla verður skoðuð sérstaklega og útfærð í þarfagreiningar- og forhönnunarvinnu og í samráði við íþróttafélögin sem starfa í Laugardal, sem og samnýting þjóðarhallar og Laugardalshallar fyrir íþróttakennslu alls skólastarfs í Laugardal.
Verkefnastjóri verði fenginn að verkefninu til að tryggja rétt upplýsingaflæði, tímaramma og verkáætlanir.Greinargerð fylgir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðsluna. Vísað til borgarráðs. SFS24050075
Gréta Þórsdóttir Björnsson, Atli Stefán Yngvason, Auður Ósk Óskarsdóttir, Árni Jónsson, Björn Gunnlaugsson, Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Jón Páll Haraldsson, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið þátt í og unnið að framtíðarsýn skólamála í Laugardalnum undanfarin ár. Hér er lagður grunnur að metnaðarfullu uppbyggingarstarfi í skólamálum. Eftir víðtæka stefnumótunar- og greiningarvinnu leggur meirihlutinn til sviðsmynd fjögur, með nokkrum breytingum eftir móttöku umsagna. Undirbúningur verður hafin að því að byggja og skipuleggja faglega sterkan unglingaskóla. Á sama tíma muna núverandi skólarnir allir fá það viðhald sem nauðsynlegt er og starfsmenn og stjórnendur fá framtíðarsýn sem þau geta unnið með.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Um langt skeið hefur framganga meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur gagnvart starfsfólki, foreldrum og nemendum í skólasamfélaginu í Laugardal litast af svikum. Þetta eru stór orð en því miður sönn. Tilkoma Framsóknarflokksins í meirihlutasamstarfið vorið 2022 hefur ekki breytt mynstri aðgerðaleysis og vanefndra loforða. Eftir undirskriftasöfnunina, „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“, ákvað borgarstjórn í október 2022 að byggja við grunnskólana þrjá í stað þess að nýr unglingaskóli yrði reistur í hverfinu. Þessi leið, að byggja við Langholtsskóla, Laugarlækjaskóla og Lauganesskóla, var valin til að mæta langvarandi þörf. Svik meirihlutans við að útfæra þá leið hefur víða verið lýst. Þegar upplýst var um svikin í maí síðastliðnum efndu íbúar í Laugardalnum aftur til undirskriftarsöfnunar, „Verndum skólaumhverfi í Laugardal“. Líkt og í fyrri undirskriftarsöfnun rituðu á annað þúsund manns undir áskorun þar sem meðal annars kemur fram: „Við krefjumst þess að þeim verðmætum sem felast í farsælli menningu skólanna okkar og mannauði þeirra, verði mætt af virðingu og íbúalýðræði verði virt við ákvörðun um framtíðaruppbyggingu skólanna í Laugardal.“ Með samþykkt þessarar tillögu um nýjan unglingaskóla í hverfinu er meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur að halda áfram að skora pólitísk sjálfsmörk í Laugardalnum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafna þessari vegferð og greiða því atkvæði gegn tillögunni.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna fagnar því að loksins sé tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólastarfs í Laugardal. Ákvörðunarfælni og hægagangur hefur einkennt málið og því miður orðið til þess að skapa óánægju og tortryggni íbúa, með ásökunum um sýndarsamráð. Hætt er við að brýnar framkvæmdir muni tefjast enn frekar, enda mörgum spurningum ósvarað, svo sem varðandi samspil nýbygginga og nýtingar svæðisins fyrir íþróttastarfsemi. Brýnt er að borgaryfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að græða sár og tryggja að skólahald geti gengið sem best þrátt fyrir mikið yfirvofandi rask.
Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar grunnskólakennara og skólastjóra vilja vita hvaða tíma er gert ráð fyrir í endurskipulagningu á skólastarfi með tilliti til og virðingu í garð fagfólks sem starfar í grunnskólunum? Að umturna skólastarfi á þennan hátt kostar gífurlegan tíma til undirbúnings og aðlögunar af hálfu fagfólksins. Hvaða fjármagn á að setja í þann undirbúning? Starfsfólk skólanna er langþreytt á ástandinu og því spyrja fulltrúar til hvaða leiða skóla- og frístundasvið ætli að leita til að styðja við starfsfólk skólanna í þessum viðamiklu breytingum? Sé ekki gripið til stuðningsaðgerða má búast við því að kennarar leiti til annarra starfa og í ljósi þeirra kjaradeilna sem nú eiga sér stað verður að teljast frekar líklegt að hluti starfsmannahópsins muni leita annað. Hér er rætt að minni áhætta sé á að gæði skólastarfs raskist með því að stofna til unglingaskóla en það raskar gæðum skólastarfs að fara í uppstokkun sem þessa, kippa heilu stigi út úr skólum og stofna til annars skólastigs í öðrum skóla á þennan hátt. Gera má ráð fyrir nemendahópum sem klára skólastig og jafnvel grunnskólagönguna á þessum framkvæmdatíma þar sem uppstokkunin á sér stað. Að halda því fram að gæði skólastarfs raskist ekki stenst enga skoðun.
Kl. 13.30 tekur Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir sæti á fundinum.
Kl. 13.37 taka Frans Páll Sigurðsson og Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
- Tillaga
- Minnisblað
- Fylgiskjal 1 - skýrsla 2022
- Fylgiskjal 2 - skýrsla 2023
- Fylgiskjal 3 - Umsagnir og ábendingar frá hagaðilum
- Fylgiskjal 4 - Áhrif skólategundar og skólastærðar á líðan og námsárangur nemeneda
- Fylgiskjal 5 - Spá og skólahverfamörk unglingaskóla
- Fylgiskjal 6 - Spá og skólahverfamörk yngri barna skóla
-
Fram fer kynning og umræða um viðhald og endurbætur skóla- og frístundahúsnæðis í Laugardal.
Gréta Þórsdóttir Björnsson, Atli Stefán Yngvason, Auður Ósk Óskarsdóttir, Árni Jónsson, Björn Gunnlaugsson, Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Jón Páll Haraldsson, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það hefur legið fyrir í um áratug að ástand húsnæðis Laugarnesskóla sé ófullnægjandi. Jafnframt hafa stjórnendur borgarinnar í alllangan tíma vitað af óviðunandi stöðu bygginga í Langholtsskóla. Aðgerðir til að bæta úr þessu hafa verið ómarkvissar en ekki hefur skort á að settir hafa verið á laggirnar starfshópar, samdar hafa verið forsagnir og skýrslur sem og ófáir fundir verið haldnir. Með öðrum orðum, fjármunum hefur ekki verið varið í að leysa þessi viðfangsefni heldur hefur óhemju miklum tíma verið eytt í að kortleggja stöðuna. Samkvæmt kynningunni undir þessum dagskrárlið á að koma upp skólaþorpi á meðan unnið er að lagfæringum í grunnskólunum í Laugardal. Miðað við reynsluna er erfitt að treysta á að framkvæmdahraðinn verði farsæll fyrir skólasamfélagið í Laugardal. Fylgja þarf því fast eftir að framkvæmdir gangi vel og örugglega fyrir sig.
Kl. 14.00 víkur Hjörtur Ágústsson af fundinum.
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um breytingu á skipuriti skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2024.
Samþykkt með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðsluna. Vísað til borgarráðs. SFS24110150
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn telur að í nýju skipuriti birtist bæði skilvirkni og faglegur metnaður sem skilar sér í faglegu starfi innan stofnana skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Með fyrirhuguðu nýju skipuriti skóla- og frístundasviðs er ekki gengið nægjanlega langt í að breyta skipulagi starfseminnar í því skyni að auka skilvirkni. Með skipuritinu er sem dæmi verið að fjölga einingum. Breytingin er því ólíkleg til að fela í sér þá hagræðingu sem fyrrverandi og núverandi borgarstjóri boðuðu í nóvember 2022 um að starfsmönnum borgarinnar yrði ekki fjölgað. Minnt er á þá almennu stefnu Sjálfstæðisflokksins að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja miðlægja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og er skóla- og frístundasvið þar ekki undanskilið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 11. júní 2024:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fylgja sviðsmynd 1 um framtíðaruppbyggingu skólastarfs í Laugardal sem samþykkt var árið 2022.
