No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Ár 2024, 23. september var haldinn 280. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.16.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Sabine Leskopf (S), Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Friðjón R. Friðjónsson (D) og Sandra Hlíf Ocares (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Guðjóna Eygló Friðriksdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Kristín Björnsdóttir, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þröstur Flóki Klemensson, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Soffía Pálsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram og kynnt OECD skýrslan Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland, dags. 2024 um málefni innflytjenda á Íslandi. SFS24090158
Hlöðver Skúli Hákonarson, Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Sigrún Jónína Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn þakkar fyrir afar fróðlega en jafnframt sláandi kynningu á skýrslu OECD um málefni innflytjenda í samhengi við sögulega fjölgun þeirra síðustu áratugina. Þær upplýsingar sem fyrir liggja um stöðu barna af erlendum uppruna gefa skýra mynd af mikilvægi málaflokksins. Sérstaklega í ljósi þess að helmingur barna af erlendum uppruna á landsvísu býr í Reykjavík, en sá hópur hefur ekki notið framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eins og öll önnur börn af erlendum uppruna sem búsett eru utan Reykjavíkur. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess hversu mikla þýðingu viðvera barna í íslenskumælandi umhverfi leikskólans hefur á fyrstu árum lífsins, en það kemur skýrt fram í skýrslunni. Skýrsluhöfundar mæla með sértækum aðgerðum til að styðja við leikskólagöngu þessa hóps en vara á sama tíma við aðgerðum sem geta dregið úr innkomu erlendra barna í leikskóla eins og til dæmis heimgreiðslum. Skýrsluhöfundar benda líka á mikilvægi þess að styðja starfsfólkið í leik- og grunnskólum með námsefni og símenntun.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði lýsa áhyggjum af stöðu barna af erlendum uppruna í skólum Reykjavíkur. Úttekt OECD um stöðu barna af erlendum uppruna í íslenska skólakerfinu leiðir í ljós að lesskilningur barna af erlendum uppruna stendur íslenskum börnum langt að baki og er þá ekki úr háum söðli að falla. Fulltrúarnir taka undir niðurstöður fulltrúa OECD um að námsframvinda barna af erlendum uppruna sé áhyggjuefni og skora á meirihlutann að taka niðurstöðurnar alvarlega. Rétt eins og það þarf að bæta aðgengi barna í Reykjavík að leikskólanum almennt er það enn meira aðkallandi að bæta leikskólaaðgengi barna af erlendum uppruna. Leikskólinn er lykilbreyta í því að auka málörvun og skilning barna og bæta stöðu þeirra í skólaumhverfinu. Fulltrúarnir hvetja líka skólamálaráðherra til að leggja að nýju fram frumvarp um að auka hlutfall móðurmálskennslu af grunnskólakennslu, enda kemur fram að hlutfall móðurmálskennslu á íslandi er með minnsta móti í samanburði við önnur lönd OECD.
Áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun:
Úttekt OECD um málefni innflytjenda á Íslandi er sláandi. Við þurfum að efla málörvun í leikskólum fyrir öll börn. Það gerum við m.a. með því ráða fleiri kennara til kennslu í leikskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg á að leita allra leiða til að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga í leikskólastarfi, þannig fáum við fleiri kennara til starfa. Fjárfestum í kennurum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. september 2024, þar sem upplýst er að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Helga Áss Grétarssonar. Jafnframt að Sandra Hlíf Ocares taki sæti varamanns í skóla- og frístundaráði. MSS22060048
Kl. 14.15 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tekur þar sæti með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram og kynnt skýrslan Lesmál: niðurstöður í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2024, dags. í september 2024. SFS24020185
Ásgeir Björgvinsson og Sigrún Jónína Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn leggur þunga áherslu á að niðurstöður prófsins séu nýttar til að rýna vel til gagns hvernig hægt er að nýta niðurstöður. Leitað verði svara hjá þeim skólum sem koma illa út, hvaða ástæður séu þar á bak við og hvernig þeir hyggist bregðast við.
Kl. 14.50 víkur Linda Ósk Sigurðardóttir af fundinum.
Kl. 14.55 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. september 2024, um samning Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps um þjónustu og greiðslur vegna barna og nemenda sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og eru í leikskóla, grunnskóla, frístundastarfi eða tónlistarskóla Reykjavíkurborgar í Klébergi ásamt drögum að samningi Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs. SFS23020061
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 14. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 26. febrúar 2024:
Lagt er til að greining fari fram sem fyrst á mikilli starfsmannaveltu í leikskólum Reykjavíkur og sömuleiðis á langtímaveikindum starfsmanna.
Samþykkt. SFS24020192
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, sbr. 10. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. september 2024:
Í upphafi þessa skólaárs er verið að innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mikilvægt er að nýta tækifærið til þess að taka grunngildamælingu svo hægt sé í framhaldinu að meta árangur innleiðingarinnar. Lagt er til að fylgst verði með eftirfarandi þáttum, eins og hægt er og þróun þeirra: Uppfyllir maturinn næringarviðmið; næringargildi, gæði og magn aðkeypts matar borið saman við skólaeldhús; matarsóun; hlutfall nemenda sem eru skráð í mat; skráningarferli; upplifun barna af matnum og aðstöðunni; aðstöðu í skóla og nýtingu á aðstöðu; fjölda skóla sem matreiða að öllu leyti á staðnum og fjölda sem fá aðkeyptan tilbúinn mat og fjöldi sem fer blandaða leið. Þetta verði gert til að taka stöðuna eins og hún er nú og svo að hægt sé að fylgjast með ár frá ári og bregðast við til að bæta stöðuna, ef þarf. Útfærsla og framkvæmd verði í samvinnu við faglega óháða aðila, svo sem landlækni og háskólasamfélagið.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn atkvæði skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS24090090
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna lýsir vonbrigðum með að prýðilega rökstudd tillaga fulltrúa Sósíalistaflokksins um vandaða úttekt á málefnum skólamáltíða hafi verið felld og hún ekki tekin alvarlega. Verkefnið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er risastórt og afar mikilvægt og brýnt að það verði rýnt vandlega frá fyrstu stundu. Mörg þeirra atriða sem tiltekin eru í tillögunni verða vafalítið könnuð hvað sem öðru líður og fyllsta ástæða hefði verið til að kanna einnig það sem útaf stendur.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2024, um eftirlit með daggæslu barna í heimahúsum á árinu 2023. SFS24080323
Elísabet Helga Pálmadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. september 2024, vegna upplýsinga um fjölda kennara með leyfisbréf og fjölda leiðbeinenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar. SFS23110177
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 13. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. september 2024:
Óskað er upplýsinga um stöðu leikskólahúsnæðis Björtuhlíðar.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. SFS24090092
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokksins og Viðreisnar um viðbrögð við kynþáttafordómum í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst 2024. Einnig lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. september 2024. MSS24080108
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. september 2024, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um meðalaldur barna þegar þau hefja leikskólagöngu, sbr. 12. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 9. september 2024. SFS24090091
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um aðgerðir Reykjavíkurborgar vegna ofbeldis meðal barna, sbr. 61. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. Einnig lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. september 2024. MSS24060121
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um fjölda starfsmanna með ungmennum eftir skóla, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2024. Einnig lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. september 2024. MSS24080086
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um stöðu mála vegna framtíðaruppbyggingar skóla í Laugardal, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. september 2024. Einnig lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. september 2024. MSS24090024
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. september 2024, vegna svars við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um símalausa skóla, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2024. MSS24080081
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um hunda í skólum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2024. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. september 2024. MSS24080085
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. september 2024, um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, níu mál. SFS22080009
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs. SFS24080125
-
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hefur verið skoðað hvort ástæða sé til þess að fjölskyldur þar sem annað foreldri er í námi fái einhvern afslátt af leikskólagjöldum?
SFS24090217
Fundi slitið kl. 15.34
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Sabine Leskopf Sara Björg Sigurðardóttir
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 23. september 2024