Greinargerð fylgir.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðsluna. SFS22020010
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2025, dags. 31. október 2024, sem samþykkt var í borgarstjórn 3. desember 2024. SFS24060050
Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar skólastjórnenda og kennara lýsa yfir miklum áhyggjum af yfirvofandi niðurskurði á fjármagni grunnskóla borgarinnar um 793 milljónir. Mikil og góð vinna fór í að hanna úthlutunarlíkanið Eddu sem átti að endurspegla raunkostnað við rekstur skóla og ljóst að ef þarf að skera niður með þessum hætti verður líkanið ekki nothæft. Fulltrúar grunnskólakennara og skólastjórnenda borgarinnar skora á borgaryfirvöld að standa vörð um þá grunnþjónustu sem grunnskólarnir veita og draga til baka áform um stórfelldan niðurskurð.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. desember 2024, um staðfestingu starfsáætlana frístundamiðstöðva starfsárið 2024-2025 ásamt starfsáætlunum eftirtalinna frístundamiðstöðva: Brúin, Kringlumýri, Miðberg og Tjörnin.
Samþykkt. SFS24110149
Árni Jónsson, Guðrún Kaldal, Haraldur Sigurðsson, Helgi Eiríksson, Auður Ósk Óskarsdóttir, Bára Birgisdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson, Svandís Egilsdóttir, Elísabet Helga Pálmadóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir og Valborg Hlín Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn er stoltur af því frábæra starfi sem á sér stað í frístundamiðstöðum Reykjavíkurborgar. Starfsánægja og stolt einkennir starf þeirra sem skilar sér til þeirra barna sem fá þar þjónustu.
Kl. 15.40 víkur Kristín Björnsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. desember 2024, um staðfestingu starfsáætlana grunnskóla starfsárið 2024-2025 ásamt starfsáætlunum eftirtalinna grunnskóla: Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Ártúnsskóli, Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, Borgaskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Brúarskóli, Dalskóli, Engjaskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Hagaskóli, Hamraskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Húsaskóli, Hvassaleitisskóli, Ingunnarskóli, Klébergsskóli, Klettaskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Rimaskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Skóli Ísaks Jónssonar, Suðurhlíðarskóli, Sæmundarskóli, Tjarnarskóli, Vesturbæjarskóli, Víkurskóli, Vogaskóli, Waldorfskólinn Sólstafir og Ölduselsskóli.
Samþykkt. SFS24090085
Auður Ósk Óskarsdóttir, Bára Birgisdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson, Svandís Egilsdóttir, Árni Jónsson, Guðrún Kaldal, Haraldur Sigurðsson, Helgi Eiríksson, Elísabet Helga Pálmadóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir og Valborg Hlín Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn er stoltur af því frábæra starfi sem á sér stað í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Öflug menntastefna borgarinnar lifnar við í hverri kennslustofu. Hver kennari borgarinnar er daglega að vinna að því að láta drauma barna rætast. Fagleg og metnaðarfull menntun er hornsteinn hvers samfélags. Kennarar fara með framtíðarauð íslensks samfélags og fyrir það ber að þakka.
Fylgigögn
- Minnisblað
- Austurbæjarskóli
- Álftamýrarskóli
- Árbæjarskóli
- Ártúnsskóli
- Barnaskólinn í Reykjavík
- Borgaskóli
- Breiðagerðisskóli
- Breiðholtsskóli
- Brúarskóli
- Dalskóli
- Engjaskóli
- Fellaskóli
- Foldaskóli
- Fossvogsskóli
- Grandaskóli
- Hagaskóli
- Hamraskóli
- Háteigsskóli
- Hlíðaskóli
- Hólabrekkuskóli
- Húsaskóli
- Hvassaleitisskóli
- Ingunnarskóli
- Klébergsskóli
- Klettaskóli
- Landakotsskóli
- Langholtsskóli
- Laugarnesskóli
- Melaskóli
- Norðlingaskóli
- Réttarholtsskóli
- Rimaskóli
- Selásskóli
- Seljaskóli
- Skóli Ísaks Jónssonar
- Suðurhlíðarskóli
- Sæmundarskóli
- Tjarnarskóli
- Vesturbæjarskóli
- Víkurskóli
- Vogaskóli
- Waldorfskólinn Sólstafir
- Ölduselsskóli
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2024, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla starfsárið 2024-2025 ásamt starfsáætlunum eftirtalinna leikskóla: Askja, Austurborg, Álftaborg, Árborg, Ártúnsskóli, Bakka-, Fossa- og Korpukot, Bakkaborg, Barnaheimilið Ós, Bjartahlíð, Blásalir, Borg, Brekkuborg, Dalskóli, Drafnarsteinn, Engjaborg, Fífuborg, Funaborg, Furuskógur, Geislabaugur, Grandaborg, Grænaborg, Gullborg, Hagaborg, Hálsaskógur, Heiðarborg, Hlíð, Hof, Holt, Hólaborg, Hraunborg, Hulduheimar, Jöklaborg, Jörfi, Klambrar, Klébergsskóli - Berg, Klettaborg, Krílasel, Kvistaborg, Langholt, Laufásborg, Laufskálar, Laugasól, Lundur, Lyngheimar, Mánagarður, Maríuborg, Miðborg, Múlaborg, Nes - Hamrar, Nóaborg, Rauðaborg, Rauðhóll, Regnboginn, Reynisholt, Rofaborg, Seljaborg/Seljakot, Skerjagarður, Sólborg, Sólgarður, Stakkaborg, Steinahlíð, Suðurborg, Sunnuás, Sunnufold, Sæborg, Sælukot, Ungbarnaleikskólinn Ársól, Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni/Hallgerðargötu, Vesturborg, Vinagarður, Vinagerði, Vinaminni, Waldorfleikskólinn Sólstafir, Ægisborg, Ævintýraborg Eggertsgötu, Ævintýraborg Nauthólsvegi, Ævintýraborg Vogabyggð og Ösp.
Samþykkt. SFS24060065
Elísabet Helga Pálmadóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, Auður Ósk Óskarsdóttir, Bára Birgisdóttir, Eysteinn Þór Kristinsson, Svandís Egilsdóttir, Árni Jónsson, Guðrún Kaldal, Haraldur Sigurðsson og Helgi Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn er stoltur af því frábæra starfi sem á sér stað í leikskólum Reykjavíkurborgar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár og hafa kennarar og aðrir starfsmenn þurft að takast á við þær áskoranir sem fylgja aukinni eftirspurn. Daglega eru börn efld til að þau fái notið hæfileika sinna með leik og kennslu. Við viljum leggja áherslu á að fagvitund og fjölgun fagfólks verði forgangsverkefni. Meirihlutinn þakkar þeim sem starfa í leikskólum borgarinnar.
Fylgigögn
- Minnisblað
- Askja
- Austurborg
- Álftaborg
- Árborg
- Ártúnsskóli
- Bakka-, Fossa- og Korpukot
- Bakkaborg
- Barnaheimilið Ós
- Bjartahlíð
- Blásalir
- Borg
- Brekkuborg
- Dalskóli
- Drafnarsteinn
- Engjaborg
- Fífuborg
- Funaborg
- Furuskógur
- Geislabaugur
- Grandaborg
- Grænaborg
- Gullborg
- Hagaborg
- Hálsaskógur
- Heiðarborg
- Hlíð
- Hof
- Holt
- Hólaborg
- Hraunborg
- Hulduheimar
- Jöklaborg
- Jörfi
- Klambrar
- Klébergsskóli - Berg
- Klettaborg
- Krílasel
- Kvistaborg
- Langholt
- Laufásborg
- Laufskálar
- Laugasól
- Lundur
- Lyngheimar
- Mánagarður
- Maríuborg
- Miðborg
- Múlaborg
- Nes - Hamrar
- Nóaborg
- Rauðaborg
- Rauðhóll
- Regnboginn
- Reynisholt
- Rofaborg
- Seljaborg/Seljakot
- Skerjagarður
- Sólborg
- Sólgarður
- Stakkaborg
- Steinahlíð
- Suðurborg
- Sunnuás
- Sunnufold
- Sæborg
- Sælukot
- Ungbarnaleikskólinn Ársól
- Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni/Hallgerðargötu
- Vesturborg
- Vinagarður
- Vinagerði
- Vinaminni
- Waldorfleikskólinn Sólstafir
- Ægisborg
- Ævintýraborg Eggertsgötu
- Ævintýraborg Nauthólsvegi
- Ævintýraborg Vogabyggð
- Ösp
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. desember 2024, um Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2024. SFS24110002
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um viðbrögð við stöðu mála í Laugarnesskóla, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. september 2024. Einnig lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. desember 2024 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október 2024. MSS24090028
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2024, um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eitt mál. SFS22080009
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs. SFS24080154
Fundi slitið kl. 16:25
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem
Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson
Marta Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 9. desember 2024